Getur orðið „Hæ” verið heil setning (Úr orðflokknum upphrópun)?Hæ er upphrópun sem ein og sér er ekki heil setning. Í ritinu Handbók um málfræði skilgreinir Höskuldur Þráinsson setningu á þessa leið (1995:136):
Setning er orðasamband sem inniheldur eina aðalsögn, og oftast einnig frumlag (eða gervifrumlag eða frumlagsígildi).Í ritinu Setningar (2005:157) er stuttur kafli um upphrópanir. Þar segir:
Ýmislegt af því sem kalla má upphrópanir hefur ekki skýr setningarleg né önnur málfræðileg einkenni. Þetta á t.d. við um ýmiss konar hljóðlíkingar sem menn reyna stundum að tákna á blaði.Af þessum tveimur tilvitnunum má sjá að hæ getur ekki talist heil setning en um það var spurt. Heimildir:
- Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
- Höskuldur Þráinsson o.fl.. 2005. Setningar. Handbók um setningafræði. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- BE067676 | Original Caption: Portrait of a woman holding a m… | Flickr. (Sótt 25.10.2018).