Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yfir. Afganginum af mylsnunni stráð yfir. Bakað í vel heitum ofni. Skorið í tigla og borðað sem smákökur.“ Ekki kemur þessi lýsing heim og saman við þá hjónabandssælu sem ég baka í kringlóttu formi en bragðið er líklega alveg eins.

Elsta heimild um nafnið hjónabandssæla virðist vera frá 1950. Höfundur þessa svars hefur ekki fundið skýringu á nafni kökunnar.

Aðeins eitt dæmi um kökuna er í seðlasafni Orðabókar Háskólans og er það frá 1977 skýringarlaust. Ég leitaði einnig í hinni ágætu bók Hallgerðar Gísladóttur Íslensk matarhefð frá 1999 en fann kökuna ekki þar. Hún er með í bók Helgu Sigurðardóttur Matur og drykkur sem fyrst kom út 1947 en engin skýring er á nafninu.

Ef til vill les einhver þetta svar sem þekkir hvernig nafnið varð til og getur bætt um betur.

Rétt er að nefna að í dönskum kökubókum er að finna bæði kökuna ægteskabskage (hjónabandskaka) og kærlighedstærte (ástarterta) og teljast báðar til „gamaldags“ uppskrifta. Hvorug uppskriftin líkist okkar hjónabandssælu en vel er hugsanlegt að annaðhvort nafnið, líklega fremur ægteskabskage, sé kveikjan að íslenska heitinu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.8.2017

Síðast uppfært

8.9.2017

Spyrjandi

Ína Traube, Vera Sólveig Ólafsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73646.

Guðrún Kvaran. (2017, 29. ágúst). Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73646

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73646>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?
Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yfir. Afganginum af mylsnunni stráð yfir. Bakað í vel heitum ofni. Skorið í tigla og borðað sem smákökur.“ Ekki kemur þessi lýsing heim og saman við þá hjónabandssælu sem ég baka í kringlóttu formi en bragðið er líklega alveg eins.

Elsta heimild um nafnið hjónabandssæla virðist vera frá 1950. Höfundur þessa svars hefur ekki fundið skýringu á nafni kökunnar.

Aðeins eitt dæmi um kökuna er í seðlasafni Orðabókar Háskólans og er það frá 1977 skýringarlaust. Ég leitaði einnig í hinni ágætu bók Hallgerðar Gísladóttur Íslensk matarhefð frá 1999 en fann kökuna ekki þar. Hún er með í bók Helgu Sigurðardóttur Matur og drykkur sem fyrst kom út 1947 en engin skýring er á nafninu.

Ef til vill les einhver þetta svar sem þekkir hvernig nafnið varð til og getur bætt um betur.

Rétt er að nefna að í dönskum kökubókum er að finna bæði kökuna ægteskabskage (hjónabandskaka) og kærlighedstærte (ástarterta) og teljast báðar til „gamaldags“ uppskrifta. Hvorug uppskriftin líkist okkar hjónabandssælu en vel er hugsanlegt að annaðhvort nafnið, líklega fremur ægteskabskage, sé kveikjan að íslenska heitinu.

Mynd:

...