Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun?

Björn Sigurður Gunnarsson

Í sem stystu máli er munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun grænmetis sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Má segja að vistvænn búskapur sé gæðastýrður hefðbundinn búskapur.

Við lífræna ræktun eru framleiðsluhættir byggðir á alþjóðlegum reglum. Notaður er lífrænn áburður, sáðskipti og lífrænar varnir í stað hefðbundinna lyfja og eiturefna og ennfremur eru ekki notaðar erfðabreyttar lífverur við lífræna ræktun.

Til að heimilt sé að markaðssetja lífrænar afurðir sem slíkar verður faggild vottunarstofa að hafa reglubundið eftirlit með starfseminni og votta hana. Nú er starfandi ein vottunarstofa hérlendis fyrir lífrænar afurðir, Vottunarstofan Tún, sem hefur hlotið faggildingu Löggildingarstofu.

Vottunarmerki Túns er notað við merkingar lífrænna afurða og er merkið trygging neytandans fyrir því að varan sé framleidd samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Þeir sem stunda vistvæna ræktun megar nota tilbúinn áburð, fyrirbyggjandi lyf og varnarefni, innan tiltekinna marka, og er gæðaeftirlit, vottun og vörumerki í umsjá búnaðarsambanda.

Hér á landi eru í gildi reglugerðir um bæði lífræna og vistvæna ræktun og er hægt að nálgast þær á slóðinni www.reglugerd.is:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

10.2.2005

Spyrjandi

Þóra Kristinsdóttir

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4748.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2005, 10. febrúar). Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4748

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4748>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun?
Í sem stystu máli er munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun grænmetis sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Má segja að vistvænn búskapur sé gæðastýrður hefðbundinn búskapur.

Við lífræna ræktun eru framleiðsluhættir byggðir á alþjóðlegum reglum. Notaður er lífrænn áburður, sáðskipti og lífrænar varnir í stað hefðbundinna lyfja og eiturefna og ennfremur eru ekki notaðar erfðabreyttar lífverur við lífræna ræktun.

Til að heimilt sé að markaðssetja lífrænar afurðir sem slíkar verður faggild vottunarstofa að hafa reglubundið eftirlit með starfseminni og votta hana. Nú er starfandi ein vottunarstofa hérlendis fyrir lífrænar afurðir, Vottunarstofan Tún, sem hefur hlotið faggildingu Löggildingarstofu.

Vottunarmerki Túns er notað við merkingar lífrænna afurða og er merkið trygging neytandans fyrir því að varan sé framleidd samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Þeir sem stunda vistvæna ræktun megar nota tilbúinn áburð, fyrirbyggjandi lyf og varnarefni, innan tiltekinna marka, og er gæðaeftirlit, vottun og vörumerki í umsjá búnaðarsambanda.

Hér á landi eru í gildi reglugerðir um bæði lífræna og vistvæna ræktun og er hægt að nálgast þær á slóðinni www.reglugerd.is:

...