Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Sigurður Steinþórsson

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli.

Akrafjall.

Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („öfugt“ segulmögnuð hraun) og Gauss („rétt“ segulmögnuð) séu í um 350 metra hæð í fjallinu,1 sem er 643 m. Þau segulskipti urðu fyrir 3,6 milljónum ára. Trausti Einarsson, sem byrjaði að mæla segulstefnu hraunlaga upp úr 1950, nefndi þessar syrpur R5 (Reverse, öfugt) og N5 (Normal, rétt).2 Efst í Akrafjalli er R4 en neðst N6,3 sennilega Cochiti sem spannar tímabilið 4,2 til 4,3 milljón ár, og neðst fáein „öfugt“ segulmögnuð lög. Samkvæmt því hafa hraunin sem mynda Akrafjall runnið á bilinu 4,5 til 3 milljón ára.

Sömu berglagasyrpur finnast í Skarðsheiði og handan við Hvalfjörð í Esjunni. Áður en ísaldarjöklarnir byrjuðu að grafa dali og firði niður í basalthelluna fyrir 2,5 – 3 milljón árum hefur hún því verið samfelld á þessu svæði – jöklarnir surfu ofan af henni allri og sköpuðu loks Akrafjall með því að rjúfa burt bergið í kring.

Loks má þess geta, að á stuttu hlýskeiði (Bölling) seint á ísöld, fyrir 12.000 til 13.000 árum, var sjávarstaða svo há að brimstallur myndaðist í Akrafjalli við 105-125 m hæð yfir sjávarmál og hvalbein hefur fundist þar í 85 m hæð.

Tilvísanir:

1Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson (2001). Paleomagnetic studies in Skarðsheiði, South-West Iceland. Jökull 50: 33-48.

2Trausti Einarsson (1957). Magneto-geological mapping in Iceland with the use of the compass. Advances in Physics (Phil. Mag. Suppl.) 6: 232-239.

3Leó Kristjánsson, Ingvar B. Friðleifsson, N.D. Watkins (1980). Stratigraphy and paleomagnetism of the Esja, Eyrarfjall and Akrafjall mountains, SW-Iceland. Journal of Geophysics 47: 31-42.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

24.10.2013

Spyrjandi

Vilborg Pétursdóttir, Rebekka Blöndal, Stefán Haukur

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?“ Vísindavefurinn, 24. október 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65222.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 24. október). Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65222

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65222>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?
Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli.

Akrafjall.

Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („öfugt“ segulmögnuð hraun) og Gauss („rétt“ segulmögnuð) séu í um 350 metra hæð í fjallinu,1 sem er 643 m. Þau segulskipti urðu fyrir 3,6 milljónum ára. Trausti Einarsson, sem byrjaði að mæla segulstefnu hraunlaga upp úr 1950, nefndi þessar syrpur R5 (Reverse, öfugt) og N5 (Normal, rétt).2 Efst í Akrafjalli er R4 en neðst N6,3 sennilega Cochiti sem spannar tímabilið 4,2 til 4,3 milljón ár, og neðst fáein „öfugt“ segulmögnuð lög. Samkvæmt því hafa hraunin sem mynda Akrafjall runnið á bilinu 4,5 til 3 milljón ára.

Sömu berglagasyrpur finnast í Skarðsheiði og handan við Hvalfjörð í Esjunni. Áður en ísaldarjöklarnir byrjuðu að grafa dali og firði niður í basalthelluna fyrir 2,5 – 3 milljón árum hefur hún því verið samfelld á þessu svæði – jöklarnir surfu ofan af henni allri og sköpuðu loks Akrafjall með því að rjúfa burt bergið í kring.

Loks má þess geta, að á stuttu hlýskeiði (Bölling) seint á ísöld, fyrir 12.000 til 13.000 árum, var sjávarstaða svo há að brimstallur myndaðist í Akrafjalli við 105-125 m hæð yfir sjávarmál og hvalbein hefur fundist þar í 85 m hæð.

Tilvísanir:

1Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson (2001). Paleomagnetic studies in Skarðsheiði, South-West Iceland. Jökull 50: 33-48.

2Trausti Einarsson (1957). Magneto-geological mapping in Iceland with the use of the compass. Advances in Physics (Phil. Mag. Suppl.) 6: 232-239.

3Leó Kristjánsson, Ingvar B. Friðleifsson, N.D. Watkins (1980). Stratigraphy and paleomagnetism of the Esja, Eyrarfjall and Akrafjall mountains, SW-Iceland. Journal of Geophysics 47: 31-42.

Mynd:...