Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?

Hjalti Hugason

Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar frá lútherskum kirkjum.

Kalvín hóf störf í heimalandi sínu Frakklandi en varð fljótt að flýja land og starfaði eftir það einkum í Sviss. Breiddist hreyfingin einkum út í Sviss, í ýmsum borgum Frakklands, Niðurlöndum, Skotlandi og síðar Norður–Ameríku.

Eins og lútherskir menn kenna kalvínistar að sanna trúarlega þekkingu sé aðeins að finna í innblásnu orði Guðs í Heilagri ritningu og að endurlausn sé aðeins að fá fyrir trú. Á hinn bóginn greinir útvalningarkenningin kirkjudeildirnar tvær að en meðal kalvínista er trúin á tvöfalda útvalningu Guðs mikilvæg, það er að Guð hafi útvalið suma til frelsunar og aðra til glötunar. Má líta á þetta sem rökrétta afleiðingu af kenningunni um alveldi Guðs og getuleysi hins fallna manns til að vinna að eigin frelsun.

Hvað kvöldmáltíðarskilning varðar eiga lútherskar og kalvínskar kirkjur sammerkt að hafna svokallaðri gjörbreytingarkenningu kaþólsku kirkjunnar sem felst í því að brauð og vín kvöldmáltíðarinnar breytist hvað innri eiginleika áhrærir í líkama og blóð Krists sem sé því raunverulega nálægur við kvöldmáltíðina. Lúther hélt fast við þann skilning að Kristur væri á sérstakan hátt nálægur við hverja kvöldmáltíð — í með og undir brauðinu og víninu. Þetta var meðal annars hægt að skýra með því að eftir upprisuna hafi Kristur öðlast hlautdeild í allsstaðarnálægð guðdómsins.

Kalvín lagði hins vegar áherslu á að hinn upprisni Kristur væri bundinn við einn ákveðinn stað, það er við hægri hönd Guðs á himnum (samanber til dæmis Postullegu trúarjátninguna). Hann var því ekki nálægari játendum sínum við kvöldmáltíð en í annan tíma. Kvöldmáltíðin varð því aðeins minningarmáltíð um síðustu kvöldmáltíð Krists með lærisveinunum.

Þá greinir það kalvínskar kirkjur frá lútherskum að hinir fyrrnefndu einfölduðu helgisiði sína mjög, höfnuðu skrúða prestsins og skreytingum í kirkjurýminu. Var þetta gert vegna þungrar áherslu á að allt líf kirkjunnar ætti að bera vott um þann einfaldleika sem einkenndi kristnina í upphafi sem og bann Ritningarinnar við því að gera sér myndir af Guði.

Á kalvínskum svæðum myndaði andlegt og veraldlegt vald mun nánari einingu en gerðist í lútherskum löndum. Var litið svo á að kirkjan væri ríkinu æðri og sums staðar stofnuð svokölluð theokratí (guðveldi). Framan af var kalvínisminn einkum hreyfing sem skaut rótum í borgum sem nutu víðtækrar sjálfsstjórnar. Fóru þá sömu menn með safnaðarstjórn og borgarstjórn og kirkjuagi og löggæsla héldust mjög í hendur. Annars staðar sættu kalvínistar ofsóknum sem minnihlutahópur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2010

Spyrjandi

Haraldur Sigurðsson, Kristján Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?“ Vísindavefurinn, 19. október 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12319.

Hjalti Hugason. (2010, 19. október). Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12319

Hjalti Hugason. „Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12319>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?
Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar frá lútherskum kirkjum.

Kalvín hóf störf í heimalandi sínu Frakklandi en varð fljótt að flýja land og starfaði eftir það einkum í Sviss. Breiddist hreyfingin einkum út í Sviss, í ýmsum borgum Frakklands, Niðurlöndum, Skotlandi og síðar Norður–Ameríku.

Eins og lútherskir menn kenna kalvínistar að sanna trúarlega þekkingu sé aðeins að finna í innblásnu orði Guðs í Heilagri ritningu og að endurlausn sé aðeins að fá fyrir trú. Á hinn bóginn greinir útvalningarkenningin kirkjudeildirnar tvær að en meðal kalvínista er trúin á tvöfalda útvalningu Guðs mikilvæg, það er að Guð hafi útvalið suma til frelsunar og aðra til glötunar. Má líta á þetta sem rökrétta afleiðingu af kenningunni um alveldi Guðs og getuleysi hins fallna manns til að vinna að eigin frelsun.

Hvað kvöldmáltíðarskilning varðar eiga lútherskar og kalvínskar kirkjur sammerkt að hafna svokallaðri gjörbreytingarkenningu kaþólsku kirkjunnar sem felst í því að brauð og vín kvöldmáltíðarinnar breytist hvað innri eiginleika áhrærir í líkama og blóð Krists sem sé því raunverulega nálægur við kvöldmáltíðina. Lúther hélt fast við þann skilning að Kristur væri á sérstakan hátt nálægur við hverja kvöldmáltíð — í með og undir brauðinu og víninu. Þetta var meðal annars hægt að skýra með því að eftir upprisuna hafi Kristur öðlast hlautdeild í allsstaðarnálægð guðdómsins.

Kalvín lagði hins vegar áherslu á að hinn upprisni Kristur væri bundinn við einn ákveðinn stað, það er við hægri hönd Guðs á himnum (samanber til dæmis Postullegu trúarjátninguna). Hann var því ekki nálægari játendum sínum við kvöldmáltíð en í annan tíma. Kvöldmáltíðin varð því aðeins minningarmáltíð um síðustu kvöldmáltíð Krists með lærisveinunum.

Þá greinir það kalvínskar kirkjur frá lútherskum að hinir fyrrnefndu einfölduðu helgisiði sína mjög, höfnuðu skrúða prestsins og skreytingum í kirkjurýminu. Var þetta gert vegna þungrar áherslu á að allt líf kirkjunnar ætti að bera vott um þann einfaldleika sem einkenndi kristnina í upphafi sem og bann Ritningarinnar við því að gera sér myndir af Guði.

Á kalvínskum svæðum myndaði andlegt og veraldlegt vald mun nánari einingu en gerðist í lútherskum löndum. Var litið svo á að kirkjan væri ríkinu æðri og sums staðar stofnuð svokölluð theokratí (guðveldi). Framan af var kalvínisminn einkum hreyfing sem skaut rótum í borgum sem nutu víðtækrar sjálfsstjórnar. Fóru þá sömu menn með safnaðarstjórn og borgarstjórn og kirkjuagi og löggæsla héldust mjög í hendur. Annars staðar sættu kalvínistar ofsóknum sem minnihlutahópur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...