Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?

Dagur Snær Sævarsson

Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi.

Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þekkingu innan næringarfræðinnar.

Seinast var RDS-gildunum á Íslandi breytt árið 2013, en þá höfðu eldri gildin verið við lýði í um níu ár. Embætti landlæknis gefur út RDS-gildin og eru þau unnin upp úr norrænum næringarráðleggingum. Skoða má töflu frá landlæknisembætting um ráðlagða dagskammta ýmissa vítamína og steinefna með því að smella hér.

Í 100 g af appelsínum eru 53 mg af C-vítamíni sem eru rúmlega 2/3 af ráðlögðum dagskammti fullorðinna.

Þau gildi sem landlæknisembættið hefur gefið út taka bæði til kyns og aldurs og eru heldur nákvæmari en þau gildi um ráðlagðan dagskammt sem sjást við hlið innihaldslýsinga á matvörum. Það sem lesa má á matvörum er þó sæmileg nálgun fyrir alla aldurshópa, konur jafnt sem karla. Fyrir flesta eru gildin rífleg en þeir sem glíma við sjúkdóma geta þurft á öðrum dagskömmtum að halda og er þeim þá leiðbeint af sérfræðingi.

Mikilvægt er fyrir almenning að vera meðvitaður um næringu og næringarþarfir sínar, sér í lagi nú á tímum þar sem mikið framboð er af orkumiklum en næringarlitlum fæðutegundum. Það er þó ekki þar með sagt að hver og einn ætti að mæla ofan í sig hvert gramm af næringarefnum, heldur þekkja hörguleinkenni og einnig átta sig á hættum ofneyslu vítamína.

Um ofneyslu vítamína má lesa í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum? og um hörgulsjúkdóma í svari hennar við spurningunni Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Á Vísindavefnum eru nokkur svör um fæðu og hollustu hennar, til dæmis:

Einnig má benda á tvo fróðlega vefi, annars vegar íslenskan gagnagrunn um efnainnihald matvæla ÍSGEM og hins vegar Matarvefinn þar sem meðal annars má reikna út orkuinnihald einstakra máltíða og sjá hvernig það samræmist orkuþörf hvers og eins.

Heimildir:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

16.4.2008

Síðast uppfært

5.10.2020

Spyrjandi

Erla Guðbjartsdóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7352.

Dagur Snær Sævarsson. (2008, 16. apríl). Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7352

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7352>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?
Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi.

Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þekkingu innan næringarfræðinnar.

Seinast var RDS-gildunum á Íslandi breytt árið 2013, en þá höfðu eldri gildin verið við lýði í um níu ár. Embætti landlæknis gefur út RDS-gildin og eru þau unnin upp úr norrænum næringarráðleggingum. Skoða má töflu frá landlæknisembætting um ráðlagða dagskammta ýmissa vítamína og steinefna með því að smella hér.

Í 100 g af appelsínum eru 53 mg af C-vítamíni sem eru rúmlega 2/3 af ráðlögðum dagskammti fullorðinna.

Þau gildi sem landlæknisembættið hefur gefið út taka bæði til kyns og aldurs og eru heldur nákvæmari en þau gildi um ráðlagðan dagskammt sem sjást við hlið innihaldslýsinga á matvörum. Það sem lesa má á matvörum er þó sæmileg nálgun fyrir alla aldurshópa, konur jafnt sem karla. Fyrir flesta eru gildin rífleg en þeir sem glíma við sjúkdóma geta þurft á öðrum dagskömmtum að halda og er þeim þá leiðbeint af sérfræðingi.

Mikilvægt er fyrir almenning að vera meðvitaður um næringu og næringarþarfir sínar, sér í lagi nú á tímum þar sem mikið framboð er af orkumiklum en næringarlitlum fæðutegundum. Það er þó ekki þar með sagt að hver og einn ætti að mæla ofan í sig hvert gramm af næringarefnum, heldur þekkja hörguleinkenni og einnig átta sig á hættum ofneyslu vítamína.

Um ofneyslu vítamína má lesa í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum? og um hörgulsjúkdóma í svari hennar við spurningunni Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Á Vísindavefnum eru nokkur svör um fæðu og hollustu hennar, til dæmis:

Einnig má benda á tvo fróðlega vefi, annars vegar íslenskan gagnagrunn um efnainnihald matvæla ÍSGEM og hins vegar Matarvefinn þar sem meðal annars má reikna út orkuinnihald einstakra máltíða og sjá hvernig það samræmist orkuþörf hvers og eins.

Heimildir:

...