Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð.

Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnabarni keisarans 1911 og þegar Zauditu, dóttir Meneliks keisara, komst til valda 1916 hlaut Tafari titil ríkiserfingja, ras.

Ras Tafari varð konungur Eþíópíu 1928 og keisari 1930 en þá tók hann sér nafnið Haile Selassie. Hann vann að félagslegum og efnahagslegum umbótum í landi sínu, til að mynda með afnámi þrælahalds og tilraunum til nútímavæðingar. Honum tókst þó ekki að sporna gegn vágestum á borð við atvinnuleysi, verðbólgu og hungursneyðir og var steypt af stóli árið 1974.

Á árunum 1904 til 1927 kom mikið út af bókum og greinum á Jamaíku og í Bandaríkjunum þar sem lögð var áhersla á þá kenningu, sem átti sér þó lengri sögu, að blökkumenn væru afkomendur Eþíópíubúanna sem talað er um í Biblíunni. Talað var um að allir blökkumenn yrðu að safnast saman í Afríku, og þá aðallega í Eþíópíu. Þegar svartur messías kæmi til sögunnar fengju blökkumenn loks uppreisn æru eftir aldalanga kúgun. Einn helsti leiðtogi þessarar hreyfingar var Marcus Garvey (sjá þetta svar). Hann sagði fylgismönnum sínum að horfa til Afríku þar sem krýning konungs yrði tákn um betri tíma til handa blökkumönnum.

Krýning Haile Selassie 1930 sem keisara Eþíópíu vakti heimsathygli. Haile Selassie sagðist vera afkomandi Salómons konungs (og þar með af ætt Davíðs) og drottningarinnar af Saba. Nafnið Haile Selassie sem hann tók sér við krýninguna merkir „máttur þrenningarinnar” og hann var einnig kallaður konungur konunganna, lávarður lávarðanna og ljónið af ættkvísl Júda eins og talað er um í Biblíunni, í Opinberun Jóhannesar. Þarna var kominn svartur konungur sem kenndur var við ýmislegt sem vísað er til í Biblíunni um messías. Margir úr hreyfingu Eþíópíusinna töldu því að þarna hefði spádómur Garveys ræst og lausnarinn væri kominn. Líta má á krýningu Haile Selassie sem upphaf rastafaritrúar sem er kennd við fyrri titil hans, Ras Tafari.

Rastafaritrú byggir á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Heimur hvíta mannsins er Babýlon en veldi hans mun á endanum falla og rastafarar munu þá ráða. Afríka er fyrirheitna landið, Síon, og blökkumenn eru hinir réttu Hebrear sem Biblían segir frá.

Rastafarar líta á Haile Selassie sem guðlegan; sem hinn rétta messías. Rétt er þó að geta þess að Haile Selassie deildi ekki þessum hugmyndum með þeim og var sjálfur kristinn. Ekki fara sögur af því nákvæmlega hver viðbrögð hans við rastafaritrú voru eða hvað honum þótti um hana. Einnig hafnaði Marcus Garvey því að Haile Selassie væri messías. Garvey var því ekki rastafaritrúar þrátt fyrir að vera talinn einn af helstu spámönnum hennar.

Um ein milljón manna aðhyllist nú rastafaritrú, aðallega á Jamaíku og í Bandaríkjunum. Hún er til í mismunandi útgáfum og áherslan á að safna öllum blökkumönnum til Afríku hefur minnkað og í staðinn er lögð áhersla á að gera Jamaíku að vænlegra þjóðfélagi fyrir fólk af afrískum uppruna; að „afríkanísera” hana.

Trúræknir rastafarar fylgja ströngum reglum um mataræði sem skal vera grænmetisfæði, laust við öll aukaefni; svokallað Ital-fæði. Þeir forðast kaffi, mjólk, áfengi og gosdrykki. Einnig er talið mikilvægt að klæðast fötum úr náttúrulegum efnum. Notkun á maríjúana gegnir mikilvægu hlutverki. Hjá þeim sem taka trúna alvarlega er maríjúana þó ekki notað til skemmtunar heldur í trúarlegum tilgangi, til dæmis við hugleiðslu. Eitt helsta tákn rastafara er ljónið, sem táknar Haile Selassie, ljónið af Júda. Margir rastafarar safna hári sínu í svokallaða „dreadlocks” sem er hárgreiðsla sem fengin er með því að klippa hvorki né greiða hárið og hefur margfalda táknræna merkingu; meðal annars táknar hún hinar svörtu rætur þeirra og ljónið af Júda.

Í tengslum við rastafaritrú á Jamaíku varð til tónlistarstefnan ska og upp úr henni síðan rock steady og reggae. Reggae-tónlistarmaðurinn Bob Marley (1945-1981) er vísast árangursríkasti boðberi rastafaritrúar til þessa.

Heimildir:

The dictionary of global culture, ritstjórar Kwame Anthony Appiah & Henry Louis Gates Jr. (1996), New York: Knopf.

fræðsluvefur Smithsonian-safnsins.

National Rites of Passage Institute

The Religious Movements Homepage

Britannica.com

Mynd: Haile Selassie, Britannica.com

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

19.6.2001

Spyrjandi

Þorsteinn Thorarensen

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1719.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 19. júní). Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1719

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1719>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?
Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð.

Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnabarni keisarans 1911 og þegar Zauditu, dóttir Meneliks keisara, komst til valda 1916 hlaut Tafari titil ríkiserfingja, ras.

Ras Tafari varð konungur Eþíópíu 1928 og keisari 1930 en þá tók hann sér nafnið Haile Selassie. Hann vann að félagslegum og efnahagslegum umbótum í landi sínu, til að mynda með afnámi þrælahalds og tilraunum til nútímavæðingar. Honum tókst þó ekki að sporna gegn vágestum á borð við atvinnuleysi, verðbólgu og hungursneyðir og var steypt af stóli árið 1974.

Á árunum 1904 til 1927 kom mikið út af bókum og greinum á Jamaíku og í Bandaríkjunum þar sem lögð var áhersla á þá kenningu, sem átti sér þó lengri sögu, að blökkumenn væru afkomendur Eþíópíubúanna sem talað er um í Biblíunni. Talað var um að allir blökkumenn yrðu að safnast saman í Afríku, og þá aðallega í Eþíópíu. Þegar svartur messías kæmi til sögunnar fengju blökkumenn loks uppreisn æru eftir aldalanga kúgun. Einn helsti leiðtogi þessarar hreyfingar var Marcus Garvey (sjá þetta svar). Hann sagði fylgismönnum sínum að horfa til Afríku þar sem krýning konungs yrði tákn um betri tíma til handa blökkumönnum.

Krýning Haile Selassie 1930 sem keisara Eþíópíu vakti heimsathygli. Haile Selassie sagðist vera afkomandi Salómons konungs (og þar með af ætt Davíðs) og drottningarinnar af Saba. Nafnið Haile Selassie sem hann tók sér við krýninguna merkir „máttur þrenningarinnar” og hann var einnig kallaður konungur konunganna, lávarður lávarðanna og ljónið af ættkvísl Júda eins og talað er um í Biblíunni, í Opinberun Jóhannesar. Þarna var kominn svartur konungur sem kenndur var við ýmislegt sem vísað er til í Biblíunni um messías. Margir úr hreyfingu Eþíópíusinna töldu því að þarna hefði spádómur Garveys ræst og lausnarinn væri kominn. Líta má á krýningu Haile Selassie sem upphaf rastafaritrúar sem er kennd við fyrri titil hans, Ras Tafari.

Rastafaritrú byggir á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Heimur hvíta mannsins er Babýlon en veldi hans mun á endanum falla og rastafarar munu þá ráða. Afríka er fyrirheitna landið, Síon, og blökkumenn eru hinir réttu Hebrear sem Biblían segir frá.

Rastafarar líta á Haile Selassie sem guðlegan; sem hinn rétta messías. Rétt er þó að geta þess að Haile Selassie deildi ekki þessum hugmyndum með þeim og var sjálfur kristinn. Ekki fara sögur af því nákvæmlega hver viðbrögð hans við rastafaritrú voru eða hvað honum þótti um hana. Einnig hafnaði Marcus Garvey því að Haile Selassie væri messías. Garvey var því ekki rastafaritrúar þrátt fyrir að vera talinn einn af helstu spámönnum hennar.

Um ein milljón manna aðhyllist nú rastafaritrú, aðallega á Jamaíku og í Bandaríkjunum. Hún er til í mismunandi útgáfum og áherslan á að safna öllum blökkumönnum til Afríku hefur minnkað og í staðinn er lögð áhersla á að gera Jamaíku að vænlegra þjóðfélagi fyrir fólk af afrískum uppruna; að „afríkanísera” hana.

Trúræknir rastafarar fylgja ströngum reglum um mataræði sem skal vera grænmetisfæði, laust við öll aukaefni; svokallað Ital-fæði. Þeir forðast kaffi, mjólk, áfengi og gosdrykki. Einnig er talið mikilvægt að klæðast fötum úr náttúrulegum efnum. Notkun á maríjúana gegnir mikilvægu hlutverki. Hjá þeim sem taka trúna alvarlega er maríjúana þó ekki notað til skemmtunar heldur í trúarlegum tilgangi, til dæmis við hugleiðslu. Eitt helsta tákn rastafara er ljónið, sem táknar Haile Selassie, ljónið af Júda. Margir rastafarar safna hári sínu í svokallaða „dreadlocks” sem er hárgreiðsla sem fengin er með því að klippa hvorki né greiða hárið og hefur margfalda táknræna merkingu; meðal annars táknar hún hinar svörtu rætur þeirra og ljónið af Júda.

Í tengslum við rastafaritrú á Jamaíku varð til tónlistarstefnan ska og upp úr henni síðan rock steady og reggae. Reggae-tónlistarmaðurinn Bob Marley (1945-1981) er vísast árangursríkasti boðberi rastafaritrúar til þessa.

Heimildir:

The dictionary of global culture, ritstjórar Kwame Anthony Appiah & Henry Louis Gates Jr. (1996), New York: Knopf.

fræðsluvefur Smithsonian-safnsins.

National Rites of Passage Institute

The Religious Movements Homepage

Britannica.com

Mynd: Haile Selassie, Britannica.com

...