Hann er hvað frægastur fyrir að hefja stiklurnar með orðunum: „Í heimi þar sem ...“ („In a world where ...“). Setninguna skýrði hann út þannig að nauðsynlegt væri að gefa áhorfendum strax til kynna hvað væri á seyði og búa þannig til ákveðna veröld sem þeir skynja. Don LaFontaine var mikils metinn í kvikmyndaheiminum og hafa fjölmargir uppistandarar hermt eftir honum, auk þess sem vísað hefur verið til hans í fjölda þátta og kvikmynda. Í kvikmyndinni The Hitchhiker's Guide to the Galaxy er orðið sögumaður (e. narrator) skýrt þannig:
[sögumaðurinn] beitir venjulega djúpri röddu þannig að hann hljómi sem tveggja metra maður er hefur reykt sígarettur frá unga aldri.*Þessa setningu fer maður að nafni Stephen Fry með en hann hefur getið sér gott orð í sömu grein. Hann er þar augljóslega að vísa til Don LaFontaine. Eitt sinn bauðst Don LaFontaine til að lesa inn á símsvara fólks. Þetta ætlaði hann sér að gera ókeypis svo fremur sem hann hefði tíma. Honum til mikillar undrunar vildu fjölmargir nýta sér þetta og þurfti hann fljótlega að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu vegna tímaskorts. Hann hafði þó sérstaklega gaman af þessu en þannig gat hann sýnt frumleika og prófað nýja hluti. Donald Leroy „Don“ LaFontaine lést 1. september árið 2008, 68 ára að aldri, eftir að hafa fengið blóðtappa (e. blood clot) í lungun. Heimild, mynd og myndband:
- Wikipedia.com - Don LaFontaine
- Youtube.com - Don LaFontaine: The Voice. Sótt 28.7.2010.
* „[...] will normally employ a deep voice that sounds like a seven-foot-tall man who has been smoking cigarettes since childhood.“