Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið?Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann:
‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Halla’.[1]Finna-örnefni, bæði samsett og ósamsett, eru nokkur á Íslandi. Meðal annars koma bæjarheitin Finnastaðir, Finnmörk og Finnsstaðir fyrir í skriflegum heimildum og á landakortum. Sem ósamsett nafn er til dæmis varðan Finna nefnd í örnefnalýsingum fyrir Bessastaði og Skriðuklaustur, Fljótsdalshreppi, Norður-Múlasýslu.[2][3] Einnig má geta þess að tveir mýrarblettir í landi Berustaða, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, heita Stóra- og Litla-Finna.[4] Finnafjarðará á upptök sín í tjörn sem heitir Finnatjörn, í landi Fells í Skeggjastaðahreppi, Norður-Múlasýslu[5]; Finnagil og Finnaskurður koma fyrir í örnefnalýsingu fyrir Ormarslón í Svalbarðshreppi, Norður-Þingeyjarsýslu (skurðurinn er sagður vera í grónum mónum, og gilið „í skurðinum við vesturbrún Fjallgarðsins“[6]; Finnakrókur, Finnadalur og Finnstunga koma fyrir í örnefnalýsingu fyrir Skeggjastaði, Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu[7]; Finnaheiði er nefnd í sambandi við landamerkjalýsingu í fornbréfi frá því um 1500 fyrir Snæfuglsstaði/Snæfoksstaði í Grímsnesi[8]; Finnasund er graslendi í Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu[9]; Finnastapi er tvínefni á skerinu Kaupmannsstapa í Loðmundarfirði.[10]

Finnafjörður og Gunnólfsvíkurfjall.
- Staðarsamheitið finn(e) kk. ‘hvass kantur, spíss, toppur,’;
- Jurtaheitið finn, finna, finnskjegg, finngras ‘finnskegg (nardus stricta)’;
- Samheitið finne hvk. ‘óbyggðir, firn(indi)’;
- Mannsnafnið Finn (fornvesturnorræna Finnr (Fiðr) eða Finni) eða kvennafnið Finna;
- Þjóðflokksheitið finn(e) ‘Finni, (í eldra máli) Lappi, Sami’ eða ‘finnlendar’, þ.e. Finnar sem fluttu til Noregs (Austlandet) frá Finnlandi (um Svíðþjóð) á sautjándu öld’ (2015, bls. 106).
- ^ Sturlubók Landnámu, ÍF I, 288.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Berustaði.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Skriðuklaustur.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Berustaði.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Fell.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Ormarslón.
- ^ Örnefnaskrá fyrir Skeggjastaði.
- ^ Íslenzkt fornbréfasafn, bls. 456-457. Sjá einnig Hallgrímur J. Ámundason, 2013.
- ^ LMÍ örnefnagrunnur.
- ^ LMÍ örnefnagrunnur.
- Ari Gíslason. (1976). Bessastaðir. Nafnið.is
- Ari Gíslason. (1974). Skriðuklaustur. Nafnið.is
- Ari Gíslason, Þórarinn Magnússon, Friðrik Ólafsson. (e.d.). Fell. Nafnið.is
- Hallgrímur J. Ámundason (2013). Snæfoksstaðir . Nafnfræðipistill á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Íslendingabók, Landnámabók, 1968. Ritst. Jakob Benediktsson, Íslenzk fornrit 1. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
- Íslenzkt fornbréfasafn VII. (1903-1907). Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.
- Jónas Illugason. (e.d.). Skeggjastaðir. Nafnið.is
- Kristján Eiríksson. (1973). Omarslón. Nafnið.is
- Landmælingar Íslands örnefnagrunnur
- Óskar Þorsteinsson, Jóhann Þorsteinsson. (e.d.). Berustaðir. Nafnið.is
- Sigurður R. Helgason og Marteinn Helgi Sigurðsson. (2015). Goðfinna og Guðfinna. Um tvö strýtuheiti í Akrafjalli og nafnliðina finna, finni og finnr (fiðr) í fornum mannanöfnum og örnefnum. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2014: 101-120.
- Stemshaug, Ola (1985). Finnen og Finnafjorden i Sogn. Namn og Nemne 2: 43-51.
- Stemshaug, Ola (1997). Finnanger og Finnforsen, Finnen, Vindfinn og Tatafinn. Maal og minne: 75-90.
- Svavar Sigmundsson (2009). Personnamn som ortnamn på Island. Nefningar. Greinar eftir Svavar Sigmundsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 7. september 2009, bls. 275-282. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Þórhallur Vilmundarson (1980). Finnafjörður. Grímnir. Rit um nafnfræði 1: 81-82.
- Kort: Náttúrufræðistofnun - Kortasjá.
- Mynd: Mats Icelandic Image Library © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi.