Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 976 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?

Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons. Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ...

category-iconLæknisfræði

Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?

Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan ...

category-iconVísindi almennt

Hverju er árið 2017 tileinkað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag, ég var að reyna að finna á Netinu hvað árið 2017 heitir/stendur fyrir (samanber ár barnsins, ár hafsins og svo framvegis) en ég finn það hvergi. Getið þið frætt mig um það. Ég er leikskólakennari og hef stundum haft þemavinnuna í tengslum við árið. Það hefur lengi ...

category-iconHugvísindi

Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?

Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...

category-iconHugvísindi

Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?

Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína. Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans...

category-iconHugvísindi

Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?

Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...

category-iconHugvísindi

Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?

Það er ekki margt vitað með vissu um ætt Maríu meyjar. Í Nýja testamentinu eru engar upplýsingar um hvar eða hvenær María hafi verið fædd né heldur er foreldra hennar getið. Í guðspjöllunum er María ávallt kynnt sem móðir Jesú. María var eiginkona Jósefs. Í fornöld var litið svo á að giftar konur tilheyrðu ætt ...

category-iconNæringarfræði

Eru laktósafríar mjólkurvörur hollari en venjulegar mjólkurvörur?

Stutta svarið er: Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar mjólkurvörur, enda er næringarinnihald beggja tegunda mjög svipað. Laktósafríar mjólkurvörur eru þó ákjósanlegur valkostur fyrir þá sem hafa mjólkursykuróþol. Mjólkurvörur innihalda ýmis orku- og næringarefni. Þar á meðal er mjólkursykur...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp blindraletrið?

Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig myndast föll í tungumálum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi? Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?

Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?

Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?

Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?

Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...

Fleiri niðurstöður