Það er því ljóst, að lausn hverrar sögu verður að felast í henni sjálfri og á ekki, eins og í Medeiu, að þurfa neinnar vélar við né íhlutunar eins og i Ilíonskviðu í brottsiglingaratriðinu. En vélina er ágætt að nota til að skýra það sem er utan leiksins, annaðhvort það sem fer á undan honum og er ekki í mannlegu valdi að vita eða það sem síðar gerist og þarf að boðast og kunngerast, því við eignum guðunum þá gáfu að geta fylgzt með öllu. Í atburðarásinni má ekkert það vera sem er fjarstæðukennt, og ef það er, þá verður það að vera utan leiksins sjálfs, eins og í Oídípúsi Sófóklesar.[1]Þarna mælir Aristóteles sem sagt aðeins með aðferðinni til að skýra eitthvað sem er utan leiksins en ekki til þess að leysa úr atriðum sem eru eiginlegur hluti framvindunnar.

Skýringarmynd af grísku leikhúsi til forna. Ofarlega til hægri sést leiksviðsbúnaður sem gengur undir latneska heitinu deus ex machina. Orðasambandið merkir bókstaflega 'guð úr vélinni' og var eins konar karfa sem hægt var að hala upp og niður.
- ^ Aristóteles, Um skáldskaparlistina (þýð. Kristján Árnason), Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1976, bls. 70.
- The mechanism reconstruction of the Athens theater. (Sótt 3.02.2023).