Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf?Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bók eftir Arngrím Jónsson lærða sem gefin var út á Hólum 1618:
draga þig so wr Drottins Verndar skiole / og j raudan Daudan.

Hugsanleg skýring á orðasambandinu fram í rauðan dauðann er að dauðinn vísi til sólarlags og sólarlagið sé rautt
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa. Mál og mennig, Reykjavík.
- Red Sunrise | S. Bhaskara Rao | Flickr. Myndrétthafi er S. Bhaskara Rao. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 30.01.2017).