Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 347 svör fundust
Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...
Hverjir voru helstu guðir Súmera?
Súmerísk menning er frá upphafi sögulegs tíma. Ekki er vitað hvaðan Súmerar eru komnir en þeir mynduðu allnokkur borgríki í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Akkaðarnir sem voru af semitískum stofni náðu tímabundnum yfirráðum á svæðunum 2360-2180 f.Kr. Súmerar komust þá aftur til valda en um 1700 f.Kr. ruddu Amorítar þeim...
Hvaðan kemur nafnið Guttormur?
Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...
Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?
Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...
Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?
Kjarninn í siðaboðskap kristninnar byggir á boðskap Jesú Krists, eins og hann hefur varðveist í guðspjöllum Nýja testamentisins. Þar leggur Kristur áherslu á mikilvægi þess að elska náungann. Í því sem kallað hefur verið tvöfalda kærleiksboðorðið, tengir Kristur saman afstöðu okkar til Guðs og afstöðu okkar til n...
Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...
Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?
Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar. Fra...
Hver var Spinoza og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Baruch Spinoza (1632 – 1677) fæddist árið 1632 í Amsterdam. Hann ólst upp í samfélagi portúgalskra gyðinga sem höfðu flúið trúarlegar ofsóknir rannsóknarréttarins í heimalandi sínu og sest að í Hollandi. Hann missti móður sína sem barn en faðir hans var þekktur verslunarmaður og fjölskylda hans naut mikils álits, ...
Er alveg víst að himnaríki sé til?
Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...
Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?
Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...
Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...
Hver eru meginatriðin í íslamstrú?
Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar. Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir op...
Hvernig var heimsmynd Fornegypta?
Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...
Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?
Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...
Hvað er deus ex machina?
Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sin...