Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4374 svör fundust
Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til? Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu. Það eru vísbendingar um að í kjölfar...
Hvað verður um afgang fjárlaga?
Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...
Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?
Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið va...
Hvað getið þið sagt mér um makríl?
Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...
Hvað eru átröskunarsjúkdómar?
Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...
Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?
Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...
Hvað er fullveldi?
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...
Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæll Jón Már, ég tók eftir því að það var geitungadrottning að byrja að gera sig heimakomna í kassa sem eg er með á lokuðum svölum. Ég sá að hún fór ofan í kassan og hef hana sterklega grunaða um að byggja sér þar bú. Ég hinsvegar spreyjaði hana vel með eitri og hún drapst. Ég hef ek...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt út...
Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?
Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...
Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?
Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...
Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?
Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...
Af hverju eru eldgos svona heit?
Í eldgosum koma upp bráðin gosefni með efnasamsetningu sem ekki bráðnar fyrr en við 1000°C. Væru eldgosin ekki svona heit, yrðu þau alls ekki. Í iðrum jarðar myndast meiri varmi við sundrun geislavirkra efna en jörðin getur „losað sig við" með varmaleiðingu og varmageislun (Lesa má um þrenns konar flutning varm...
Vísindavaka 2008
Vísindavaka Rannís verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 26. september 2008 á degi Evrópska Vísindamannsins. Hátíðin fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og hefjast hátíðahöldin kl. 17 og lýkur kl. 22. Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á staðnum og ætlar meðal annars að segja frá því hvort ...
Hvaða búr er í Búrfelli?
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau. Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús. Forliður nafnsins Búr...