Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu.Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirnar halló, hæ og sæll þar sem lítið finnst um þær öruggt á prenti. Hæ virðist hafa þekkst sem kveðja þegar á 17. öld en Stefáni Ólafssyni er eignað vísuorðið „Hott, hott og hæ, hér sé Guð í bæ.“ Það kemur einnig fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá svipuðum tíma. Hæ virðist hafa þekkst vel sem upphrópun lengi og er þá stutt í kveðjuna. Um miðja 19. öld safnaði Jón Árnason þjóðsögum og ein þeirra er um Gilitrutt (I:173). Hún er látin þylja á meðan hún slær vef sinn:
Hæ, hæ, og hó, hó. Húsfreyja veit ei, hvað ég heiti; hæ, hæ, og hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hó, hó. Gilitrutt heiti ég, hæ, hæ, og hó, hó.Ef til vill er Gilitrutt bara að láta í ljósi kátínu sína yfir að hafa leikið á húsfreyju að hún hélt en upphrópanirnar lifðu góðu lífi á 19. öld. Ég hef áður skrifað um hæ sem upphrópun fyrir Vísindavefinn og vísa þangað um frekara lesefni.

Halló, hæ og sæll! Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota þessar upphrópanirnar þar sem lítið finnst um þær öruggt á prenti. Á myndinni sjást frú Vigdís Finnbogadóttir og hollenski stjórnmálamaðurinn Jan Schaefer.
eg mun fá honum eitthvað gera,Kvæðið er birt í riti sem Ólafur Davíðsson safnaði til ásamt Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Lýsingarorðið sæll er einnig gamalt í málinu í ýmsum merkingum en hér skipta helst máli merkingarnar ‘blessaður’ og ‘kær.’ Kveðjan heill og sæll er gömul í málinu og þekkist enn. Dæmi úr Íslenskum fornkvæðum frá síðari hluta 17. aldar (V:6) er t.d. *Heil og sæl Äsa mey. Nú er gjarnan sagt „Komdu sæll“ og þegar meira er haft við „Komdu sæll og blessaður.“ Blessaður er bæði haft til að heilsa einhverjum, til dæmis: „Nei, komdu blessaður“, og til þess að kveðja einhvern: „Vertu blessaður“ og „Vertu blessaður og sæll.“ Þá var algengt áður fyrr að segja „Hér sé Guð“ þegar barið var að dyrum og einhver lauk upp og kvatt með orðunum „Guð veri með þér“ eða „Guð blessi þig.“ Báðar síðari kveðjurnar þekkjast enn vel hjá eldra fólki. Á síðustu öld, væntanlega vegna áhrifa hersins, var mjög algengt að kveðja með orðunum ,,bæ, bæ“ sem nú hefur styst hjá flestum í bæ eða jafnvel bæjó. Vafalaust eru fleiri kveðjur á sveimi, oft persónulegar innan hópa, sem sumar munu halda velli en aðrar hverfa eins og gengur. Heimildir:
yfir skipa flytjum þann,
tendra eld og tóbak skera,
taki´ upp flösku´ og segi halló
- Íslenzk fornkvæði I-VII. Útgefandi: Jón Helgason. Kaupmannahöfn 1962–1981).
- Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson. III. Vikivakar og vikivakakvæði bls. 285. Kaupmannahöfn 1894. Íslenzkar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefur Jón Árnason. I. Ný útgáfa. Reykjavík 1954.
- Wikimedia Commons. FinnbogadottirSchaeffer1985. Birt undir leyfinu CC0 1.0. (Sótt 3.1.2020).