Í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum? segir ennfremur:
Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka sem sérhverjum trúuðum er ætlað að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef ekkert hindrar hann.Þetta eru meginatriðin í íslam. Við bendum þeim sem vilja fræðast meira um íslam að lesa svar Haraldar og að auki svör við eftirfarandi spurningum:
- Hvað er jihad? eftir Magnús Þorkel Bernharðsson
- Hvernig breiddist íslam út? eftir Þóri Jónsson Hraundal
- Hver skrifaði Kóraninn? eftir JGÞ
- Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú? eftir Harald Ólafsson
- The Corn Beltway Boys. Sótt 16.3.2009.