Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur nafnið Guttormur?

JGÞ

Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum.

Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst á sama Guttorm. Þar stendur í 26. kafla:
Guttormur hét maður, sonur Sigurðar hjartar; hann var móðurbróðir Haralds konungs; hann var fósturfaðir konungs og ráðamaður fyrir landi hans, því að konungur var þá á barns aldri, fyrst er hann kom til ríkis. Guttormur var hertogi fyrir liði Haralds konungs, þá er hann vann land undir sig, og var hann í öllum orustum, þeim er konungur átti, þá er hann gekk til lands í Noregi.
Þessi Guttormur hefur þess vegna ekki verið neinn aukvisi!

Guttormur var notað á Norðurlöndum frá fornu fari. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir þetta um nafnið:
Að baki nafninu Guttormur liggja fornnorrænu karlmannsnöfnin Guðþorm(u)r, Guðorm(u)r, sbr. fornsænsku Guthormber, í forndönsku Guththorm. Þetta eru hugsanlega tvímyndir af sama orðinu, þ.e. Guðþormur, skylt sögninni þyrma "vægja, hlífa, sýna mjúklæti og miskunn", merkir í raun "sá sem Guð þyrmir". Einnig er hugsanlegt að Guðormur sé af öðrum toga, sett saman af Guð- og ormur.
Við getum þess vegna svarað spurningunni hér fyrir ofan með því að segja að Guttormur sé fornt norrænt nafn.

Heimildir:
  • Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni, Nöfn Íslendinga, Mál og menning, Reykjavík, 1991.
  • Egils saga
  • Landnámabók


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Þórhildur Dagbjört Sigurjónsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvaðan kemur nafnið Guttormur?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7147.

JGÞ. (2008, 4. mars). Hvaðan kemur nafnið Guttormur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7147

JGÞ. „Hvaðan kemur nafnið Guttormur?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7147>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið Guttormur?
Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum.

Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst á sama Guttorm. Þar stendur í 26. kafla:
Guttormur hét maður, sonur Sigurðar hjartar; hann var móðurbróðir Haralds konungs; hann var fósturfaðir konungs og ráðamaður fyrir landi hans, því að konungur var þá á barns aldri, fyrst er hann kom til ríkis. Guttormur var hertogi fyrir liði Haralds konungs, þá er hann vann land undir sig, og var hann í öllum orustum, þeim er konungur átti, þá er hann gekk til lands í Noregi.
Þessi Guttormur hefur þess vegna ekki verið neinn aukvisi!

Guttormur var notað á Norðurlöndum frá fornu fari. Í bókinni Nöfn Íslendinga segir þetta um nafnið:
Að baki nafninu Guttormur liggja fornnorrænu karlmannsnöfnin Guðþorm(u)r, Guðorm(u)r, sbr. fornsænsku Guthormber, í forndönsku Guththorm. Þetta eru hugsanlega tvímyndir af sama orðinu, þ.e. Guðþormur, skylt sögninni þyrma "vægja, hlífa, sýna mjúklæti og miskunn", merkir í raun "sá sem Guð þyrmir". Einnig er hugsanlegt að Guðormur sé af öðrum toga, sett saman af Guð- og ormur.
Við getum þess vegna svarað spurningunni hér fyrir ofan með því að segja að Guttormur sé fornt norrænt nafn.

Heimildir:
  • Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni, Nöfn Íslendinga, Mál og menning, Reykjavík, 1991.
  • Egils saga
  • Landnámabók


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....