Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi?Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. Öldum saman hafa menn rætt um uppruna tungumála án þess að hafa komist að einhverri ásættanlegri niðurstöðu. Það sem gerir mönnum erfitt fyrir er skortur á heimildum. Mennirnir hófu samskipti sín á milli löngu, löngu áður en nokkuð var meitlað í stein, rist á trjábörk eða skrifað á pappír. Ólíkar aðstæður hafa kallað á ólíka þróun tungumála. Ef við lítum til dæmis á kínversku og mál henni skyld þá hafa flest orð aðeins eitt form sem er óbreytanlegt. Ekkert er til sem heitir kyn, tala, fall. Svipað er að segja um japönsku. Þar hafa nafnorð ekkert sem gefur til kynna hvort um eintölu eða fleirtölu er að ræða, engar fallendingar og ekkert málfræðilegt kyn.

Nafnorð í japönsku hafa ekkert sem gefur til kynna hvort um eintölu eða fleirtölu er að ræða, engar fallendingar og ekkert málfræðilegt kyn.

Hettitíska var töluð í Litlu-Asíu en leið undir lok um 1200 f.Kr. Hún hefur færri föll en sanskrít og aðeins tvö kyn, samkyn og hvorugkyn
- File:Sushi restaurant by flyone in the Tsukiji Fish Market, Tokyo.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.11.2015).
- Hittite language - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 4.11.2015).