Sólin Sólin Rís 10:36 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 10:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:36 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 10:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?

Giorgio Baruchello

Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar.

Franski heimspekingurinn Gilles Deleuze beitir tveimur Biblíusögum til að skýra muninn á kaldhæðni og kímni. Samkvæmt Deleuze birtist kímni í sögunni af Abraham sem hlýðir þeirri skipun Guðs að fórna einkasyni sínum Ísaki í því skyni að fá Guð til að skipta um skoðun. Í raun er það ekki sagan af Abraham sem slík sem Deleuze telur bera vott um kímni heldur fremur rökleg uppbygging hennar; í sögunni skapast ákveðin þverstæða þar sem Abraham ætlar sér að hlýða boði Guðs jafnvel þótt Guð vilji í raun ekki að Ísak deyji. Þetta er um margt ólíkt sögunni af Jakobi, syni Ísaks. Í henni glímir Jakob beinlínis við Guð og er jafnoki hans, nokkuð sem lýsir fremur kaldhæðni heldur en kímni.


Heimspekingurinn Deleuze telur að finna megi dæmi um kímni í Biblíusögunni af Abraham sem ætlaði að fórna syni sínum Ísaki. Myndin er eftir Laurent de LaHire (1650).

Kaldhæðni er þó ekki einungis rökfræðilegs eðlis, eða það að geta sett fram andstæðu þess sem andmæla skal; hún er líka sú list að gera það á táknrænan hátt, hvort sem er í máli, myndum eða með öðrum hætti. Af þeim sökum eru menn eins og forngríski heimspekingurinn Sókrates og rithöfundurinn Franz Kafka hafðir í hávegum sem snillingar kaldhæðninnar en ekki til dæmis miðaldaheimspekingurinn Tómas af Aquino eða natúralíski rithöfundurinn Émile Zola. Að minnsta kosti eru fáir sem myndu lesa sér til gamans rit eftir þá tvo síðastnefndu.

Loks má nefna að kaldhæðni hefur einnig verið skilin sem það að beita andstæðu til að setja fram tiltekna hugmynd í stað þess að andmæla henni. Þetta má til dæmis sjá hjá ítalska endurreisnarheimspekingnum Giambattista Vico. Hann leit svo á að kaldhæðni væri fágaðasta aðferð mælskulistarinnar og fremri hinum sígildu aðferðum myndhvarfa, að setja fram hugmynd með samanburðardæmi, og nafnhvarfa, að tákna hugmynd með annarri skyldri hugmynd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

dósent við félagsvísinda- og lagadeild, Háskólanum á Akureyri

Útgáfudagur

17.1.2007

Spyrjandi

Jón Ágústsson

Tilvísun

Giorgio Baruchello. „Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2007, sótt 22. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=6469.

Giorgio Baruchello. (2007, 17. janúar). Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6469

Giorgio Baruchello. „Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2007. Vefsíða. 22. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6469>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?
Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar.

Franski heimspekingurinn Gilles Deleuze beitir tveimur Biblíusögum til að skýra muninn á kaldhæðni og kímni. Samkvæmt Deleuze birtist kímni í sögunni af Abraham sem hlýðir þeirri skipun Guðs að fórna einkasyni sínum Ísaki í því skyni að fá Guð til að skipta um skoðun. Í raun er það ekki sagan af Abraham sem slík sem Deleuze telur bera vott um kímni heldur fremur rökleg uppbygging hennar; í sögunni skapast ákveðin þverstæða þar sem Abraham ætlar sér að hlýða boði Guðs jafnvel þótt Guð vilji í raun ekki að Ísak deyji. Þetta er um margt ólíkt sögunni af Jakobi, syni Ísaks. Í henni glímir Jakob beinlínis við Guð og er jafnoki hans, nokkuð sem lýsir fremur kaldhæðni heldur en kímni.


Heimspekingurinn Deleuze telur að finna megi dæmi um kímni í Biblíusögunni af Abraham sem ætlaði að fórna syni sínum Ísaki. Myndin er eftir Laurent de LaHire (1650).

Kaldhæðni er þó ekki einungis rökfræðilegs eðlis, eða það að geta sett fram andstæðu þess sem andmæla skal; hún er líka sú list að gera það á táknrænan hátt, hvort sem er í máli, myndum eða með öðrum hætti. Af þeim sökum eru menn eins og forngríski heimspekingurinn Sókrates og rithöfundurinn Franz Kafka hafðir í hávegum sem snillingar kaldhæðninnar en ekki til dæmis miðaldaheimspekingurinn Tómas af Aquino eða natúralíski rithöfundurinn Émile Zola. Að minnsta kosti eru fáir sem myndu lesa sér til gamans rit eftir þá tvo síðastnefndu.

Loks má nefna að kaldhæðni hefur einnig verið skilin sem það að beita andstæðu til að setja fram tiltekna hugmynd í stað þess að andmæla henni. Þetta má til dæmis sjá hjá ítalska endurreisnarheimspekingnum Giambattista Vico. Hann leit svo á að kaldhæðni væri fágaðasta aðferð mælskulistarinnar og fremri hinum sígildu aðferðum myndhvarfa, að setja fram hugmynd með samanburðardæmi, og nafnhvarfa, að tákna hugmynd með annarri skyldri hugmynd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...