Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað mál.

Hins vegar er rétt að nefna að spyrjandi fær sjálfsagt ekki alltaf eins einfalt "svar" og hann hugsar sér í fyrstu. Sá sem spyr Eru geimverur til? eða Er Guð til? gerir sér kannski vonir um að fá svar sem er annaðhvort "Já" eða "Nei", en svo einfalt er það ekki með veigamiklar og snúnar spurningar af þessu tagi. Bæði getur verið að við vitum ekki svarið núna en vonumst ef til vill til þess að komast á snoðir um það seinna (samanber geimverurnar), og eins kann að vera misjafnt hvaða merkingu menn leggja í spurninguna (samanber þegar spurt er um Guð).

Við höfum líka fengið spurningar þar sem reynir á rökfræði og mótsagnir eða þverstæður, eins og Er þessi setning ósönn?, eða Hvernig er ekkert á litinn? Við höfum svarað allmörgum spurningum af þessu tagi. Þeim sem hafa gaman af slíkum þrautum er bent á að skoða sig um í heimspekiflokknum hjá okkur.

Síðan hefur slæðst til okkar svolítið af spurningum sem eru utan verksviðs okkar af því að þær tengjast ekki vísindum á nokkurn hátt. Þetta á til dæmis við um margar spurningar um íþróttir og skemmtikrafta. Þessum spurningum vísum við frá með skeyti til spyrjanda, ekki af því að ómögulegt sé að svara þeim, heldur af því að svarið á ekki heima á Vísindavefnum.

Þegar við byrjuðum á Vísindavefnum vissum við ekki fyrirfram hvort við mundum fá spurningar sem alls ekki væri hægt að svara, en í rauninni hefur gengið vonum framar að svara "erfiðum" spurningum. Þó að svörin hafi ekki alltaf verið hrein og bein eins og sumir spyrjendur hafa vænst, þá vonum við að lesendur hafi oftast orðið nokkru fróðari og jafnvel líka haft gaman af lestrinum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.1.2003

Spyrjandi

Jóhanna Ragnarsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3057.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 26. janúar). Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3057

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?
Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað mál.

Hins vegar er rétt að nefna að spyrjandi fær sjálfsagt ekki alltaf eins einfalt "svar" og hann hugsar sér í fyrstu. Sá sem spyr Eru geimverur til? eða Er Guð til? gerir sér kannski vonir um að fá svar sem er annaðhvort "Já" eða "Nei", en svo einfalt er það ekki með veigamiklar og snúnar spurningar af þessu tagi. Bæði getur verið að við vitum ekki svarið núna en vonumst ef til vill til þess að komast á snoðir um það seinna (samanber geimverurnar), og eins kann að vera misjafnt hvaða merkingu menn leggja í spurninguna (samanber þegar spurt er um Guð).

Við höfum líka fengið spurningar þar sem reynir á rökfræði og mótsagnir eða þverstæður, eins og Er þessi setning ósönn?, eða Hvernig er ekkert á litinn? Við höfum svarað allmörgum spurningum af þessu tagi. Þeim sem hafa gaman af slíkum þrautum er bent á að skoða sig um í heimspekiflokknum hjá okkur.

Síðan hefur slæðst til okkar svolítið af spurningum sem eru utan verksviðs okkar af því að þær tengjast ekki vísindum á nokkurn hátt. Þetta á til dæmis við um margar spurningar um íþróttir og skemmtikrafta. Þessum spurningum vísum við frá með skeyti til spyrjanda, ekki af því að ómögulegt sé að svara þeim, heldur af því að svarið á ekki heima á Vísindavefnum.

Þegar við byrjuðum á Vísindavefnum vissum við ekki fyrirfram hvort við mundum fá spurningar sem alls ekki væri hægt að svara, en í rauninni hefur gengið vonum framar að svara "erfiðum" spurningum. Þó að svörin hafi ekki alltaf verið hrein og bein eins og sumir spyrjendur hafa vænst, þá vonum við að lesendur hafi oftast orðið nokkru fróðari og jafnvel líka haft gaman af lestrinum....