Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Immanuel Kant?

Ólafur Páll Jónsson

Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars:

Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðburðalítil hið ytra, en því ríkara lífi hefur maður þessi lifað hið innra eins og ráða má af verkum hans.
Heimspekiferli Kants er gjarnan skipt niður í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið nær frá árinu 1747 til ársins 1770; fyrra árið kom fyrsta verk Kants út, Um hið rétta mat á kröftum lífsins en seinna árið gaf Kant út bókina Um form og lögmál hins skynjanlega og hins skiljanlega.

En árið 1770 fékk Kant verk skoska heimspekingsins Davids Hume, Rannsókn á skilningsgáfunni upp í hendurnar. Þar rökstyður Hume meðal annars þá kenningu að einungis sé hægt að öðlast þekkingu á því sem maður hefur reynslu af og þess vegna mætti afskrifa alla frumspeki eins og hún hafði verið stunduð um aldir og eins og Kant hafði sjálfur lagt stund á hana. Kant gat engan veginn fallist á niðurstöðu Humes, en hins vegar gat hann ekki neitað því að Hume færði snjöll rök fyrir kenningu sinni. Það var því úr vöndu að ráða. Kant sagði svo frá að verk Humes hefði vakið hann upp af svefni kreddufestunnar.

Áratuginn eftir að Kant vaknaði af þessum svefni skrifaði hann nánast ekkert, en hugsaði því meira. Þessi áratugur er annað tímabilið í heimspekiferli Kants. Þriðja tímabilið hófst árið 1781 en þá tók Kant til við skriftir á ný og þá með þeim ósköpum að hann skrifaði á nokkrum mánuðum verkið Gagnrýni hreinnar skynsemi og gerðist með því verki örlagavaldur í sögu vestrænnar heimspeki og menningar. Meginviðfangsefni Kants í þessu verki eru takmörk mannlegrar skynsemi og þar með möguleikinn á frumspekilegri þekkingu.

Í kjölfar Gagnrýni hreinnar skynsemi fylgdu tvö önnur stórvirki, Gagnrýni verklegrar skynsemi, sem fjallar um siðfræði, og Gagnrýni dómgreindarinnar, þar sem hann fjallar um tilgang og fegurð. Auk þessara verka skrifaði Kant nokkur smærri verk, meðal annars Frumspeki siðlegrar breytni og Grundvöll að frumspeki siðferðisins.

Segja má að heimsmynd Kants sé af tvennum toga spunnin. Annars vegar er um að ræða trú á möguleika mannsins til að öðlast þekkingu á tilverunni. Hér voru náttúruvísindi Newtons fyrirmyndin. Hins vegar er trú á Guð og algilda siðfræði. Heimspeki Kants er svo öðrum þræði tilraun til að tvinna þessa ólíku þræði saman í heilsteypta mynd. Þetta endurspeglast í eftirfarandi orðum sem tekin eru úr niðurlagi Gagnrýni verklegrar skynsemi í þýðingu Ágústs H. Bjarnasonar:

Tvennt er það, sem hrífur sálina með sífelt nýrri og sívaxandi aðdáun og lotningu, því oftar og því lengur sem hugsunin fjallar um það: hinn alstirndi himin yfir mér og siðalögmálið í brjósti mér.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Immanuel Kant, Frumspeki siðlegrar breytni. Guðmundur Heiðar Frímannsson þýddi, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2003. Í þessari bók er ítarlegur inngangur um ævi og störf Kants.
  • Immanuel Kant, „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“, Anna Þorsteinsdóttir og Elna Katrín Jónsdóttir þýddu, Skírnir, 167 árg., haust 1993.
  • Ágúst H. Bjarnason, Yfirlit yfir sögu mannsandans: 19. öldin, Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, Reykjavík 1906.
  • Gunnar Skirbekk og Nils Gilje, Heimspekisaga, Stefán Hjörleifsson þýddi, Háskólaútgáfan 1999.

Mynd:

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2001

Spyrjandi

Á. Ólafsdóttir

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hver var Immanuel Kant?“ Vísindavefurinn, 31. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1931.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 31. október). Hver var Immanuel Kant? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1931

Ólafur Páll Jónsson. „Hver var Immanuel Kant?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1931>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Immanuel Kant?
Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars:

Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðburðalítil hið ytra, en því ríkara lífi hefur maður þessi lifað hið innra eins og ráða má af verkum hans.
Heimspekiferli Kants er gjarnan skipt niður í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið nær frá árinu 1747 til ársins 1770; fyrra árið kom fyrsta verk Kants út, Um hið rétta mat á kröftum lífsins en seinna árið gaf Kant út bókina Um form og lögmál hins skynjanlega og hins skiljanlega.

En árið 1770 fékk Kant verk skoska heimspekingsins Davids Hume, Rannsókn á skilningsgáfunni upp í hendurnar. Þar rökstyður Hume meðal annars þá kenningu að einungis sé hægt að öðlast þekkingu á því sem maður hefur reynslu af og þess vegna mætti afskrifa alla frumspeki eins og hún hafði verið stunduð um aldir og eins og Kant hafði sjálfur lagt stund á hana. Kant gat engan veginn fallist á niðurstöðu Humes, en hins vegar gat hann ekki neitað því að Hume færði snjöll rök fyrir kenningu sinni. Það var því úr vöndu að ráða. Kant sagði svo frá að verk Humes hefði vakið hann upp af svefni kreddufestunnar.

Áratuginn eftir að Kant vaknaði af þessum svefni skrifaði hann nánast ekkert, en hugsaði því meira. Þessi áratugur er annað tímabilið í heimspekiferli Kants. Þriðja tímabilið hófst árið 1781 en þá tók Kant til við skriftir á ný og þá með þeim ósköpum að hann skrifaði á nokkrum mánuðum verkið Gagnrýni hreinnar skynsemi og gerðist með því verki örlagavaldur í sögu vestrænnar heimspeki og menningar. Meginviðfangsefni Kants í þessu verki eru takmörk mannlegrar skynsemi og þar með möguleikinn á frumspekilegri þekkingu.

Í kjölfar Gagnrýni hreinnar skynsemi fylgdu tvö önnur stórvirki, Gagnrýni verklegrar skynsemi, sem fjallar um siðfræði, og Gagnrýni dómgreindarinnar, þar sem hann fjallar um tilgang og fegurð. Auk þessara verka skrifaði Kant nokkur smærri verk, meðal annars Frumspeki siðlegrar breytni og Grundvöll að frumspeki siðferðisins.

Segja má að heimsmynd Kants sé af tvennum toga spunnin. Annars vegar er um að ræða trú á möguleika mannsins til að öðlast þekkingu á tilverunni. Hér voru náttúruvísindi Newtons fyrirmyndin. Hins vegar er trú á Guð og algilda siðfræði. Heimspeki Kants er svo öðrum þræði tilraun til að tvinna þessa ólíku þræði saman í heilsteypta mynd. Þetta endurspeglast í eftirfarandi orðum sem tekin eru úr niðurlagi Gagnrýni verklegrar skynsemi í þýðingu Ágústs H. Bjarnasonar:

Tvennt er það, sem hrífur sálina með sífelt nýrri og sívaxandi aðdáun og lotningu, því oftar og því lengur sem hugsunin fjallar um það: hinn alstirndi himin yfir mér og siðalögmálið í brjósti mér.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Immanuel Kant, Frumspeki siðlegrar breytni. Guðmundur Heiðar Frímannsson þýddi, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2003. Í þessari bók er ítarlegur inngangur um ævi og störf Kants.
  • Immanuel Kant, „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“, Anna Þorsteinsdóttir og Elna Katrín Jónsdóttir þýddu, Skírnir, 167 árg., haust 1993.
  • Ágúst H. Bjarnason, Yfirlit yfir sögu mannsandans: 19. öldin, Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, Reykjavík 1906.
  • Gunnar Skirbekk og Nils Gilje, Heimspekisaga, Stefán Hjörleifsson þýddi, Háskólaútgáfan 1999.

Mynd:...