Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Jón Már Halldórsson

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir.

Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er lítill. Fullorðin dýr eru 140–180 cm upp á herðakamb og vega á bilinu 800 til 1.400 kg. Höfuðið er tiltölulega lítið miðað við stórvaxinn skrokkinn. Hornin eru tvö, það fremra lengra, að jafnaði 60-70 cm, en aftara hornið er oftast um 40 cm. Lögun snoppunnar er áberandi einkenni svarta nashyrningsins. Efri vörin er með totumyndun sem er greinileg aðlögun að áti á kvistum runna og trjáa. Neðri vörin mjókkar einnig fram en ekki eins mikið og sú efri. Nashyrningar hafa afar slaka sjón en heyrnin er góð og þefskynið mjög næmt.

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) lifir fyrst og fremst í Austur- og Mið-Afríku.

Margar sögur eru til um skapvonsku svarta nashyrningsins og er það ekki að ástæðulausu. Sögur eru af því að hann hafi ráðist á ferðamenn, velt bílum um koll og banað fólki. Rannsóknir hafa sýnt að nashyrningar sem búa á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði. Óvenju árásargjörn dýr eru oft með skotsár og eru því ákaflega vör um sig.

Fyrr á öldum var svarti nashyrningurinn útbreiddur um alla Afríku sunnan Sahara utan regnskóganna. Nú finnst hann fyrst og fremst í Austur- og Mið-Afríku. Hann kann ekki vel við sig á sléttu graslendi en kýs frekar stjaktráasléttur og runnalandslag sem finnst víða í Tansaníu, Kenía og Sambíu. Nashyrningarnir éta aðallega á næturnar og þegar svalast er af degi en hvíla sig yfir heitasta tíma dags í skugga trjáa eða í pollum. Sérstaklega er næturlífernið nú orðið áberandi þar sem þeir verða fyrir auknu álagi vegna veiði manna.

Á 7. áratug síðustu aldar var stofnstærð svarta nashyrningsins 70 þúsund dýr en árið 1995 var heildarstofnstærðin einungis 2.410 dýr. Síðan þá hefur stofninn stækkað nokkuð og árið 2010 var hann 4.880 dýr, þökk sé miklu verndarstarfi.

Fullorðnir nashyrningar eiga sér enga náttúrulega óvini og er það fyrst og fremst ágangur manna sem veldur álagi á stofnana, hvort sem hvíti eða svarti nashyrningurinn á í hlut. Fjöldi nashyrninga sem eru drepnir árlega í Suður-Afríku hefur vaxið mikið undanfarin ár, eins og opinberar tölur frá þarlendum stjórnvöldum sýna. Árið 2008 voru 83 dýr voru felld, 333 árið 2010, 668 dýr voru drepin árið 2012 og 1.215 árið 2014.

Heimildir og mynd:
  • Emslie, R. og Brooks, M. (1999). African Rhino. Status Survey and Conservation Action Plan. IUCN/SSC African Rhino Specialist Group. IUCN, Gland, Switzerland and Cambridge, UK.
  • Foose, Thomas J. og van Strien, Nico (1997). Asian Rhinos – Status Survey and Conservation Action Plan. IUCN, Gland, Switzerland, and Cambridge, UK.
  • Grubb, P. (2005). "Order Perissodactyla". Í Wilson, D. E.; Reeder, D. M. Mammal Species of the World (3. útg.). Johns Hopkins University Press. bls. 634–635.
  • Owen-Smith, Norman (1984). Macdonald, D., ritstj. The Encyclopedia of Mammals. New York: Facts on File. bls. 490–495.
  • Skinner, John D. and Chimimba, Christian T. (2005).The Mammals Of The Southern African Subregion. Cambridge University Press. bls. 527.
  • Mynd af svörtum nashyrningi: Black Rhinoceros, Rhinoceros, Rhino - Free Image on Pixabay - 412667. Höfundur myndar: Ron Porter. (Sótt 7. 10. 2015).

Upprunalega spurninin frá Báru hljóðaði svona:
Getur þú sagt mér allt um afríska nashyrninginn?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.11.2015

Spyrjandi

Bára Viðarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2015, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69600.

Jón Már Halldórsson. (2015, 26. nóvember). Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69600

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2015. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69600>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?
Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir.

Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er lítill. Fullorðin dýr eru 140–180 cm upp á herðakamb og vega á bilinu 800 til 1.400 kg. Höfuðið er tiltölulega lítið miðað við stórvaxinn skrokkinn. Hornin eru tvö, það fremra lengra, að jafnaði 60-70 cm, en aftara hornið er oftast um 40 cm. Lögun snoppunnar er áberandi einkenni svarta nashyrningsins. Efri vörin er með totumyndun sem er greinileg aðlögun að áti á kvistum runna og trjáa. Neðri vörin mjókkar einnig fram en ekki eins mikið og sú efri. Nashyrningar hafa afar slaka sjón en heyrnin er góð og þefskynið mjög næmt.

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) lifir fyrst og fremst í Austur- og Mið-Afríku.

Margar sögur eru til um skapvonsku svarta nashyrningsins og er það ekki að ástæðulausu. Sögur eru af því að hann hafi ráðist á ferðamenn, velt bílum um koll og banað fólki. Rannsóknir hafa sýnt að nashyrningar sem búa á ófriðarsvæðum og svæðum þar sem veiðiþjófar eru sífellt á ferð eru mun árásargjarnari en á svæðum þar sem þeir fá að vera í friði. Óvenju árásargjörn dýr eru oft með skotsár og eru því ákaflega vör um sig.

Fyrr á öldum var svarti nashyrningurinn útbreiddur um alla Afríku sunnan Sahara utan regnskóganna. Nú finnst hann fyrst og fremst í Austur- og Mið-Afríku. Hann kann ekki vel við sig á sléttu graslendi en kýs frekar stjaktráasléttur og runnalandslag sem finnst víða í Tansaníu, Kenía og Sambíu. Nashyrningarnir éta aðallega á næturnar og þegar svalast er af degi en hvíla sig yfir heitasta tíma dags í skugga trjáa eða í pollum. Sérstaklega er næturlífernið nú orðið áberandi þar sem þeir verða fyrir auknu álagi vegna veiði manna.

Á 7. áratug síðustu aldar var stofnstærð svarta nashyrningsins 70 þúsund dýr en árið 1995 var heildarstofnstærðin einungis 2.410 dýr. Síðan þá hefur stofninn stækkað nokkuð og árið 2010 var hann 4.880 dýr, þökk sé miklu verndarstarfi.

Fullorðnir nashyrningar eiga sér enga náttúrulega óvini og er það fyrst og fremst ágangur manna sem veldur álagi á stofnana, hvort sem hvíti eða svarti nashyrningurinn á í hlut. Fjöldi nashyrninga sem eru drepnir árlega í Suður-Afríku hefur vaxið mikið undanfarin ár, eins og opinberar tölur frá þarlendum stjórnvöldum sýna. Árið 2008 voru 83 dýr voru felld, 333 árið 2010, 668 dýr voru drepin árið 2012 og 1.215 árið 2014.

Heimildir og mynd:
  • Emslie, R. og Brooks, M. (1999). African Rhino. Status Survey and Conservation Action Plan. IUCN/SSC African Rhino Specialist Group. IUCN, Gland, Switzerland and Cambridge, UK.
  • Foose, Thomas J. og van Strien, Nico (1997). Asian Rhinos – Status Survey and Conservation Action Plan. IUCN, Gland, Switzerland, and Cambridge, UK.
  • Grubb, P. (2005). "Order Perissodactyla". Í Wilson, D. E.; Reeder, D. M. Mammal Species of the World (3. útg.). Johns Hopkins University Press. bls. 634–635.
  • Owen-Smith, Norman (1984). Macdonald, D., ritstj. The Encyclopedia of Mammals. New York: Facts on File. bls. 490–495.
  • Skinner, John D. and Chimimba, Christian T. (2005).The Mammals Of The Southern African Subregion. Cambridge University Press. bls. 527.
  • Mynd af svörtum nashyrningi: Black Rhinoceros, Rhinoceros, Rhino - Free Image on Pixabay - 412667. Höfundur myndar: Ron Porter. (Sótt 7. 10. 2015).

Upprunalega spurninin frá Báru hljóðaði svona:
Getur þú sagt mér allt um afríska nashyrninginn?

...