Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?

Jón Már Halldórsson og EDS

Öll spurningin hljóðaði svona:
Sæll Jón Már, ég tók eftir því að það var geitungadrottning að byrja að gera sig heimakomna í kassa sem eg er með á lokuðum svölum. Ég sá að hún fór ofan í kassan og hef hana sterklega grunaða um að byggja sér þar bú. Ég hinsvegar spreyjaði hana vel með eitri og hún drapst. Ég hef ekki þorað að opna kassann. Á ég von á að þar séu að dafna geitunar eða þarf drottninguna til að halda lífi í búinu?

Lífsferill geitunga er í stuttu máli þannig drottning vaknar af vetrardvala að vori og hefst þá handa við að byggja bú. Oft gerist þetta um miðjan maí en það fer þó eftir árferði. Samhliða því að byggja búið tekur hún til við að verpa fyrstu eggjunum. Eggin klekjast á stuttum tíma og drottningin elur lirfurnar þar til þær púpa sig. Á þessum tíma, að vori og snemma sumars, má sjá drottningu á ferðinni en eftir að fyrstu geitungarnir, sem allt eru þernur, skríða úr púpunum hættir drottningin öllum öðrum störfum en að verpa og heldur kyrru fyrir í búinu. Þernurnar taka þá við hlutverki drottningarinnar að viðhalda og stækka búið og ala önn fyrir lirfunum.

Fyrstu geitungarnir að vori eru drottningar að gera sér bú. Drottningar sem sjást að hausti eiga sér ekki bú heldur eru í raun næsta kynslóð.

Á miðju sumri koma fyrstu karldýrin úr púpum og nokkru síðar fyrstu drottningar nýrrar kynslóðar. Seinni hluta sumars og að haust makast þessar nýju drottningar og karldýrin. Að því loknu drepast karldýrin en drottningarnar finna sér góðan stað til vetrardvalar, til dæmis í holum í jörðu eða veggjum og sofa þar fram á vor þegar þær taka til við að gera sér sín eigin bú.

Af „gömlu“ drottningunni er það að frétta að hún hefur lokið hlutverki sínu að hausti og drepst. Það sama á við um þernurnar, þær lifa ekki nema sumarið.

Fyrstu geitungar sem sjást að sumri eru því drottningar en þær eru ekki á ferli eftir að þernurnar koma til sögunnar. Þernur eru á ferðinni yfir sumarið og fram á haust. Karldýr sjást seinni hluta sumars og á haustin. Drottningar sem sjást síðsumars og um haust eru ekki að leita sér að stað til að byggja bú heldur eru að finna sér gott skjól fyrir veturinn.

Mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.10.2020

Síðast uppfært

21.12.2020

Spyrjandi

Sigurlaug Hauksdottir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og EDS. „Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?“ Vísindavefurinn, 9. október 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79684.

Jón Már Halldórsson og EDS. (2020, 9. október). Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79684

Jón Már Halldórsson og EDS. „Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Sæll Jón Már, ég tók eftir því að það var geitungadrottning að byrja að gera sig heimakomna í kassa sem eg er með á lokuðum svölum. Ég sá að hún fór ofan í kassan og hef hana sterklega grunaða um að byggja sér þar bú. Ég hinsvegar spreyjaði hana vel með eitri og hún drapst. Ég hef ekki þorað að opna kassann. Á ég von á að þar séu að dafna geitunar eða þarf drottninguna til að halda lífi í búinu?

Lífsferill geitunga er í stuttu máli þannig drottning vaknar af vetrardvala að vori og hefst þá handa við að byggja bú. Oft gerist þetta um miðjan maí en það fer þó eftir árferði. Samhliða því að byggja búið tekur hún til við að verpa fyrstu eggjunum. Eggin klekjast á stuttum tíma og drottningin elur lirfurnar þar til þær púpa sig. Á þessum tíma, að vori og snemma sumars, má sjá drottningu á ferðinni en eftir að fyrstu geitungarnir, sem allt eru þernur, skríða úr púpunum hættir drottningin öllum öðrum störfum en að verpa og heldur kyrru fyrir í búinu. Þernurnar taka þá við hlutverki drottningarinnar að viðhalda og stækka búið og ala önn fyrir lirfunum.

Fyrstu geitungarnir að vori eru drottningar að gera sér bú. Drottningar sem sjást að hausti eiga sér ekki bú heldur eru í raun næsta kynslóð.

Á miðju sumri koma fyrstu karldýrin úr púpum og nokkru síðar fyrstu drottningar nýrrar kynslóðar. Seinni hluta sumars og að haust makast þessar nýju drottningar og karldýrin. Að því loknu drepast karldýrin en drottningarnar finna sér góðan stað til vetrardvalar, til dæmis í holum í jörðu eða veggjum og sofa þar fram á vor þegar þær taka til við að gera sér sín eigin bú.

Af „gömlu“ drottningunni er það að frétta að hún hefur lokið hlutverki sínu að hausti og drepst. Það sama á við um þernurnar, þær lifa ekki nema sumarið.

Fyrstu geitungar sem sjást að sumri eru því drottningar en þær eru ekki á ferli eftir að þernurnar koma til sögunnar. Þernur eru á ferðinni yfir sumarið og fram á haust. Karldýr sjást seinni hluta sumars og á haustin. Drottningar sem sjást síðsumars og um haust eru ekki að leita sér að stað til að byggja bú heldur eru að finna sér gott skjól fyrir veturinn.

Mynd:...