Formleg rökfræði Aristótelesar fjallar um tengsl setninga eða fullyrðinga. Það sem fyrir honum vakti var að gera grein fyrir því hvenær eina fullyrðingu leiði af öðrum. Tökum sem dæmi fullyrðingarnar:
Allir kettir eru spendýrAf þessum tveimur fullyrðingum leiðir fullyrðinguna
Öll spendýr eru dýr
Allir kettir eru dýrVið köllum fyrri tvær fullyrðingarnar forsendur en þá þriðju niðurstöðu. Saman mynda forsendurnar og niðurstaðan rökhendu. Í rökhendunni að ofan er næsta augljóst að niðurstöðuna leiðir af forsendunum, með öðrum orðum að rökhendan er augljóslega gild. En hvað um þessa rökhendu:
Allir kettir eru húsgögnÍ þessari rökhendu eru forsendurnar ósannar og niðurstaðan raunar líka, en engu að síður leiðir niðurstöðuna af forsendunum.
Öll húsgögn eru sófar
_________________________________
Allir kettir eru sófar
Allir menn eru dauðlegir. (Alhæfandi jákvæð) Enginn maður er dauðlegur. (Alhæfandi neikvæð) Sumir menn eru dauðlegir. (Sumhæfandi jákvæð) Sumir menn eru ekki dauðlegir. (Sumhæfandi neikvæð)Hugum nú að því hvernig Aristóteles fór að því að gera skipulega grein fyrir gildum rökhendum. Rökhendur Aristótelesar hafa tvær forsendur og eina niðurstöðu, en auk þess hafa forsendurnar sameiginlegan lið, miðlið eins og hann kallaði það. Í fyrri rökhendunni að ofan er miðliðurinn "spendýr" en í seinni rökhendunni er hann "húsgögn". Ef við táknum miðliðinn með "M" og hina tvo liðina í rökhendunni ("kettir" og "spendýr" í þeirri fyrri og "kettir" og "sófar" í þeirri síðari) með "A" og "B", þá getum við fellt allar rökhendur í þrjú snið:
I | II | III |
A M | M A | A M |
M B | M B | B M |
_______ | _______ | _______ |
A B | A B | A B |
Guðmundur er maðurEf við látum M=maður, A=Guðmundur, og B=elskar einhvern, þá sjáum við að við getum sett röksemdafærsluna upp í eftirfarandi rökhendu.
Allir menn elska einhvern
_________________________________
Guðmundur elskar einhvern
Allir A eru MNú sjáum við að rökhendan er af sniði I. Verkefnið sem Aristóteles hafði sett sér leysti hann með aðdáunarverðri snilld, raunar svo mikilli snilld að árið 1787, eða um 2000 árum eftir daga Aristótelesar, sagði þýski heimspekingurinn Immanuel Kant þessi orð þegar hann var að leita að traustri leið fyrir heimspekina:
Allir M eru B
____________________
Allir A eru B
Að rökfræðin hafi þegar, frá fyrstu tíð, fundið þessa traustu leið er ljóst af þeirri staðreynd að eftir Aristóteles hefur ekki þurft að endurskoða eitt einasta skref ...Sjálfur var Aristóteles afskaplega hógvær þegar kom að því að leggja dóm á verkið. Á einum stað lætur hann eftirfarandi orð falla um rökfræðina:
Ef ykkur sýnist þessi grein vera í nokkuð góðu ásigkomulagi (miðað við upphaflegar aðstæður) samanborið við aðrar greinar sem hafa þróast um kynslóðir, þá ættuð þið sem hafið hlustað á fyrirlestrana að afsaka yfirsjónir mínar - og vera hjartanlega þakklát fyrir það sem hefur áunnist. (Peri sofistikon elenkhon 183b34)
Undir lok 19. aldarinnar setti þýski stærðfræðingurinn og rökfræðingurinn Gottlob Frege fram nýjar hugmyndir um rökfræði. Það er tvennt í hugmyndum Freges sem ekki á sér samsvörun í kerfi Aristótelesar. Annað er hugmyndin um breytu (e. variable) og það sem ég mun kalla skammtara (e. quantifier) en einnig hefur verið talað um magnara, feldi eða kvantara á íslensku. Hitt atriðið er hugmyndin um sönnun sem byggð er á tilteknum afleiðslureglum. Til að skilja hvernig skammtarar og breytur verka er rétt að líta á einfalt dæmi. Setningin "Einhver elskar einhvern" er ofur hversdagsleg setning. Við getum þýtt hana yfir á mál rökfræðinnar á eftirfarandi hátt:
(Að minnsta kosti eitt x) (Að minnsta kosti eitt y) (x elskar y).Hér er '(Að minnsta kosti eitt x)' og '(Að minnsta kosti eitt y)' skammtarar og 'x' og 'y' eru breytur. En hvað vinnst með því að innleiða skammtara, breytur og ályktunarreglur? Það er kannski fyrst og fremst tvennt sem vinnst. Í fyrra lagi þá er hægt að forðast allskyns margræðni með því að nota mál rökfræðinnar frekar en hversdagsmál, en í seinna lagi þá verða ályktanir frjálslegri. Til að skýra fyrra atriðið getum við aftur tekið sem dæmi setninguna: "Allir elska einhvern". Þessi setning er tvíræð í íslensku en þegar við þýðum hana yfir á mál rökfræðinnar verðum við að gera upp við okkur hvort setninguna skuli skilja á þennan veg:
(Öll x)(Að minnsta kosti eitt y)(x elskar y)þar sem sá sem er elskaður þarf ekki að vera sami maðurinn í öllum tilvikum, eða hvort hana skuli skilja þannig að það sé að minnsta kosti ein manneskja sem sé elskuð af öllum:
(Að minnsta kosti eitt y)(Öll x)(x elskar y)En skoðum þá dæmi um hvernig ályktanir ganga fyrir sig í nútímarökfræði. Hugsum okkur efnafræðing sem þarf að greina ótal sýni sem eru annað hvort kopar eða gull. Hann leggur niður fyrir sér þessa reglu þar sem 'K' stendur fyrir 'kopar' en 'G' fyrir 'gull'
(Allir x)(x er K eða x er G)Hann tekur síðan tiltekið sýni sem hann kallar 'a' en í krafti almennu reglunnar getur hann nú fullyrt:
a er K eða a er GSegjum nú að efnafræðingurinn okkar athugi hvort efnið sé kopar en að niðurstaðan sé neikvæð. Þar með getur hann ályktað
ekki (a er K)Og þar með getur hann ályktað að sýnið er í raun gull, það er, hann ályktar
a er GAllar þessar ályktanir eru næsta augljóslega rökfræðilega gildar, en hvers vegna? Fyrsta ályktunin fellur undir ályktunarreglu með eftirfarandi sniði þar sem 'a' er eitthvert nafn og 'F' er einhver umsögn:
(Öll x)(x er F)Hinar ályktanirnar falla undir aðrar ályktunarreglur en hér verður ekki farið nánar út í þær. Í nútíma rökfræði þurfa forsendurnar ekki endilega að vera tvær eins og hjá Aristótelesi, heldur geta þær verið eins margar og verkast vill. Ályktun getur jafnvel verið gild þó að í henni sé engin forsenda, svo fremi að niðurstaðan sé klifun það er setning sem er nauðsynlega sönn. Forsendurnar þurfa heldur ekki að vera aðrar en niðurstaðan. Látum 'P' og 'Q' vera einhverjar fullyrðingar. Þá eru eftirfarandi röksemdafærslur gildar svo dæmi sé tekið:
_______________________
a er F
P
________ P | P
_____________ Q eða ekki Q |
a er Fþar sem "a" er eitthvert nafn en "F" getur verið hvaða umsögn sem er. Reglurnar eru fleiri en það er rétt að vísa lesandanum á rökfræðibækur ef hann vill kynna sér þær nánar. Með hinni nýju rökfræði varð ekki einungis breyting á rökfræðinni sem slíkri, heldur breyttist hlutverk rökfræðinnar einnig. Nú var hún ekki lengur fyrst og fremst tæki til að auðvelda mönnum glímuna við önnur vandamál, rökfræðin varð að sjálfstæðri fræðigrein, hún lagði nýjan grunn að málspeki og merkingarfræði en einnig varð hún órjúfanlegur hluti af frumspeki, þeirri gömlu grein sem Platon og Aristóteles gerðu að hornsteini fræðilegrar heimspeki. Heimildir, frekara lesefni og myndir:
_____________________________
(Að minnsta kosti eitt x)(x er F)
- Erlendur Jónsson, Frumhugtök rökfræðinnar.
- Peter Geach og Þorsteinn Gylfason, Þrætubókarkorn, Heimspekistofnun 1990.
- Aristóteles, Frumspekin I, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1999.
- W.V. Quine, "Um það sem er", Hemspeki á tuttugustu öld Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson ritstj., Heimskringla 1994.
- Frege: Young frege.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 17.3.2021).
- Aristóteles: Aristotle Altemps Inv8575.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 17.3.2021).
- Aþenuskólinn: "The School of Athens" by Raffaello Sanzio da Urbino.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 17.3.2021).