- Hvernig er stafrófið á blindraletri?
- Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út?
Grunnurinn í blindraletrinu eru sex punktar sem raðað er í tvær raðir lóðrétt með þremur punktum í hverri röð. Punktarnir eru gjarnan nefndir með númerum, punktar einn, tveir og þrír í vinstri röð og punktar fjórir, fimm og sex í þeirri hægri. Samsetning punktanna sex getur verið á 63 mismunandi vegu og getur táknað bókstafi, tölur, ýmis tákn eins og kommur, upphrópunarmerki o.s.frv. Ákveðið bil er á milli punktanna sem er nákvæmlega útreiknað til að tryggja að hægt sé að finna samsetningu hvers stafs/tákns fremst á fingurgómnum.Heimildir og myndir:
- Kristinn Halldór Einarsson. 200 ára afmæli Louis Braille höfundar Blindraletursins - Blindrafélagið.
- Punktaletur | Fræðsla | Blindrafélagið - Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
- Louis Braille | biography - French educator | Britannica.com.
- Louis Braille - Wikipedia, the free encyclopedia.
- Facts about Louis Braille for kids.
- Mynd af Braille: Braille.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 2. 6. 2015).
- Mynd af punktaletri: Punktaletursstafrófið | Þjónustu og þekkingarmiðstöðin. (Sótt 12. 6. 2015).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.