Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra.

Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Það er því ekki að furða að menn hafa löngum viljað leita að lífi á Mars og hafa hugmyndir manna um það verið með ýmsu móti í tímans rás. En skemmst er frá því að segja að nú á dögum telja flestir vísindamenn ekki útilokað að frumstætt líf sé eða hafi einhvern tímann verið á Mars, en það sem við köllum vitsmunalíf hefur ekki verið þar.

Hægt er að lesa meira um geimverur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.9.2012

Spyrjandi

Hjalti Jón Sverrisson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 21. september 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63029.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2012, 21. september). Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63029

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63029>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra.

Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Það er því ekki að furða að menn hafa löngum viljað leita að lífi á Mars og hafa hugmyndir manna um það verið með ýmsu móti í tímans rás. En skemmst er frá því að segja að nú á dögum telja flestir vísindamenn ekki útilokað að frumstætt líf sé eða hafi einhvern tímann verið á Mars, en það sem við köllum vitsmunalíf hefur ekki verið þar.

Hægt er að lesa meira um geimverur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

...