Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan berst gallið niður í skeifugörn um gallgöng þegar hálfmelt fita og aðrar stórsameindir úr fæðunni berast í skeifugörnina.

Þessu ferli er aðallega stjórnað af hormóni sem heitir kólesystókínín eða gallblöðruhormón og er myndað og seytt frá slímþekjufrumum skeifugarnar. Hormóninu er seytt þegar fæða berst í skeifugörn og veldur það samdrætti gallblöðru þannig að gall losnar úr henni í gallgöngin. Einnig stuðlar þetta hormón að losun brissafa frá briskirtli. Þegar meltingu og upptöku stórsameindanna er lokið er seyti þessa hormóns hætt, enda ekki þörf á því lengur.

Þegar gallblaðra er fjarlægð er verið að fjarlægja gallgeymsluna, ekki gallframleiðandann.

Þessu sama hormóni er einnig seytt frá taugungum í meltingarveginum og víða í heilanum. Þegar því er sprautað inn í heilahvelin framkallar það seddutilfinningu og af þeim sökum hafa menn velt fyrir sér hvort það hefur með stjórnun á áti að gera. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að það leiki í mesta lagi aukahlutverk í því sambandi.

Þegar gallblaðra er fjarlægð er verið að fjarlægja gallgeymsluna, ekki gallframleiðandann. Þegar blaðran er farin er gallseyti ekki eins fínstillt og á meðan gallblaðran er til staðar en í staðinn seytlar gall sífellt úr lifrinni ofan í skeifugörn.

Ef gallblaðra hefur verið fjarlægð er mælt með því að passa sérstaklega upp á fituneyslu, borða holla fitu en ekki fitu í mikið unnum matvælum. Með því að fara eftir þessum ráðum má einnig draga úr líkum á að það þurfi að taka gallblöðruna.

Nánar má lesa um gall og gallblöðru í svari Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.1.2013

Spyrjandi

Þorsteinn Margeirsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61392.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 25. janúar). Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61392

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61392>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?
Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan berst gallið niður í skeifugörn um gallgöng þegar hálfmelt fita og aðrar stórsameindir úr fæðunni berast í skeifugörnina.

Þessu ferli er aðallega stjórnað af hormóni sem heitir kólesystókínín eða gallblöðruhormón og er myndað og seytt frá slímþekjufrumum skeifugarnar. Hormóninu er seytt þegar fæða berst í skeifugörn og veldur það samdrætti gallblöðru þannig að gall losnar úr henni í gallgöngin. Einnig stuðlar þetta hormón að losun brissafa frá briskirtli. Þegar meltingu og upptöku stórsameindanna er lokið er seyti þessa hormóns hætt, enda ekki þörf á því lengur.

Þegar gallblaðra er fjarlægð er verið að fjarlægja gallgeymsluna, ekki gallframleiðandann.

Þessu sama hormóni er einnig seytt frá taugungum í meltingarveginum og víða í heilanum. Þegar því er sprautað inn í heilahvelin framkallar það seddutilfinningu og af þeim sökum hafa menn velt fyrir sér hvort það hefur með stjórnun á áti að gera. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að það leiki í mesta lagi aukahlutverk í því sambandi.

Þegar gallblaðra er fjarlægð er verið að fjarlægja gallgeymsluna, ekki gallframleiðandann. Þegar blaðran er farin er gallseyti ekki eins fínstillt og á meðan gallblaðran er til staðar en í staðinn seytlar gall sífellt úr lifrinni ofan í skeifugörn.

Ef gallblaðra hefur verið fjarlægð er mælt með því að passa sérstaklega upp á fituneyslu, borða holla fitu en ekki fitu í mikið unnum matvælum. Með því að fara eftir þessum ráðum má einnig draga úr líkum á að það þurfi að taka gallblöðruna.

Nánar má lesa um gall og gallblöðru í svari Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Heimildir og mynd:

...