Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis borg verið umhverfis„væn“ í þessum skilningi – með bílamengun sinni og skólpi sem dælt er út í sjó?

Upp úr 1990 var byrjað fyrir alvöru að leita að íslensku orði til að þýða d. miljøvenlig, e. environmentally friendly, sæ. miljövänlig, þ. umweltfreundlich. Smám saman virðist sem orðið umhverfisvænn, og einnig vistvænn, hafi oftast orðið ofan á í fjölmiðlum og annarri umræðu.

Í nýyrðadagbók Íslenskrar málstöðvar má sjá að á sínum tíma komu fram miklu fleiri tillögur en umhverfisvænn. Skráðar tillögur eru: jarðlyndur, náttúrukær, ómengandi, umhollur, umhverfishollur, umhverfishæfur, umhverfisvænn, umhverfisþjáll, umhverfisþýður, visteirinn, vistfelldinn, visthollur, visthæfur, vistkær, vistsæll, visttækur, vistugur, vistvænn, vistþekkur.


Orðið umhverfishæfur getur verið heppilegra en umhverfisvænn eða vistvænn. Á myndinni sést umhverfishæfur bíll.

Einkum hafa fyrri liðirnir umhverfis- og vist- keppt um hylli fólks. Fyrri liðurinn umhverfis- er raunar ef til vill heppilegri en vist- með tilliti til þess að liðurinn vist- er stundum nokkuð bundinn líffræðilega hugtakinu vistkerfi. En umhverfi er í margra vitund víðtækara hugtak en svo.

Síðari liðurinn -vænn virðist njóta mestra vinsælda af þeim sem hér voru taldir upp. Algengast er að eitthvað sé sagt umhverfisvænt eða vistvænt. Liðurinn -vænn virðist til kominn með einhvers konar hliðsjón af d. venlig og samsvarandi orðum í hinum skandinavísku málunum. Þau orð eru aftur á móti þýðingar á e. friendly og þ. freundlich.

Þegar orðið vænn stendur eitt og sér eru algengustu merkingar þess í nútímamáli ‘góður, efnilegur, álitlegur’ en í gömlu máli var merkingin ‘líklegur, sennilegur’. Til eru í íslensku allmörg eldri lýsingarorð sem enda á -vænn og þar virðist liðurinn hafa haft aðra merkingu en nú er farin að tíðkast. Þannig var orðið brimvænn haft um stað þar sem vænta mátti brims, staðvænn merkti ‘endingargóður, líklegur til að endast’, tíðindavænt var notað þegar eitthvað benti til að brátt yrðu stóratburðir. Vænn er í sömu orðafjölskyldu og vænta, von, vona og svo framvegis; staðvænn er til dæmis sá hlutur sem við megum eiga von á að endist.

Á síðustu árum hefur orðum með -vænn fjölgað töluvert í íslensku máli. Talað er um prentvæn skjöl, starfsmannavæn jól og margt fleira. Hin yngri notkun, þar sem -vænn ber algengustu nútímamerkinguna ‘góður, efnilegur, álitlegur’, virðist sem sé víkja frá hefðinni, samanber orð á borð við staðvænn ‘líklegur til að endast’. Vissulega þurfa orð á borð við prentvænn og svo framvegis ekki að vera verri fyrir það og enn síður ef þau hafa aðra kosti sem vega upp á móti. Liðurinn -vænn er til að mynda stuttur og þjáll.

Víkjum þá aftur að íslenskum orðum fyrir e. environmentally friendly. Enda þótt umhverfisvænn og vistvænn séu algengustu orðin í notkun núna er ef til vill full ástæða til að vekja sérstaka athygli á síðari liðnum -hæfur í þessu sambandi. Orðið umhverfishæfur var skráð í nýyrðadagbók Íslenskrar málstöðvar snemma árs 1991 og var raunar samþykkt fræðiorð hjá orðanefnd byggingarverkfræðinga samkvæmt Halldóri Halldórsson árið 1995. Orðið getur lýst því að tiltekin starfsemi hæfi tilteknu umhverfi. Orðið felur ekki í sér nein fyrirheit um að viðkomandi fyrirbæri, hvort sem það er nú til dæmis flugvél eða hreinsilögur, sé „gott“ fyrir umhverfið eða bæti það. Þann skilning mætti aftur á móti leggja í seinni liðinn -vænn. Það þarf ekki endilega að vera rétt lýsing.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

15.1.2010

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55030.

Ari Páll Kristinsson. (2010, 15. janúar). Er rétt að nota orðið umhverfisvænn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55030

Ari Páll Kristinsson. „Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55030>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis borg verið umhverfis„væn“ í þessum skilningi – með bílamengun sinni og skólpi sem dælt er út í sjó?

Upp úr 1990 var byrjað fyrir alvöru að leita að íslensku orði til að þýða d. miljøvenlig, e. environmentally friendly, sæ. miljövänlig, þ. umweltfreundlich. Smám saman virðist sem orðið umhverfisvænn, og einnig vistvænn, hafi oftast orðið ofan á í fjölmiðlum og annarri umræðu.

Í nýyrðadagbók Íslenskrar málstöðvar má sjá að á sínum tíma komu fram miklu fleiri tillögur en umhverfisvænn. Skráðar tillögur eru: jarðlyndur, náttúrukær, ómengandi, umhollur, umhverfishollur, umhverfishæfur, umhverfisvænn, umhverfisþjáll, umhverfisþýður, visteirinn, vistfelldinn, visthollur, visthæfur, vistkær, vistsæll, visttækur, vistugur, vistvænn, vistþekkur.


Orðið umhverfishæfur getur verið heppilegra en umhverfisvænn eða vistvænn. Á myndinni sést umhverfishæfur bíll.

Einkum hafa fyrri liðirnir umhverfis- og vist- keppt um hylli fólks. Fyrri liðurinn umhverfis- er raunar ef til vill heppilegri en vist- með tilliti til þess að liðurinn vist- er stundum nokkuð bundinn líffræðilega hugtakinu vistkerfi. En umhverfi er í margra vitund víðtækara hugtak en svo.

Síðari liðurinn -vænn virðist njóta mestra vinsælda af þeim sem hér voru taldir upp. Algengast er að eitthvað sé sagt umhverfisvænt eða vistvænt. Liðurinn -vænn virðist til kominn með einhvers konar hliðsjón af d. venlig og samsvarandi orðum í hinum skandinavísku málunum. Þau orð eru aftur á móti þýðingar á e. friendly og þ. freundlich.

Þegar orðið vænn stendur eitt og sér eru algengustu merkingar þess í nútímamáli ‘góður, efnilegur, álitlegur’ en í gömlu máli var merkingin ‘líklegur, sennilegur’. Til eru í íslensku allmörg eldri lýsingarorð sem enda á -vænn og þar virðist liðurinn hafa haft aðra merkingu en nú er farin að tíðkast. Þannig var orðið brimvænn haft um stað þar sem vænta mátti brims, staðvænn merkti ‘endingargóður, líklegur til að endast’, tíðindavænt var notað þegar eitthvað benti til að brátt yrðu stóratburðir. Vænn er í sömu orðafjölskyldu og vænta, von, vona og svo framvegis; staðvænn er til dæmis sá hlutur sem við megum eiga von á að endist.

Á síðustu árum hefur orðum með -vænn fjölgað töluvert í íslensku máli. Talað er um prentvæn skjöl, starfsmannavæn jól og margt fleira. Hin yngri notkun, þar sem -vænn ber algengustu nútímamerkinguna ‘góður, efnilegur, álitlegur’, virðist sem sé víkja frá hefðinni, samanber orð á borð við staðvænn ‘líklegur til að endast’. Vissulega þurfa orð á borð við prentvænn og svo framvegis ekki að vera verri fyrir það og enn síður ef þau hafa aðra kosti sem vega upp á móti. Liðurinn -vænn er til að mynda stuttur og þjáll.

Víkjum þá aftur að íslenskum orðum fyrir e. environmentally friendly. Enda þótt umhverfisvænn og vistvænn séu algengustu orðin í notkun núna er ef til vill full ástæða til að vekja sérstaka athygli á síðari liðnum -hæfur í þessu sambandi. Orðið umhverfishæfur var skráð í nýyrðadagbók Íslenskrar málstöðvar snemma árs 1991 og var raunar samþykkt fræðiorð hjá orðanefnd byggingarverkfræðinga samkvæmt Halldóri Halldórsson árið 1995. Orðið getur lýst því að tiltekin starfsemi hæfi tilteknu umhverfi. Orðið felur ekki í sér nein fyrirheit um að viðkomandi fyrirbæri, hvort sem það er nú til dæmis flugvél eða hreinsilögur, sé „gott“ fyrir umhverfið eða bæti það. Þann skilning mætti aftur á móti leggja í seinni liðinn -vænn. Það þarf ekki endilega að vera rétt lýsing.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...