Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?

Geir Þ. Þórarinsson

Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið var geymt. Um goðsögurnar um Mínos og Þeseif, sem drap Mínótáros, má lesa meira í svari undirritaðs um Mínótáros.


Loftmynd af höllinni í Knossos sem stundum er sögð líkjast völundarhúsi.

Engin grísk völundarhús hafa fundist við uppgröft fornleifafræðinga. Hins vegar má geta þess að á árunum 1900 til 1905 gróf breski fornleifafræðingurinn sir Arthur John Evans (1851-1941) upp mikla höll í Knossos á Krít. Höllin í Knossos hefur stundum verið sögð völundarhúsi líkust því að hún er gífurlega stór og skipulag hennar flókið. Hallarstæðið er rúmir tveir hektarar eða yfir 20 þúsund fermetrar. Höllin var á mörgum hæðum með á annað þúsund herbergi og sali. Evans varð sjálfum hugsað til sögunnar um Mínos konung og Mínótárosinn í völundarhúsinu og nefndi því menninguna sem hann hafði grafið upp Mínóíska menningu en hún er einnig nefnd Krítarmenningin. Höllin í Knossos var fyrst byggð á sautjándu öld f.Kr. og var reglulega stækkuð allt fram á fjórtándu öld f.Kr. Mínóíska menningin á Krít rekur sögu sína allt aftur til ársins 3650 f.Kr. en hallarmenningin svonefnda á sautjándu til fjórtándu öld f.Kr. var gullöld hennar. Eftir það hófst langt hnignunarskeið og leið Mínóíska menningin undir lok eftir elleftu öldina f.Kr. Mínóarnir voru ekki grískumælandi menn en Grikkir réðu fyrst ríkjum á Krít eftir að gullöld Mínóanna lauk.

Ekki fer mörgum öðrum sögum af völundarhúsum í grískum heimildum. Gríski sagnaritarinn Herodótos segir frá einu slíku í Egyptalandi í annarri bók sinni um Persastríðin (II.148 o.áfr.). Völundarhúsið sem hann segir frá var sunnan Moiriosvatns (sem í dag heitir Karúnvatn), skammt frá Krókódílopólis eða Krókódílaborg en þar mun krókódílaguðinn Sobek hafa verið dýrkaður. Hann segir að völundarhúsið hafi verið jafnvel stórfenglegra að sjá en sjálfir pýramídarnir. Völundarhúsið sem hann lýsir er á tveimur hæðum með 3000 herbergi, helmingur þeirra neðanjarðar en hinn helmingurinn ofanjarðar. Herodótos kveðst sjálfur hafa gengið um á efri hæðinni og skoðað sig um en segir að Egyptarnir hafi meinað honum aðgang að neðri hæðinni. Þar áttu að hafa verið grafhvelfingar konunga en einnig helgra krókódíla. Hann segir að herbergi hallarinnar hafi verið fallega skreytt en gefur í skyn að skipulagið hafi verið fremur ruglingslegt vegna herbergjafjöldans. Frá neðri hæðinni var hægt að komast um göng inn í pýramída sem stóð þar skammt frá. Höll þessi var uppgötvuð á nítjándu öld skammt frá pýramídanum í Hawara.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

27.4.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52477.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 27. apríl). Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52477

Geir Þ. Þórarinsson. „Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52477>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Byggðu Forngrikkir í alvöru völundarhús og til hvers?
Í grískum goðsögum segir frá völundarhúsi á eynni Krít þar sem Mínótáros var geymdur. Hann var maður með nautshöfuð en Pasifae, kona Mínosar konungs á Krít, gat hann með nauti Póseidons, sem Mínos fékk sig ekki til að slátra. Mínos fékk því hugvitsmanninn Dædalos til þess að smíða völundarhús þar sem mannnautið var geymt. Um goðsögurnar um Mínos og Þeseif, sem drap Mínótáros, má lesa meira í svari undirritaðs um Mínótáros.


Loftmynd af höllinni í Knossos sem stundum er sögð líkjast völundarhúsi.

Engin grísk völundarhús hafa fundist við uppgröft fornleifafræðinga. Hins vegar má geta þess að á árunum 1900 til 1905 gróf breski fornleifafræðingurinn sir Arthur John Evans (1851-1941) upp mikla höll í Knossos á Krít. Höllin í Knossos hefur stundum verið sögð völundarhúsi líkust því að hún er gífurlega stór og skipulag hennar flókið. Hallarstæðið er rúmir tveir hektarar eða yfir 20 þúsund fermetrar. Höllin var á mörgum hæðum með á annað þúsund herbergi og sali. Evans varð sjálfum hugsað til sögunnar um Mínos konung og Mínótárosinn í völundarhúsinu og nefndi því menninguna sem hann hafði grafið upp Mínóíska menningu en hún er einnig nefnd Krítarmenningin. Höllin í Knossos var fyrst byggð á sautjándu öld f.Kr. og var reglulega stækkuð allt fram á fjórtándu öld f.Kr. Mínóíska menningin á Krít rekur sögu sína allt aftur til ársins 3650 f.Kr. en hallarmenningin svonefnda á sautjándu til fjórtándu öld f.Kr. var gullöld hennar. Eftir það hófst langt hnignunarskeið og leið Mínóíska menningin undir lok eftir elleftu öldina f.Kr. Mínóarnir voru ekki grískumælandi menn en Grikkir réðu fyrst ríkjum á Krít eftir að gullöld Mínóanna lauk.

Ekki fer mörgum öðrum sögum af völundarhúsum í grískum heimildum. Gríski sagnaritarinn Herodótos segir frá einu slíku í Egyptalandi í annarri bók sinni um Persastríðin (II.148 o.áfr.). Völundarhúsið sem hann segir frá var sunnan Moiriosvatns (sem í dag heitir Karúnvatn), skammt frá Krókódílopólis eða Krókódílaborg en þar mun krókódílaguðinn Sobek hafa verið dýrkaður. Hann segir að völundarhúsið hafi verið jafnvel stórfenglegra að sjá en sjálfir pýramídarnir. Völundarhúsið sem hann lýsir er á tveimur hæðum með 3000 herbergi, helmingur þeirra neðanjarðar en hinn helmingurinn ofanjarðar. Herodótos kveðst sjálfur hafa gengið um á efri hæðinni og skoðað sig um en segir að Egyptarnir hafi meinað honum aðgang að neðri hæðinni. Þar áttu að hafa verið grafhvelfingar konunga en einnig helgra krókódíla. Hann segir að herbergi hallarinnar hafi verið fallega skreytt en gefur í skyn að skipulagið hafi verið fremur ruglingslegt vegna herbergjafjöldans. Frá neðri hæðinni var hægt að komast um göng inn í pýramída sem stóð þar skammt frá. Höll þessi var uppgötvuð á nítjándu öld skammt frá pýramídanum í Hawara.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...