Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 51 svör fundust
Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?
Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræð...
Eru geimverur með stóran og grænan haus?
Við þekkjum, að minnsta kosti enn sem komið er, aðeins þær „geimverur“ sem byggja jörðina, það er að segja allar lífverurnar hér á jörðinni. Einungis fáar þeirra eru með stóran og grænan haus. Við getum vissulega vel hugsað okkur að til séu geimverur utan jarðar, það er að segja lifandi verur á reikistjörnu ei...
Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?
Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti. Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru no...
Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu?
Hér er ekki alls kostar auðvelt að sjá hvað spyrjendur eiga við og við ræðum því nokkra kosti. Geimverur í merkingunni lífverur frá öðrum hnöttum hafa ekki komið til jarðar svo að vitað sé með vissu. Geimverur sem okkur er nú þegar kunnugt um eiga því ekki eftir að "fara til" heimsálfunnar Evrópu (e. Europe). ...
Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?
Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars?...
Eru geimverur stórar?
Menn hafa ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það. Einu geimverurnar sem við vitum um í dag erum við sjálf. Eða kannski allt það líf sem er og hefur verið á jörðinni...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...
Er líf á einhverri annarri reikistjörnu en jörðinni?
Á síðustu árum hafa menn fundið reikistjörnur út í geimnum þar sem líf gæti verið. Við eigum rækilegri svör um þetta á Vísindavefnum en nokkur þeirra má lesa hér: Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?Eru geimverur til?...
Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?
Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draug...
Hvernig fara geimverur í sturtu?
Einn af höfundum Vísindavefsins gaukaði að okkur eftirfarandi svari:Skrúfa fyrst frá kalda vatninu, síðan heita vatninu.Þetta er auðvitað stutta svarið en lesendur okkar væru fyrir löngu farnir frá okkur ef við hefðum lagt okkur eftir slíkum svörum. Við erum hins vegar mikið fyrir það að kryfja texta spurninga...
Er vitað um tilvist geimvera?
Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?" hafa menn ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það....
Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?
Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum....
Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?
Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti a...
Eru geimverur til?
Þessu má svara á tvo vegu. 1) Jörðin er í geimnum. Plöntur og dýr, þar á meðal menn, eru lífverur. Þannig má segja að allar lífverur á jörðinni séu geimverur. Ýjað hefur verið að þessu viðhorfi í spurningum á Vísindavefnum. 2) Jarðarbúar hafa ekki fundið sannanir fyrir verum á öðrum plánetum, né hafa menn u...
Hvar er jörðin?
Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólker...