Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til?Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu. Það eru vísbendingar um að í kjölfar hlýnandi veðurfars á norðurslóðum séu brúnbirnir, sem kallast grizzlies í Norður-Ameríku, farnir að færa sig norður á bóginn. Slíkt kann að hafa aukið samgang brúnbjarna og hvítabjarna og að því virðist aukið líkur á að tegundirnar æxlist og geti af sér afkvæmi. Árið 2006 sýndi DNA-próf að dýr sem fellt var í Kanada væri blendingur þar sem móðirin hefði verð hvítabjörn en faðirinn brúnbjörn. Það var í fyrsta skipti sem tilvist slíks blendings var staðfest í náttúrunni, en áður voru þekkt dæmi um slíka blendinga í dýragörðum.

Blendingur brúnbjarnar og hvítabjarnar.