Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill.

Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn eins og skeifa í laginu. Hún tekur við meltingarsöfum frá tveimur líffærum sem liggja utan meltingarvegarins en tilheyra samt meltingarfærunum. Annars vegar er um að ræða gall frá gallblöðrunni og hins vegar brissafa frá briskirtlinum. Þessir safar, ásamt þarmasafa sem kirtlar á innra borði smáþarmanna mynda, eru basískir og hlutleysa því magasafann sem er mjög súr. Í þessum söfum eru einnig meltingarensím sem sundra stórum fæðusameindum í minni sem hægt er að taka upp í gegnum meltingarveginn og koma út í blóðrásina en með henni berast næringarefnin til allra frumna líkamans.



Hlutverk skeifugarnar er því að taka við fæðumauki úr maganum og hlutleysa það. Auk þess tekur hún við galli og brissafa og blandar við fæðumaukið. Enn fremur myndar hún þarmasafa eins og aðrir hlutar smáþarma. Melting helstu fæðusameinda fer því fram í skeifugörn eins og í öðrum hlutum smáþarma.

Að lokum byrjar upptaka efna í gegnum þarmavegginn að einhverju leyti í skeifugörninni. Til þess að upptaka gerist hratt og vel er innra yfirborð þarmanna mjög stórt. Alls eru þeir um sjö metrar á lengd í fullorðnum manni og 2,5-3 cm í þvermál. Ef innra yfirborðið væri slétt myndi það samsvara um hálfs fermetra yfirborðsflatarmáli sem er ekki mikið yfirborð fyrir upptöku næringarefna. Í raun liggja smáþarmarnir í fellingum, fellingarnar eru enn fremur þaktar þarmatotum og himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Alls er innra yfirborð smáþarmanna af þessum sökum um 250 fermetrar sem er um 500-falt meira en ef það væri alveg slétt!

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað gera garnirnar?
  • Hvað er smágirni?
  • Hvað eru þarmarnir langir?

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2009

Spyrjandi

Hólmfríður Sigþórsdóttir, Kjartan Smári Ragnarsson, Þuríður Helgadóttir, Jakob Helgi Bjarnason, Sólrún Höskuldsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir skeifugörnin í okkur?“ Vísindavefurinn, 30. september 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24331.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2009, 30. september). Hvað gerir skeifugörnin í okkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24331

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir skeifugörnin í okkur?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24331>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?
Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill.

Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn eins og skeifa í laginu. Hún tekur við meltingarsöfum frá tveimur líffærum sem liggja utan meltingarvegarins en tilheyra samt meltingarfærunum. Annars vegar er um að ræða gall frá gallblöðrunni og hins vegar brissafa frá briskirtlinum. Þessir safar, ásamt þarmasafa sem kirtlar á innra borði smáþarmanna mynda, eru basískir og hlutleysa því magasafann sem er mjög súr. Í þessum söfum eru einnig meltingarensím sem sundra stórum fæðusameindum í minni sem hægt er að taka upp í gegnum meltingarveginn og koma út í blóðrásina en með henni berast næringarefnin til allra frumna líkamans.



Hlutverk skeifugarnar er því að taka við fæðumauki úr maganum og hlutleysa það. Auk þess tekur hún við galli og brissafa og blandar við fæðumaukið. Enn fremur myndar hún þarmasafa eins og aðrir hlutar smáþarma. Melting helstu fæðusameinda fer því fram í skeifugörn eins og í öðrum hlutum smáþarma.

Að lokum byrjar upptaka efna í gegnum þarmavegginn að einhverju leyti í skeifugörninni. Til þess að upptaka gerist hratt og vel er innra yfirborð þarmanna mjög stórt. Alls eru þeir um sjö metrar á lengd í fullorðnum manni og 2,5-3 cm í þvermál. Ef innra yfirborðið væri slétt myndi það samsvara um hálfs fermetra yfirborðsflatarmáli sem er ekki mikið yfirborð fyrir upptöku næringarefna. Í raun liggja smáþarmarnir í fellingum, fellingarnar eru enn fremur þaktar þarmatotum og himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Alls er innra yfirborð smáþarmanna af þessum sökum um 250 fermetrar sem er um 500-falt meira en ef það væri alveg slétt!

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað gera garnirnar?
  • Hvað er smágirni?
  • Hvað eru þarmarnir langir?
...