Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin sem Hólmkell Leó sendi inn hljóðaði svona:

Ég er forvitinn að vita af hverju völundarhús heita þessu nafni?

Orðið völundarhús er annars vegar notað um flókna byggingu með mörgum göngum og ranghölum en hins vegar um hluta af innra eyra. Fyrri merkingin er mun eldri og kemur þegar fram í fornu máli sem íslenskt orð yfir það sem á erlendum málum er kallað 'labyrint(h)'.

Í gömlu biblíuþýðingunni Stjórn, sem varðveitt er í handritum frá 14. og 15. öld, stendur: „labyrinthus, hver er sumir kalla völundarhús.“ Í fornu máli finnst einnig orðið völundur notað um þann sem er sérlega verklaginn.

Að baki orðsins völundur liggur karlmannsnafnið Völundur og er þar átt við alveg sérstaka persónu sem Völundarkviða, eitt af Eddukvæðum, var ort um. Völund þennan lét Níðuður konungur í Svíþjóð taka höndum, skera sinar á fótum hans og koma fyrir í hólma sem hét Sævarstaður. Um hann er sagt í formála fyrir kviðunni: „Hann var hagastur maður, svá menn viti, í fornum sögum,“ enda var hann látinn smíða alls kyns gersemar fyrir konung. Tveir synir Níðuðar fóru eitt sinn út í eyju til Völundar og drap hann báða, gerði silfurhúðaðar skálar úr höfuðkúpunum handa konungi, drottningu sendi hann augun í formi gimsteina en konungsdóttir fékk brjóstnælur úr tönnunum. Konungur syrgði mjög syni sína og fór til Völundar að spyrjast fyrir um þá. Hlæjandi sagði Völundur þá hvernig hann hafði hefnt sín á konungi.

Silfurpeningur frá Knossos á Krít með táknmynd af völundarhúsi. Peningurinn er frá um 400 f.Kr.

Hagir menn eru gjarnan nefndir völundar og sagt að þeir séu völundar á tré og járn ef allt leikur í höndunum á þeim. Vel gerður hlutur er sagður völundarsmíði eða völundarverk.

Völundarhús er þannig upphaflega hús sem gert er af miklu hugviti og flókið að allri gerð. Nú er orðið völundarhús einnig notað um limgerði, sem þannig eru gróðursett og skipulögð að auðvelt er að villast í þeim. Þau eru víða í skemmtigörðum erlendis.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.6.2004

Síðast uppfært

22.11.2021

Spyrjandi

Hólmkell Leó Aðalsteinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4345.

Guðrún Kvaran. (2004, 11. júní). Hver er sagan á bak við orðið völundarhús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4345

Guðrún Kvaran. „Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?
Spurningin sem Hólmkell Leó sendi inn hljóðaði svona:

Ég er forvitinn að vita af hverju völundarhús heita þessu nafni?

Orðið völundarhús er annars vegar notað um flókna byggingu með mörgum göngum og ranghölum en hins vegar um hluta af innra eyra. Fyrri merkingin er mun eldri og kemur þegar fram í fornu máli sem íslenskt orð yfir það sem á erlendum málum er kallað 'labyrint(h)'.

Í gömlu biblíuþýðingunni Stjórn, sem varðveitt er í handritum frá 14. og 15. öld, stendur: „labyrinthus, hver er sumir kalla völundarhús.“ Í fornu máli finnst einnig orðið völundur notað um þann sem er sérlega verklaginn.

Að baki orðsins völundur liggur karlmannsnafnið Völundur og er þar átt við alveg sérstaka persónu sem Völundarkviða, eitt af Eddukvæðum, var ort um. Völund þennan lét Níðuður konungur í Svíþjóð taka höndum, skera sinar á fótum hans og koma fyrir í hólma sem hét Sævarstaður. Um hann er sagt í formála fyrir kviðunni: „Hann var hagastur maður, svá menn viti, í fornum sögum,“ enda var hann látinn smíða alls kyns gersemar fyrir konung. Tveir synir Níðuðar fóru eitt sinn út í eyju til Völundar og drap hann báða, gerði silfurhúðaðar skálar úr höfuðkúpunum handa konungi, drottningu sendi hann augun í formi gimsteina en konungsdóttir fékk brjóstnælur úr tönnunum. Konungur syrgði mjög syni sína og fór til Völundar að spyrjast fyrir um þá. Hlæjandi sagði Völundur þá hvernig hann hafði hefnt sín á konungi.

Silfurpeningur frá Knossos á Krít með táknmynd af völundarhúsi. Peningurinn er frá um 400 f.Kr.

Hagir menn eru gjarnan nefndir völundar og sagt að þeir séu völundar á tré og járn ef allt leikur í höndunum á þeim. Vel gerður hlutur er sagður völundarsmíði eða völundarverk.

Völundarhús er þannig upphaflega hús sem gert er af miklu hugviti og flókið að allri gerð. Nú er orðið völundarhús einnig notað um limgerði, sem þannig eru gróðursett og skipulögð að auðvelt er að villast í þeim. Þau eru víða í skemmtigörðum erlendis.

Mynd:...