Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?

Haraldur Briem

Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn.

Bólusetningar draga nafn sitt af kúabólusetningunni sem breskur læknir, Edward Jenner, sýndi fram á árið 1796 að kæmi í veg fyrir bólusótt. Enginn smitsjúkdómur hafði leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin en hún gerði nánast út af við þjóðina fyrr á öldum. Íslendingar voru meðal fyrstu þjóða að hefja bólusetningu gegn bólusótt með ákvörðun sem danska heilbrigðisstjórnin tók þegar árið 1802. Jenner sjálfur benti á að hægt yrði að útrýma bólusótt úr heiminum með bólusetningum. Það tók þó hátt í 200 ár að ná því markmiði.

Markmiðið með bólusetningum barna er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, hindra farsóttir og draga úr hættulegum afleiðingum smitsjúkdóma. Í sumum tilfellum er mögulegt að útrýma sjúkdómum með öllu. Margir barnasjúkdómar, svo sem mislingar, barnaveiki, kíghósti og lömunarveiki, sjást afar sjaldan nú orðið vegna almennra bólusetninga. Ungbarnadauði vegna þessara sjúkdóma var þó algengur á öldinni sem leið og framan af 20. öldinni. Reynsla margra Austur-Evrópuríkja sýnir að þessir sjúkdómar geta komið aftur ef slakað er á bólusetningum barna.

Markmiðið með bólusetningum barna er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, hindra farsóttir og draga úr hættulegum afleiðingum smitsjúkdóma.

Gagnsemi bólusetningar er fólgin í þeirri vernd sem hún veitir barninu. Gagnsemin er líka fólgin í því að hvert og eitt bólusett barn smitar ekki önnur næm börn af þeim sjúkdómi sem það er verndað fyrir. Þannig eru bólusetningar einstakar aðgerðir sem eiga sér enga hliðstæðu í forvörnum sjúkdóma. Til þess að ná þessum árangri þurfa bólusetningar að vera almennar og ná til sem flestra barna. Íslendingar gættu sín ekki nægilega á þessu í upphafi 19. aldar þegar bólusett var gegn bólusótt. Því var það að bólusóttin kom aftur árið 1839, í síðasta sinn, en skaðinn varð minni en áður.

Aukaverkamir bólusetninga eru yfirleitt óverulegar og þá helst fólgnar í staðbundnum óþægindum á stungustað og stundum hitaslæðingi. Þessar aukaverkanir ganga venjulega yfir á 1–2 dögum. Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn. Ef eitthvert af eftirtöldum atriðum á við, er þó rétt að ræða málið við lækni eða hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni:

  • Barnið er veikt af einhverri ástæðu eða er með hita (þá er venjulega beðið með bólusetninguna þangað til barninu er batnað).
  • Barnið hefur fengið umtalsverða hliðarverkun eða aukaverkanir í kjölfar fyrri bólusetninga.
  • Barnið hefur fengið alvarlega ofnæmissvörun eftir að hafa neytt eggja (það er að segja að munnurinn og kokið hefur bólgnað, erfiðleikar með öndun, lost eða útbrot um allan líkamann).
  • Barnið er að taka ákveðin lyf, einkum steralyf.
  • Barnið er haldið alvarlegum langvinnum sjúkdómi, svo sem ónæmisgalla.
Frekari upplýsingar um bólusetningar má finna á vefsetri landlæknisembættisins undir „smit og sóttvarnir“.

Mynd:

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Hvað mælir með því að bólusetja börn á Íslandi? Hvað mælir á móti því?

Hvaða áhætta er tekin með því að sleppa því að bólusetja íslensk börn? Eru bólusetningar hættulausar með öllu? Hvaða hætta fylgir því að bólusetja börn?

Höfundur

Haraldur Briem

læknir, dr.med.

Útgáfudagur

20.3.2000

Síðast uppfært

7.6.2018

Spyrjandi

Bóas Valdórsson

Tilvísun

Haraldur Briem. „Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=262.

Haraldur Briem. (2000, 20. mars). Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=262

Haraldur Briem. „Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=262>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?
Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn.

Bólusetningar draga nafn sitt af kúabólusetningunni sem breskur læknir, Edward Jenner, sýndi fram á árið 1796 að kæmi í veg fyrir bólusótt. Enginn smitsjúkdómur hafði leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin en hún gerði nánast út af við þjóðina fyrr á öldum. Íslendingar voru meðal fyrstu þjóða að hefja bólusetningu gegn bólusótt með ákvörðun sem danska heilbrigðisstjórnin tók þegar árið 1802. Jenner sjálfur benti á að hægt yrði að útrýma bólusótt úr heiminum með bólusetningum. Það tók þó hátt í 200 ár að ná því markmiði.

Markmiðið með bólusetningum barna er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, hindra farsóttir og draga úr hættulegum afleiðingum smitsjúkdóma. Í sumum tilfellum er mögulegt að útrýma sjúkdómum með öllu. Margir barnasjúkdómar, svo sem mislingar, barnaveiki, kíghósti og lömunarveiki, sjást afar sjaldan nú orðið vegna almennra bólusetninga. Ungbarnadauði vegna þessara sjúkdóma var þó algengur á öldinni sem leið og framan af 20. öldinni. Reynsla margra Austur-Evrópuríkja sýnir að þessir sjúkdómar geta komið aftur ef slakað er á bólusetningum barna.

Markmiðið með bólusetningum barna er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, hindra farsóttir og draga úr hættulegum afleiðingum smitsjúkdóma.

Gagnsemi bólusetningar er fólgin í þeirri vernd sem hún veitir barninu. Gagnsemin er líka fólgin í því að hvert og eitt bólusett barn smitar ekki önnur næm börn af þeim sjúkdómi sem það er verndað fyrir. Þannig eru bólusetningar einstakar aðgerðir sem eiga sér enga hliðstæðu í forvörnum sjúkdóma. Til þess að ná þessum árangri þurfa bólusetningar að vera almennar og ná til sem flestra barna. Íslendingar gættu sín ekki nægilega á þessu í upphafi 19. aldar þegar bólusett var gegn bólusótt. Því var það að bólusóttin kom aftur árið 1839, í síðasta sinn, en skaðinn varð minni en áður.

Aukaverkamir bólusetninga eru yfirleitt óverulegar og þá helst fólgnar í staðbundnum óþægindum á stungustað og stundum hitaslæðingi. Þessar aukaverkanir ganga venjulega yfir á 1–2 dögum. Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn. Ef eitthvert af eftirtöldum atriðum á við, er þó rétt að ræða málið við lækni eða hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni:

  • Barnið er veikt af einhverri ástæðu eða er með hita (þá er venjulega beðið með bólusetninguna þangað til barninu er batnað).
  • Barnið hefur fengið umtalsverða hliðarverkun eða aukaverkanir í kjölfar fyrri bólusetninga.
  • Barnið hefur fengið alvarlega ofnæmissvörun eftir að hafa neytt eggja (það er að segja að munnurinn og kokið hefur bólgnað, erfiðleikar með öndun, lost eða útbrot um allan líkamann).
  • Barnið er að taka ákveðin lyf, einkum steralyf.
  • Barnið er haldið alvarlegum langvinnum sjúkdómi, svo sem ónæmisgalla.
Frekari upplýsingar um bólusetningar má finna á vefsetri landlæknisembættisins undir „smit og sóttvarnir“.

Mynd:

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Hvað mælir með því að bólusetja börn á Íslandi? Hvað mælir á móti því?

Hvaða áhætta er tekin með því að sleppa því að bólusetja íslensk börn? Eru bólusetningar hættulausar með öllu? Hvaða hætta fylgir því að bólusetja börn?
...