Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3021 svör fundust
Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?
Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...
Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?
Hér á landi er að finna nokkrar tegundir fífla, má þar nefna fjalldalafífil, hjartafífil, hóffífil, Íslandsfífil, Jakobsfífil, krossfífil, skarifífil og túnfífli (sjá www.floraislands.is). Túnfífill (Taraxacum officinale) er sá fífill sem ef til vill þekktastur og hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum. Hi...
Hvað getið þið sagt mér um M.C. Escher?
Maurits Cornelis Escher (1898 - 1972), betur þekktur sem M.C. Escher, var grafískur listamaður frá Hollandi. Hann er best þekktur fyrir þakningar sínar á tvívíðum flötum og myndir sem nýta sjónskekkjur til að sýna ómögulega hluti. Óendanleikinn, óvenjuleg sjónarhorn og reglulegar þakningar koma oft fyrir í seinni ...
Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?
Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...
Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?
Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til. Um helmingur lands í Kanada er s...
Gætu kjarnorkuver knúin þóríni leyst orkuvanda heimsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er raunhæft að ætla að kjarnorkuver knúin þóríni geti leyst orkuvanda heimsins að einhverju eða miklu leyti? Er mikill geislavirkur úrgangur af slíku ferli? Einnig hefur verið spurt: Af hverju er þórín ekki vinsælla en úran fyrir kjarnorku? Þórín er áhugaverður orkugjafi. Ef fa...
Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?
Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattst...
Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?
Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...
Af hverju eru sum ský hvít en önnur grá?
Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Litir hlutar ráðast af bylgjulengd þess ljóss sem þeir endurkasta, rauðir hlutir endurkasta rauða hlut...
Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?
Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda. Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars veg...
Hvað er reykeitrun og er hún hættuleg?
Innöndun reyks er helsta orsök dauða í kjölfar elds. Skaði af völdum reyks getur bæði verið vegna hita og vegna ertingar eða efnisskaða í öndunarvegi vegna sóts, köfnunar og eitrunar af völdum koleinildis, sem einnig er nefnt kolmonoxíð, og annarra lofttegunda eins og blásýru. Hitaskaði kemur til dæmis fram sem br...
Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?
Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?
Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Atmonia ehf. Helga Dögg hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða. Að loknu doktorsprófi tók hún við ...
Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?
Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims. Sa...
Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?
Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...