Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er umhverfi?

Ólafur Páll Jónsson



Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við notum orðið í enn afmarkaðri merkingu þegar við segjum að umhverfi fóstursins sé hlýtt og notalegt og eigum þá við legið þar sem það hvílir fram að fæðingu en til dæmis ekki það umhverfi sem móðirin býr í. Við spurningunni “Hvað er umhverfi?” er því ekkert einfalt svar.

En lítum aftur á víðustu merkingu orðsins umhverfi. Það er umhverfi í þessari merkingu sem fólk hefur í huga þegar það talar um umhverfisvernd eða umhverfisslys. Orðið umhverfi í þessu samhengi, er oft lagt að jöfnu við orðið náttúra, og til dæmis ekki gerður neinn greinarmunur á umhverfisvernd og náttúruvernd.

Þegar við sláum saman orðunum umhverfi og náttúra neitum við okkur um greinarmun sem er sjálfsagt og gagnlegt að gera. Páll Skúlason hefur eftirfarandi skilning á orðinu náttúra frá Jónasi Hallgrímssyni:
Náttúran er ... allt í senn: eðli sem býr í öllum sköpuðum hlutum, öflin sem ráða gerð allra hluta, og heildin sem birtir eðli og öfl hinna sköpuðu hluta. Sköpunin er hér ekki verk mannsins heldur náttúrunnar sjálfrar. Náttúran er hið skapandi afl, hinir sköpuðu hlutir og sköpunarverkið í heild sinni.
Páll Skúlason, Umhverfing, bls. 34



Með umhverfi eigum við hins vegar við
afurð af því sköpunarstarfi manna sem fram fer þegar þeir leitast við að breyta náttúrlegum aðstæðum og laga þær eftir þörfum sínum og óskum. Umhverfið er þá hin ytri náttúra umsköpuð af tæknilegu valdi mannsins.
Páll Skúlason, Umhverfing, bls. 35

Eftir að hafa gert þennan greinarmun liggur beinast við að spyrja tveggja spurninga:
  • Hver er staða náttúrunnar gagnvart umhverfinu?
  • Hver er staða mannsins gagnvart náttúrunni?
Samkvæmt ofangreindum skilningi okkar á því hvað umhverfi er, þá hefur umhverfi ekkert sjálfstætt gildi eða verðmæti. Verðmæti umhverfisins er fyrst og fremst bundið gagnsemi þess, rétt eins og verðmæti tiltekins verkfæris er bundið því að það megi nota til að leysa tiltekið verk af hendi. Ef verkfærið nýtist ekki til neinna verka þá hefur það ekkert verðmæti sem slíkt. En náttúrunni er öðruvísi farið. Náttúran er ekki sköpunarverk mannsins og verðmæti hennar er ekki bundið gagnsemi á neinn hátt. Við getum sagt að hún sé verðmæt í sjálfri sér.



En hver er staða okkar mannanna gagnvart náttúrunni? Staða okkar gagnvart náttúrunni virðist í æ ríkari mæli birtast í því að við greinum okkur frá henni. Þessi aðgreining birtist á tvennan hátt. Annars vegar á sér stað hugarfarsbreyting þar sem við drögum æ skýrari mörk milli þess sem er mannlegt og þess sem er náttúrulegt. Þessi hugarfarsbreyting leiðir svo til þess að við aðgreinum okkur frá náttúrunni beinlínis með því að umbreyta henni í umhverfi sem á að verja okkur gegn öflum náttúrunnar og gera líf okkar betra.

Hugarfarsbreytingin, sem er í því fólgin að draga skýr mörk milli hins mannlega og hins náttúrulega, leiðir til þess að jafnvel ósnortin náttúran birtist okkur fyrst og fremst sem efniviður í umhverfi, sem hráefni, virkjanamöguleikar, golfvellir eða hvað annað sem svalar löngunum hugans.

Heimild

Páll Skúlason, Umhverfing, Háskólaútgáfan 1998.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?



Myndir: Listasafnið á Akureyri

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

20.4.2002

Spyrjandi

Hjörtur Sigurðsson, f. 1984

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er umhverfi?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2324.

Ólafur Páll Jónsson. (2002, 20. apríl). Hvað er umhverfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2324

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað er umhverfi?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2324>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er umhverfi?


Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við notum orðið í enn afmarkaðri merkingu þegar við segjum að umhverfi fóstursins sé hlýtt og notalegt og eigum þá við legið þar sem það hvílir fram að fæðingu en til dæmis ekki það umhverfi sem móðirin býr í. Við spurningunni “Hvað er umhverfi?” er því ekkert einfalt svar.

En lítum aftur á víðustu merkingu orðsins umhverfi. Það er umhverfi í þessari merkingu sem fólk hefur í huga þegar það talar um umhverfisvernd eða umhverfisslys. Orðið umhverfi í þessu samhengi, er oft lagt að jöfnu við orðið náttúra, og til dæmis ekki gerður neinn greinarmunur á umhverfisvernd og náttúruvernd.

Þegar við sláum saman orðunum umhverfi og náttúra neitum við okkur um greinarmun sem er sjálfsagt og gagnlegt að gera. Páll Skúlason hefur eftirfarandi skilning á orðinu náttúra frá Jónasi Hallgrímssyni:
Náttúran er ... allt í senn: eðli sem býr í öllum sköpuðum hlutum, öflin sem ráða gerð allra hluta, og heildin sem birtir eðli og öfl hinna sköpuðu hluta. Sköpunin er hér ekki verk mannsins heldur náttúrunnar sjálfrar. Náttúran er hið skapandi afl, hinir sköpuðu hlutir og sköpunarverkið í heild sinni.
Páll Skúlason, Umhverfing, bls. 34



Með umhverfi eigum við hins vegar við
afurð af því sköpunarstarfi manna sem fram fer þegar þeir leitast við að breyta náttúrlegum aðstæðum og laga þær eftir þörfum sínum og óskum. Umhverfið er þá hin ytri náttúra umsköpuð af tæknilegu valdi mannsins.
Páll Skúlason, Umhverfing, bls. 35

Eftir að hafa gert þennan greinarmun liggur beinast við að spyrja tveggja spurninga:
  • Hver er staða náttúrunnar gagnvart umhverfinu?
  • Hver er staða mannsins gagnvart náttúrunni?
Samkvæmt ofangreindum skilningi okkar á því hvað umhverfi er, þá hefur umhverfi ekkert sjálfstætt gildi eða verðmæti. Verðmæti umhverfisins er fyrst og fremst bundið gagnsemi þess, rétt eins og verðmæti tiltekins verkfæris er bundið því að það megi nota til að leysa tiltekið verk af hendi. Ef verkfærið nýtist ekki til neinna verka þá hefur það ekkert verðmæti sem slíkt. En náttúrunni er öðruvísi farið. Náttúran er ekki sköpunarverk mannsins og verðmæti hennar er ekki bundið gagnsemi á neinn hátt. Við getum sagt að hún sé verðmæt í sjálfri sér.



En hver er staða okkar mannanna gagnvart náttúrunni? Staða okkar gagnvart náttúrunni virðist í æ ríkari mæli birtast í því að við greinum okkur frá henni. Þessi aðgreining birtist á tvennan hátt. Annars vegar á sér stað hugarfarsbreyting þar sem við drögum æ skýrari mörk milli þess sem er mannlegt og þess sem er náttúrulegt. Þessi hugarfarsbreyting leiðir svo til þess að við aðgreinum okkur frá náttúrunni beinlínis með því að umbreyta henni í umhverfi sem á að verja okkur gegn öflum náttúrunnar og gera líf okkar betra.

Hugarfarsbreytingin, sem er í því fólgin að draga skýr mörk milli hins mannlega og hins náttúrulega, leiðir til þess að jafnvel ósnortin náttúran birtist okkur fyrst og fremst sem efniviður í umhverfi, sem hráefni, virkjanamöguleikar, golfvellir eða hvað annað sem svalar löngunum hugans.

Heimild

Páll Skúlason, Umhverfing, Háskólaútgáfan 1998.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?



Myndir: Listasafnið á Akureyri...