Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?

Helga Ögmundsdóttir

Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi.

Þær frumur sem við köllum „hvítu blóðkornin“ sjá um ónæmisvarnir líkamans gegn ýmsum sjúkdómum. Þegar bólusett er gegn smitsjúkdómum, til dæmis flensu, er einmitt verið að örva þær og gera viðbúnar ef smit berst.

Lituð mynd af T-drápsfrumu úr skimrafeindasmásjá.

Af hvítum blóðkornum eru nokkrar ólíkar gerðir sem hver hefur sitt sérstaka hlutverk. Þær sem skipta mestu máli í viðbrögðum gegn krabbameini eru kallaðar T-eitilfrumur, nánar tiltekið sú undirtegund sem heitir T-drápsfrumur. Til þess að T-drápsfrumur bregðist við gegn krabbameinsfrumum þurfa þær að geta greint að krabbameinfrumurnar beri utan á sér efnamynstur sem gefur til kynna að þær séu líkamanum framandi. Krabbamein er hins vegar flókinn flokkur margvíslegra sjúkdóma og það er mjög mismunandi hversu áberandi framandleiki þeirra er. Þar við bætist að krabbameinsfrumurnar notfæra sér það að í ónæmissvari er eðlilegi gangurinn sá að í kjölfar örvunar kemur bæling, og hún er mjög nauðsynleg til þess að bólgusvörun fari ekki úr böndunum.

Komum þá aftur að upphaflegu spurningunni. Á síðustu árum hafa verið þróuð lyf sem koma í veg fyrir þessa bælingu. Það hefur sýnt sig að þau geta virkjað aftur svörun T-drápsfrumna gegn krabbameinum, í rauninni létt hömlum af svörun sem var fyrir hendi en bæld niður. Þau krabbamein sem slík meðferð virkar á eru sér í lagi þau sem bera mjög margar stökkbreytingar og ónæmiskerfið á auðvelt með að greina sem framandi. Þetta eru fyrst og fremst sortuæxli, einnig lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. Árangurinn hefur vakið verðskuldaða athygli, sérstaklega í illkynja sortuæxlum; mun fleiri sjúklingar hafa svarað ónæmishvetjandi meðferð en hefðbundinni meðferð og allmargir eru á lífi nokkrum árum seinna, sem áður var nánast óþekkt.

Nú kann glöggur lesandi að spyrja hvort slík meðferð hafi þá ekki í för með sér óæskilegar aukaverkanir í formi bólguviðbragða. Svarið við því er já, meðferð gegn krabbameini er aldrei einföld, en til eru ýmsar leiðir til að bregðast við þessum aukaverkunum.

Mynd:

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2018

Spyrjandi

Hörður Christian Newman

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75741.

Helga Ögmundsdóttir. (2018, 28. maí). Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75741

Helga Ögmundsdóttir. „Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?
Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi.

Þær frumur sem við köllum „hvítu blóðkornin“ sjá um ónæmisvarnir líkamans gegn ýmsum sjúkdómum. Þegar bólusett er gegn smitsjúkdómum, til dæmis flensu, er einmitt verið að örva þær og gera viðbúnar ef smit berst.

Lituð mynd af T-drápsfrumu úr skimrafeindasmásjá.

Af hvítum blóðkornum eru nokkrar ólíkar gerðir sem hver hefur sitt sérstaka hlutverk. Þær sem skipta mestu máli í viðbrögðum gegn krabbameini eru kallaðar T-eitilfrumur, nánar tiltekið sú undirtegund sem heitir T-drápsfrumur. Til þess að T-drápsfrumur bregðist við gegn krabbameinsfrumum þurfa þær að geta greint að krabbameinfrumurnar beri utan á sér efnamynstur sem gefur til kynna að þær séu líkamanum framandi. Krabbamein er hins vegar flókinn flokkur margvíslegra sjúkdóma og það er mjög mismunandi hversu áberandi framandleiki þeirra er. Þar við bætist að krabbameinsfrumurnar notfæra sér það að í ónæmissvari er eðlilegi gangurinn sá að í kjölfar örvunar kemur bæling, og hún er mjög nauðsynleg til þess að bólgusvörun fari ekki úr böndunum.

Komum þá aftur að upphaflegu spurningunni. Á síðustu árum hafa verið þróuð lyf sem koma í veg fyrir þessa bælingu. Það hefur sýnt sig að þau geta virkjað aftur svörun T-drápsfrumna gegn krabbameinum, í rauninni létt hömlum af svörun sem var fyrir hendi en bæld niður. Þau krabbamein sem slík meðferð virkar á eru sér í lagi þau sem bera mjög margar stökkbreytingar og ónæmiskerfið á auðvelt með að greina sem framandi. Þetta eru fyrst og fremst sortuæxli, einnig lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. Árangurinn hefur vakið verðskuldaða athygli, sérstaklega í illkynja sortuæxlum; mun fleiri sjúklingar hafa svarað ónæmishvetjandi meðferð en hefðbundinni meðferð og allmargir eru á lífi nokkrum árum seinna, sem áður var nánast óþekkt.

Nú kann glöggur lesandi að spyrja hvort slík meðferð hafi þá ekki í för með sér óæskilegar aukaverkanir í formi bólguviðbragða. Svarið við því er já, meðferð gegn krabbameini er aldrei einföld, en til eru ýmsar leiðir til að bregðast við þessum aukaverkunum.

Mynd:

...