Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?

Guðmundur Gunnar Garðarsson

Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó.

Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinanna Seifs og Demetru sem var gyðja korns, jarðar og uppskeru. Persefóna fluttist ekki sjálfviljug til undirheima heldur rændi Hades henni og flutti í ríki sitt.



Hades og Persefóna.

Þegar Demetra frétti hvað orðið hafði af dóttur sinni varð hún ævareið. Svo mikil var reiði hennar að stormar geisuðu um alla jörðina, ár þornuðu upp, vötn urðu ísilögð og uppskera brast. Við svo mátti ekki búa og með milligöngu Seifs náðust samningar um að Persefóna væri hluta ársins í undirheimum hjá Hadesi og hluta ársins á jörðinni hjá móður sinni. Sagan segir að þegar Persefóna dvelji hjá Hadesi sé veröldin köld og dimm en þegar hún komi til móður sinnar lifni allt til lífsins á ný.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um gríska goðafræði, til dæmis:

Heimildir og mynd:
  • Hades. Encyclopædia Britannica. Sótt af Encyclopædia Britannica Online í júní 2005, .
  • Gunnar Dal, 2001. Grískar goðsögur sagðar af Gunnari Dal. Reykjavík, Nýja bókafélagið.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

24.6.2005

Spyrjandi

Petra Frantz, f. 1991

Tilvísun

Guðmundur Gunnar Garðarsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5080.

Guðmundur Gunnar Garðarsson. (2005, 24. júní). Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5080

Guðmundur Gunnar Garðarsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?
Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó.

Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinanna Seifs og Demetru sem var gyðja korns, jarðar og uppskeru. Persefóna fluttist ekki sjálfviljug til undirheima heldur rændi Hades henni og flutti í ríki sitt.



Hades og Persefóna.

Þegar Demetra frétti hvað orðið hafði af dóttur sinni varð hún ævareið. Svo mikil var reiði hennar að stormar geisuðu um alla jörðina, ár þornuðu upp, vötn urðu ísilögð og uppskera brast. Við svo mátti ekki búa og með milligöngu Seifs náðust samningar um að Persefóna væri hluta ársins í undirheimum hjá Hadesi og hluta ársins á jörðinni hjá móður sinni. Sagan segir að þegar Persefóna dvelji hjá Hadesi sé veröldin köld og dimm en þegar hún komi til móður sinnar lifni allt til lífsins á ný.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um gríska goðafræði, til dæmis:

Heimildir og mynd:
  • Hades. Encyclopædia Britannica. Sótt af Encyclopædia Britannica Online í júní 2005, .
  • Gunnar Dal, 2001. Grískar goðsögur sagðar af Gunnari Dal. Reykjavík, Nýja bókafélagið.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

...