Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Þór Jakobsson

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. Hann heillaðist af fyrirlestrum C.V. de Colle sem kenndi útlistanir Averroes, múslímsks heimspekings, á ritum Aristótelesar og einnig af bókum um minnislist, minnistækni, en þau fræði voru þá í hávegum höfð og beitt meðal annars í ræðulist og rökræðum. Árið 1565, þegar Brúnó var 17 ára, var hann tekinn í dómíníkanaregluna í Napólí og tók þá upp nafnið Gíordanó. Ekki leið á löngu þar til piltur þótti hafa helst til sjálfstæðar skoðanir og var jafnvel grunaður um villutrú. Engu að síður var Brúnó vígður prestur árið 1572, 24 ára gamall. Brúnó hélt síðan áfram námi í guðfræði og lauk tilskildum námskeiðum í framhaldsnámi sínu. En er leið á námið fóru æ meira í taugarnar á honum guðfræðilegar umræður um aukaatriði að honum fannst, smásmugulegar og andlausar.

Ekki bætti úr skák að hann hafði stolist til að lesa tvær bannaðar bækur Erasmusar. Var þar meðal annars fjallað um yfirlýsta trúvillukenningu sem afneitaði guðdómi Krists. Þetta komst upp og eitthvað hefur ungi maðurinn þótt grunsamlegur því hafinn var undirbúningur að trúvilluréttarhöldum. Brúnó flúði til Rómar í febrúar 1576. Hann lenti þar fljótt í útistöðum við kirkjuvöld og var undirbúin útskúfun. Sá Brúnó sitt óvænna og flúði strax um vorið til Norður-Ítalíu. Um þær mundir sagði hann skilið við dómíníkanaregluna.

Gíordanó Brúnó (1548-1600).

Árið 1578, þá þrítugur að aldri, yfirgaf Brúnó heimaland sitt Ítalíu. Það hafði gengið á ýmsu hjá honum síðustu árin, en næstu 13 árin í ævi hans urðu ekki síður viðburðarík. Skarpar gáfur, óslökkvandi fróðleiksfýsn, hugdirfska, baráttugleði, sannleiksást og rökfimi komu honum oft í vandræði. Hann fór stað úr stað og naut sjaldan næðis til langframa en varð engu að síður ótrúlega mikilvirkur á ritvellinum.

Brúnó settist fyrst að í Genf þar sem hann vann fyrir sér með yfirlestri fyrir bókaútgáfu, eins konar prófarkalestri. Hann kynnist þar kenningum kalvínista og gekk þeim á hönd en fór óvarlega með því að gagnrýna í dálitlu riti tæpitungulaust kalvínskan prófessor. Hann komst að því dýrkeyptu. Það kom á daginn að það voru fleiri en kaþólskir menn sem þoldu illa skoðanir annarra, mótmælendur reyndust engu skárri. Brúnó var handsamaður, fyrst útskúfað úr kalvínsku kirkjunni, en síðan að vísu fyrirgefið með því að hann sá að sér og át ofan í sig „sleggjudómana". Hann fékk að yfirgefa hina kalvínsku Genf og fór til Frakklands. Í Toulouse reyndi hann árangurslaust að fá uppreist æru hjá kaþólsku kirkjunni. Þótt það tækist ekki var hann þar skipaður fyrirlesari í heimspeki og skömmu síðar, árið 1581, flutti hann til Parísar þar sem hann naut sín um tíma við skriftir og kennslu.

Í París ríkti frjálslyndi og leitandi hugsun í menningarlífi. Þrátt fyrir almenna togstreitu kaþólskra manna og franskra mótmælenda á þessum tímum réð við hirð Hinriks 3. frjálslyndur armur hófsamra kaþólikka sem voru stuðningsmenn Hinriks af Bourbon, mótmælendakonungs af Navarre.

Brúnó kunni vel við sig í þessu andrúmslofti, trúarskoðanir hans féllu vel að þeim skoðunum sem hann kynntist í París. Hann hlaut vernd Frakklandskonungs sem skipaði hann, tímabundið, einn sinna konunglegu fyrirlesara. Bækurnar byrjuðu að streyma úr hendi hins unga og fjörmikla mælskumanns, fyrst þrjár um minnisfræði og minnistækni þar sem hann kannaði nýjar leiðir til að öðlast nána þekkingu á raunveruleikanum og síðan gamanleikur, Kertagerðarmaðurinn, þar sem höfundur lýsir á líflegan hátt aldarhætti í Napólí. Leikritið er ádeila á siðferðilega og þjóðfélagslega spillingu tímans.

Vorið 1583 flutti Brúnó til London með bréf upp á vasann frá Hinriki 3. til sendiherra síns, Michel de Castelnau. Hann laðaðist fljótt að Oxford þar sem hann um sumarið byrjaði að halda fyrirlestra um hinar nýju, róttæku kenningar hins pólska Kópernikusar um afstæða hreyfingu jarðarinnar: að jörðin gengi á braut umhverfis sólu. En fræðimenn í Oxford tóku hinum frakka Ítala ekki sérlega vel og sneri hann við svo búið aftur til London og dvaldist þar í boði sendiherrans. Hann varð handgenginn mönnum í hirð Elísabetar 1. og öðrum áhrifamönnum, ekki síst Sir Philip Sidney og Robert Dudley, jarli.

Í febrúar 1584 var Brúnó boðið af Fulke Greville, sem var félagi í menntamannahópi Sidneys, að heimsækja Oxford á ný til að ræða nánar hina nýju kenningu Kópernikusar. Umræðurnar enduðu í rifrildi og uppnámi. Nokkrum dögum síðar hóf Brúnó að semja sínar svonefndu Ítölsku umræður og hamaðist hann þar til komin voru sex rit, sem innihalda fyrstu kerfisbundnu lýsingu á heimspeki hans. Þrjú ritanna fjalla um heimsfræði, en hin þrjú um siðfræðileg efni.

Minnisvarði um Brúnó á Blómatorginu (Campo di Fiori) í Róm þar sem hann var líflátinn árið 1600.

Árið 1585 sneri Brúnó aftur til Parísar, orðinn 37 ára. Í París var öldin önnur, Hinrik 3. var á brott og aðrir ráðamenn sem höfðu kunnað að meta ferska vinda nýrra hugmynda. En hinn hugmyndaríki og djarfi Ítali kunni ekki fótum sínum forráð, lenti í deilum við stærðfræðinginn Fabrizio Mordente sem var innundir hjá kaþólikkum og skopaðist að skoðunum hans í hvorki meira né minna en fjórum pésum. Til þess að bæta gráu ofan á svart gaf hann út rit í 20 greinum þar sem hann ræðst gegn útlistunum fræðimannanna á Aristótelesi og öðrum ríkjandi skoðunum. Brúnó var útlægur gerr frá París og lagði leið sína til Þýskalands.

Í Þýskalandi flakkaði hann milli háskóla, flutti fyrirlestra og gaf út fjölmörg smárit, þar á meðal var eitt sem inniheldur 160 greinar gegn stærðfræðingum og heimspekingum þar sem hann boðar réttmæti þess að ólík trúarbrögð uni sér samtímis í sátt og samlyndi. Gagnkvæmur skilningur og umræður muni stuðla að góðu samkomulagi. Hann misbauð nú lútherstrúarmönnum í Helmstedt og var rekinn úr samfélagi þeirra í janúar 1589. Honum dvaldist í Helmstedt fram á vor, lauk við rit um náttúrufræðilega og stærðfræðilega dulspeki og vann að þremur ljóðum á latínu. Þar lýsti hann í ljóðum kenningum sínum sem hann hafði fjallað um í Ítölsku ritunum. Ennfremur lagði hann drög að hugmynd sinni um gerð efnisheimsins, kenningu sinni um minnstu, órjúfanlegu agnir, atóm.

Árið 1590 hélt Brúnó til Frankfurt til þess að gefa út rit um þessa hugmynd sína, en þingið þar hafnaði umsókn hans um að fá að dveljast í borginni. Hann fékk þá inni í Karmelítaklaustri í grenndinni og flutti fyrirlestra yfir læknum og menntamönnum mótmælenda. Hann fékk þar orð fyrir að vera „fjölfræðingur, gersneyddur trú og upptekinn öllum stundum við skriftir og árangurslaust ímyndunarflökt kringum nýjungar“.

Í ágúst 1591 réðust óvænt örlög Gíordanós Brúnó. Illu heilli þáði hann boð frá Giovanni Mocenigo, aðalsmanni í Feneyjum, að flytja til Feneyja til að gerast kennari hans. Sagnfræðingar hafa bent á tvennt sem telja má Brúnó til málsbóta er hann hættir á að flytja heim til Ítalíu. Feneyjar voru frjálslyndasti hluti Ítalíu og spenna í Evrópu hafði um stundarsakir minnkað við lát Sixtusar 5. páfa. Einnig mun hafa freistað Brúnó laus kennarastóll í stærðfræði í Padúa, sem hyggilegt væri að búa sig undir að sækja um með því að flytja til Ítalíu. Staðan kom í hlut Galíleó og Brúnó hóf kennslu hjá Mocenigo í Feneyjum og tók þar þátt í rökræðum, meðal annars um heimspekilegar rannsóknir án guðfræðilegra afleiðinga.

En nú gerist fátt með þeim aðalsmanninum og kennara hans. Sá fyrrnefndi varð fyrir vonbrigðum með einkakennslu heimspekingsins í minnisfræðum og jafnframt móðgaðist hann er Brúnó huggðist snúa til Frankfurt vegna útgáfu rits. Mocenigo gerði sér lítið fyrir og kærði Brúnó til Rannsóknarréttar Feneyja fyrir villutrúarkenningar. Frammi fyrir réttinum varði Brúnó sig fimlega, játaði á sig lítils háttar glæfraskap en útskýrir skoðanir sínar og heimspekileg skrif fyrir réttinum. Brúnó virtist ætla að sleppa úr þessum skylmingum eins og fyrri daginn, þegar boð barst frá sjálfum páfanum í Róm, Klemensi 8. Rannsóknarrétturinn í Róm vantreysti bersýnilega réttinum í Feneyjum að eiga við guðlastarann og heimtaði hann til sín.

Brúnó kemur fyrir Rannsóknarréttinn í Róm. Bronsmynd eftir Ettore Ferrari (1845-1929).

Á 45. aldursári glataði Gíordanó Brúnó frelsi sínu fyrir fullt og allt og engin frekari rit komu frá hendi hins afkastamikla rithöfundar og hugsuðar. Það er talið að Brúnó hafi í rauninni haft í hyggju að snurfusa æði margt af þeim straumi rita sem hann gaf út meðan lá á að láta til sín heyra og taka þátt í umræðum líðandi stundar. Hann var tiltölulega ungur þegar kaþólsku kirkjunni tókst að kefla hann og koma í veg fyrir að honum auðnaðist að ganga frá viðameiri og skipulegri bókum, sem ef til vill hefðu fengið viðurkenningu sem andans afrek menningarsögunnar.

Þrátt fyrir endasleppt ævistarf þessa píslarvotts sannleiksleitar var ekki allt unnið fyrir gýg. Ýmsir heimspekingar næstu alda urðu fyrir gagngerum áhrifum af hugmyndum Brúnó og héldu áfram á þeim brautum sem hann hafði vísað á. Eru frægastir þeir Spinoza og Leibniz. Spinoza vann úr hugmyndum sem nefndar hafa verið algyðistrú, kenningu um guð sem er allt í öllu og gegnsýrir alla tilveru. Leibniz vann úr hugmyndum Brúnó um smæstu eindir, atóm, sem allir hlutir séu gerðir úr. En Brúnó hafði í þessum efnum tekið upp þráðinn þar sem frá hafði verið horfið hjá Grikkjum að fornu.

Hinn 27. janúar 1593 var Gíordanó Brúnó stungið í svartholið í Páfagarði. Þar mátti hann dúsa í sjö ár, margsinnis yfirheyrður. Þótt flest sé á huldu um veru hans hjá Klemensi páfa, vita menn að hann varði sig og skoðanir sínar, en lét sig ekki þótt honum væri hótað grimmilegum dauða. Þann 8. febrúar árið 1600 var dauðadómurinn lesinn upp. Við dómara sína sagði hann: „Ef til vill er ótti yðar við að kveða upp þennan dóm meiri en minn ótti við að hljóta dóminn". Hinn 17. febrúar árið 1600 var dóminum fullnægt. Brúnó var færður á bálköst á Campo di Fiori, Blómatorginu, hálfnakinn með tungu í hafti, og brenndur lifandi. Hann var þá 52 ára.

Aðrar bækur um og eftir Gíordanó Brúnó:
  • Brúnó, Gíordanó 1998. Cause, Principle and Unity and Essays on Magic. Cambridge University Press, Cambridge, England.
  • Kirchhoff, Jochen 1980. Gíordanó Brúnó. Rowohlt Taschenbuch Verlag, Hamborg.
  • Yates, Frances A. 1979. Gíordanó Brúnó and the Hermetic Tradition. The University of Chicago Press, Chicago og London.
  • Sjá einnig til fróðleiks: SETI (The Search for Extraterrestrial Intelligence)League Girodano Brúnó Memorial Award, 1996-2013

Myndir:


Þetta svar er lítið stytt grein eftir Þór Jakobsson í ritinu „Líf um víðan stjörnugeim – Gíordanó Brúnó og nútímavísindi“, Háskólaútgáfan 2002. Ritstjóri: Þór Jakobsson.

Einnig haft til hliðsjónar: Giovanni Aquilecchia. Giordano Bruno (Italian philosopher) - Encyclopedia Britannica.

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

5.11.2014

Spyrjandi

Kristjana Sigurðardóttir

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2014, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12399.

Þór Jakobsson. (2014, 5. nóvember). Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12399

Þór Jakobsson. „Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2014. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12399>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?
Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. Hann heillaðist af fyrirlestrum C.V. de Colle sem kenndi útlistanir Averroes, múslímsks heimspekings, á ritum Aristótelesar og einnig af bókum um minnislist, minnistækni, en þau fræði voru þá í hávegum höfð og beitt meðal annars í ræðulist og rökræðum. Árið 1565, þegar Brúnó var 17 ára, var hann tekinn í dómíníkanaregluna í Napólí og tók þá upp nafnið Gíordanó. Ekki leið á löngu þar til piltur þótti hafa helst til sjálfstæðar skoðanir og var jafnvel grunaður um villutrú. Engu að síður var Brúnó vígður prestur árið 1572, 24 ára gamall. Brúnó hélt síðan áfram námi í guðfræði og lauk tilskildum námskeiðum í framhaldsnámi sínu. En er leið á námið fóru æ meira í taugarnar á honum guðfræðilegar umræður um aukaatriði að honum fannst, smásmugulegar og andlausar.

Ekki bætti úr skák að hann hafði stolist til að lesa tvær bannaðar bækur Erasmusar. Var þar meðal annars fjallað um yfirlýsta trúvillukenningu sem afneitaði guðdómi Krists. Þetta komst upp og eitthvað hefur ungi maðurinn þótt grunsamlegur því hafinn var undirbúningur að trúvilluréttarhöldum. Brúnó flúði til Rómar í febrúar 1576. Hann lenti þar fljótt í útistöðum við kirkjuvöld og var undirbúin útskúfun. Sá Brúnó sitt óvænna og flúði strax um vorið til Norður-Ítalíu. Um þær mundir sagði hann skilið við dómíníkanaregluna.

Gíordanó Brúnó (1548-1600).

Árið 1578, þá þrítugur að aldri, yfirgaf Brúnó heimaland sitt Ítalíu. Það hafði gengið á ýmsu hjá honum síðustu árin, en næstu 13 árin í ævi hans urðu ekki síður viðburðarík. Skarpar gáfur, óslökkvandi fróðleiksfýsn, hugdirfska, baráttugleði, sannleiksást og rökfimi komu honum oft í vandræði. Hann fór stað úr stað og naut sjaldan næðis til langframa en varð engu að síður ótrúlega mikilvirkur á ritvellinum.

Brúnó settist fyrst að í Genf þar sem hann vann fyrir sér með yfirlestri fyrir bókaútgáfu, eins konar prófarkalestri. Hann kynnist þar kenningum kalvínista og gekk þeim á hönd en fór óvarlega með því að gagnrýna í dálitlu riti tæpitungulaust kalvínskan prófessor. Hann komst að því dýrkeyptu. Það kom á daginn að það voru fleiri en kaþólskir menn sem þoldu illa skoðanir annarra, mótmælendur reyndust engu skárri. Brúnó var handsamaður, fyrst útskúfað úr kalvínsku kirkjunni, en síðan að vísu fyrirgefið með því að hann sá að sér og át ofan í sig „sleggjudómana". Hann fékk að yfirgefa hina kalvínsku Genf og fór til Frakklands. Í Toulouse reyndi hann árangurslaust að fá uppreist æru hjá kaþólsku kirkjunni. Þótt það tækist ekki var hann þar skipaður fyrirlesari í heimspeki og skömmu síðar, árið 1581, flutti hann til Parísar þar sem hann naut sín um tíma við skriftir og kennslu.

Í París ríkti frjálslyndi og leitandi hugsun í menningarlífi. Þrátt fyrir almenna togstreitu kaþólskra manna og franskra mótmælenda á þessum tímum réð við hirð Hinriks 3. frjálslyndur armur hófsamra kaþólikka sem voru stuðningsmenn Hinriks af Bourbon, mótmælendakonungs af Navarre.

Brúnó kunni vel við sig í þessu andrúmslofti, trúarskoðanir hans féllu vel að þeim skoðunum sem hann kynntist í París. Hann hlaut vernd Frakklandskonungs sem skipaði hann, tímabundið, einn sinna konunglegu fyrirlesara. Bækurnar byrjuðu að streyma úr hendi hins unga og fjörmikla mælskumanns, fyrst þrjár um minnisfræði og minnistækni þar sem hann kannaði nýjar leiðir til að öðlast nána þekkingu á raunveruleikanum og síðan gamanleikur, Kertagerðarmaðurinn, þar sem höfundur lýsir á líflegan hátt aldarhætti í Napólí. Leikritið er ádeila á siðferðilega og þjóðfélagslega spillingu tímans.

Vorið 1583 flutti Brúnó til London með bréf upp á vasann frá Hinriki 3. til sendiherra síns, Michel de Castelnau. Hann laðaðist fljótt að Oxford þar sem hann um sumarið byrjaði að halda fyrirlestra um hinar nýju, róttæku kenningar hins pólska Kópernikusar um afstæða hreyfingu jarðarinnar: að jörðin gengi á braut umhverfis sólu. En fræðimenn í Oxford tóku hinum frakka Ítala ekki sérlega vel og sneri hann við svo búið aftur til London og dvaldist þar í boði sendiherrans. Hann varð handgenginn mönnum í hirð Elísabetar 1. og öðrum áhrifamönnum, ekki síst Sir Philip Sidney og Robert Dudley, jarli.

Í febrúar 1584 var Brúnó boðið af Fulke Greville, sem var félagi í menntamannahópi Sidneys, að heimsækja Oxford á ný til að ræða nánar hina nýju kenningu Kópernikusar. Umræðurnar enduðu í rifrildi og uppnámi. Nokkrum dögum síðar hóf Brúnó að semja sínar svonefndu Ítölsku umræður og hamaðist hann þar til komin voru sex rit, sem innihalda fyrstu kerfisbundnu lýsingu á heimspeki hans. Þrjú ritanna fjalla um heimsfræði, en hin þrjú um siðfræðileg efni.

Minnisvarði um Brúnó á Blómatorginu (Campo di Fiori) í Róm þar sem hann var líflátinn árið 1600.

Árið 1585 sneri Brúnó aftur til Parísar, orðinn 37 ára. Í París var öldin önnur, Hinrik 3. var á brott og aðrir ráðamenn sem höfðu kunnað að meta ferska vinda nýrra hugmynda. En hinn hugmyndaríki og djarfi Ítali kunni ekki fótum sínum forráð, lenti í deilum við stærðfræðinginn Fabrizio Mordente sem var innundir hjá kaþólikkum og skopaðist að skoðunum hans í hvorki meira né minna en fjórum pésum. Til þess að bæta gráu ofan á svart gaf hann út rit í 20 greinum þar sem hann ræðst gegn útlistunum fræðimannanna á Aristótelesi og öðrum ríkjandi skoðunum. Brúnó var útlægur gerr frá París og lagði leið sína til Þýskalands.

Í Þýskalandi flakkaði hann milli háskóla, flutti fyrirlestra og gaf út fjölmörg smárit, þar á meðal var eitt sem inniheldur 160 greinar gegn stærðfræðingum og heimspekingum þar sem hann boðar réttmæti þess að ólík trúarbrögð uni sér samtímis í sátt og samlyndi. Gagnkvæmur skilningur og umræður muni stuðla að góðu samkomulagi. Hann misbauð nú lútherstrúarmönnum í Helmstedt og var rekinn úr samfélagi þeirra í janúar 1589. Honum dvaldist í Helmstedt fram á vor, lauk við rit um náttúrufræðilega og stærðfræðilega dulspeki og vann að þremur ljóðum á latínu. Þar lýsti hann í ljóðum kenningum sínum sem hann hafði fjallað um í Ítölsku ritunum. Ennfremur lagði hann drög að hugmynd sinni um gerð efnisheimsins, kenningu sinni um minnstu, órjúfanlegu agnir, atóm.

Árið 1590 hélt Brúnó til Frankfurt til þess að gefa út rit um þessa hugmynd sína, en þingið þar hafnaði umsókn hans um að fá að dveljast í borginni. Hann fékk þá inni í Karmelítaklaustri í grenndinni og flutti fyrirlestra yfir læknum og menntamönnum mótmælenda. Hann fékk þar orð fyrir að vera „fjölfræðingur, gersneyddur trú og upptekinn öllum stundum við skriftir og árangurslaust ímyndunarflökt kringum nýjungar“.

Í ágúst 1591 réðust óvænt örlög Gíordanós Brúnó. Illu heilli þáði hann boð frá Giovanni Mocenigo, aðalsmanni í Feneyjum, að flytja til Feneyja til að gerast kennari hans. Sagnfræðingar hafa bent á tvennt sem telja má Brúnó til málsbóta er hann hættir á að flytja heim til Ítalíu. Feneyjar voru frjálslyndasti hluti Ítalíu og spenna í Evrópu hafði um stundarsakir minnkað við lát Sixtusar 5. páfa. Einnig mun hafa freistað Brúnó laus kennarastóll í stærðfræði í Padúa, sem hyggilegt væri að búa sig undir að sækja um með því að flytja til Ítalíu. Staðan kom í hlut Galíleó og Brúnó hóf kennslu hjá Mocenigo í Feneyjum og tók þar þátt í rökræðum, meðal annars um heimspekilegar rannsóknir án guðfræðilegra afleiðinga.

En nú gerist fátt með þeim aðalsmanninum og kennara hans. Sá fyrrnefndi varð fyrir vonbrigðum með einkakennslu heimspekingsins í minnisfræðum og jafnframt móðgaðist hann er Brúnó huggðist snúa til Frankfurt vegna útgáfu rits. Mocenigo gerði sér lítið fyrir og kærði Brúnó til Rannsóknarréttar Feneyja fyrir villutrúarkenningar. Frammi fyrir réttinum varði Brúnó sig fimlega, játaði á sig lítils háttar glæfraskap en útskýrir skoðanir sínar og heimspekileg skrif fyrir réttinum. Brúnó virtist ætla að sleppa úr þessum skylmingum eins og fyrri daginn, þegar boð barst frá sjálfum páfanum í Róm, Klemensi 8. Rannsóknarrétturinn í Róm vantreysti bersýnilega réttinum í Feneyjum að eiga við guðlastarann og heimtaði hann til sín.

Brúnó kemur fyrir Rannsóknarréttinn í Róm. Bronsmynd eftir Ettore Ferrari (1845-1929).

Á 45. aldursári glataði Gíordanó Brúnó frelsi sínu fyrir fullt og allt og engin frekari rit komu frá hendi hins afkastamikla rithöfundar og hugsuðar. Það er talið að Brúnó hafi í rauninni haft í hyggju að snurfusa æði margt af þeim straumi rita sem hann gaf út meðan lá á að láta til sín heyra og taka þátt í umræðum líðandi stundar. Hann var tiltölulega ungur þegar kaþólsku kirkjunni tókst að kefla hann og koma í veg fyrir að honum auðnaðist að ganga frá viðameiri og skipulegri bókum, sem ef til vill hefðu fengið viðurkenningu sem andans afrek menningarsögunnar.

Þrátt fyrir endasleppt ævistarf þessa píslarvotts sannleiksleitar var ekki allt unnið fyrir gýg. Ýmsir heimspekingar næstu alda urðu fyrir gagngerum áhrifum af hugmyndum Brúnó og héldu áfram á þeim brautum sem hann hafði vísað á. Eru frægastir þeir Spinoza og Leibniz. Spinoza vann úr hugmyndum sem nefndar hafa verið algyðistrú, kenningu um guð sem er allt í öllu og gegnsýrir alla tilveru. Leibniz vann úr hugmyndum Brúnó um smæstu eindir, atóm, sem allir hlutir séu gerðir úr. En Brúnó hafði í þessum efnum tekið upp þráðinn þar sem frá hafði verið horfið hjá Grikkjum að fornu.

Hinn 27. janúar 1593 var Gíordanó Brúnó stungið í svartholið í Páfagarði. Þar mátti hann dúsa í sjö ár, margsinnis yfirheyrður. Þótt flest sé á huldu um veru hans hjá Klemensi páfa, vita menn að hann varði sig og skoðanir sínar, en lét sig ekki þótt honum væri hótað grimmilegum dauða. Þann 8. febrúar árið 1600 var dauðadómurinn lesinn upp. Við dómara sína sagði hann: „Ef til vill er ótti yðar við að kveða upp þennan dóm meiri en minn ótti við að hljóta dóminn". Hinn 17. febrúar árið 1600 var dóminum fullnægt. Brúnó var færður á bálköst á Campo di Fiori, Blómatorginu, hálfnakinn með tungu í hafti, og brenndur lifandi. Hann var þá 52 ára.

Aðrar bækur um og eftir Gíordanó Brúnó:
  • Brúnó, Gíordanó 1998. Cause, Principle and Unity and Essays on Magic. Cambridge University Press, Cambridge, England.
  • Kirchhoff, Jochen 1980. Gíordanó Brúnó. Rowohlt Taschenbuch Verlag, Hamborg.
  • Yates, Frances A. 1979. Gíordanó Brúnó and the Hermetic Tradition. The University of Chicago Press, Chicago og London.
  • Sjá einnig til fróðleiks: SETI (The Search for Extraterrestrial Intelligence)League Girodano Brúnó Memorial Award, 1996-2013

Myndir:


Þetta svar er lítið stytt grein eftir Þór Jakobsson í ritinu „Líf um víðan stjörnugeim – Gíordanó Brúnó og nútímavísindi“, Háskólaútgáfan 2002. Ritstjóri: Þór Jakobsson.

Einnig haft til hliðsjónar: Giovanni Aquilecchia. Giordano Bruno (Italian philosopher) - Encyclopedia Britannica.

...