Víða á netinu er að finna síður um fljúgandi furðuhluti og er nóg að slá “UFO” inn í leitarvélar til þess að finna upplýsingar. Þar er meðal annars að finna síðuna *U* Database þar sem sjá má kort (*U* World UFO Sightings Maps) þar sem merktir eru inn þeir staðar þar sem fólk telur sig hafa séð fljúgandi furðuhluti. Vísindamenn taka þó yfirleitt ekki undir þessar sögur um geimverur og fljúgandi furðuhluti og ekki hefur verið staðfest á vísindalegan hátt að líf sé að finna utan jarðarinnar. Hins vegar er langt frá því að vísindamenn útiloki líf á öðrum hnöttum og gera raunar margir ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar; galdurinn er bara að finna það. Um þetta hefur verið fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:
- Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar? eftir Guðmund Eggertsson
- Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið? eftir Sævar Helga Bragason