Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Atmonia ehf.

Helga Dögg hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða. Að loknu doktorsprófi tók hún við starfi verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við rannsóknir tengdar efnagreiningum og umhverfisvöktun. Helga hefur meðal annars rannsakað dreifingu flúors í umhverfinu frá ýmsum uppsprettum, svo sem eldgosum og álverum, og áhrif þess á lífríkið. Hér má nefna athuganir á rjúpum og uppsöfnun flúors í beinum þeirra í kjölfar eldsumbrota í Holuhrauni, sem og reglulegt eftirlit með umhverfi álveranna á Íslandi.

Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði. Hún hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða.

Undanfarin ár hefur Helga, ásamt vísindamönnum í Háskóla Íslands, unnið að rannsóknarverkefni tengdu umhverfisvænni framleiðslu ammoníaks í áburð. Helga hefur stýrt tilraunavinnu innan verkefnisins og þróað aðferðafræði til prófana á efnahvötum í svokölluðum örhvarfklefum. Verkefnið leitast við að samþætta og hagnýta þekkingu á ýmsum fræðasviðum, þar sem það tengir saman svið efnagreininga, rafefnafræði, skammtafræðilegra líkanareikninga, framleiðslu efnahvata og eðlisfræði yfirborða.

Hluti rannsóknarverkefnisins hefur þróast út í sjálfstætt nýsköpunarfyrirtæki, Atmonia ehf. Fyrirtækið stefnir að því að gera ammoníaksframleiðslu mögulega með rafefnafræðilegum aðferðum og sérhæfðum efnahvötum og bjóða þannig upp á umhverfisvæna og kolefnislausa framleiðslu áburðar sem nýta má staðbundið, jafnvel á hverjum bóndabæ. Stærstur hluti ammoníaks í iðnaði er í dag framleiddur úr jarðgasi í stórum verksmiðjum með hinni svokölluðu Haber-Bosch aðferð.

Helga Dögg er fædd árið 1984. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2003, BS-próf í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og doktorspróf frá sama skóla árið 2011. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði hún áhrif geislunar á erfðaefni og niðurbrotsferli þess.

Mynd:
  • © Þormar Vignir Gunnarsson.

Útgáfudagur

10.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2018, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=75025.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75025

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2018. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75025>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Dögg Flosadóttir rannsakað?
Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Atmonia ehf.

Helga Dögg hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða. Að loknu doktorsprófi tók hún við starfi verkefnastjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands við rannsóknir tengdar efnagreiningum og umhverfisvöktun. Helga hefur meðal annars rannsakað dreifingu flúors í umhverfinu frá ýmsum uppsprettum, svo sem eldgosum og álverum, og áhrif þess á lífríkið. Hér má nefna athuganir á rjúpum og uppsöfnun flúors í beinum þeirra í kjölfar eldsumbrota í Holuhrauni, sem og reglulegt eftirlit með umhverfi álveranna á Íslandi.

Helga Dögg Flosadóttir er doktor í eðlisefnafræði. Hún hefur stundað rannsóknir á sviði efnagreininga, eðlisefnafræði, skammtafræðilegra útreikninga og lífrænna efnasmíða.

Undanfarin ár hefur Helga, ásamt vísindamönnum í Háskóla Íslands, unnið að rannsóknarverkefni tengdu umhverfisvænni framleiðslu ammoníaks í áburð. Helga hefur stýrt tilraunavinnu innan verkefnisins og þróað aðferðafræði til prófana á efnahvötum í svokölluðum örhvarfklefum. Verkefnið leitast við að samþætta og hagnýta þekkingu á ýmsum fræðasviðum, þar sem það tengir saman svið efnagreininga, rafefnafræði, skammtafræðilegra líkanareikninga, framleiðslu efnahvata og eðlisfræði yfirborða.

Hluti rannsóknarverkefnisins hefur þróast út í sjálfstætt nýsköpunarfyrirtæki, Atmonia ehf. Fyrirtækið stefnir að því að gera ammoníaksframleiðslu mögulega með rafefnafræðilegum aðferðum og sérhæfðum efnahvötum og bjóða þannig upp á umhverfisvæna og kolefnislausa framleiðslu áburðar sem nýta má staðbundið, jafnvel á hverjum bóndabæ. Stærstur hluti ammoníaks í iðnaði er í dag framleiddur úr jarðgasi í stórum verksmiðjum með hinni svokölluðu Haber-Bosch aðferð.

Helga Dögg er fædd árið 1984. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2003, BS-próf í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og doktorspróf frá sama skóla árið 2011. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði hún áhrif geislunar á erfðaefni og niðurbrotsferli þess.

Mynd:
  • © Þormar Vignir Gunnarsson.

...