Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að lifa án hormóna?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi.

Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) og seytt úr þeim í blóðrásina. Þau berast um allan líkamann með blóðinu en aðeins frumur með viðeigandi viðtaka fyrir hormóninu verða fyrir áhrifum af því. Frumurnar með réttu viðtakana eru kallaðar markfrumur (e. target cells) hormónsins. Viðtakarnir eru ýmist á yfirborði markfrumna eða inni í umfrymi þeirra. Þegar hormón hefur tengst viðtaka sínum breytist starfsemi markfrumunnar og er það svar hennar við hormóninu. Þannig eru boð þess komin á framfæri.



Helstu innkirtlar líkamans og hormón þeirra.

Helstu flokkar hormóna með tilliti til efnagerðar eru fituleysanleg og vatnsleysanleg hormón. Fituleysanlegu hormónin berast í gegnum frumuhimnu markfrumna sinna og tengjast viðtökum í umfryminu. Þessi tenging leiðir til þess að slökkt eða kveikt er á tjáningu tiltekins gens í markfrumunni, sem hefur áhrif á myndun tiltekins prótíns og á endanum á starfsemi frumunnar. Fituleysanlegu hormónin skiptast í stera (kynhormónin og barksterar) og svokölluð eikósanóíð (prostaglandín og lúkótríen).

Vatnsleysanlegu hormónin skiptast í amínósýruafleiður, til dæmis þýroxín og adrenalín, og peptíð og prótín sem eru mislangar keðjur af amínósýrum. Til seinni hópsins teljast insúlín og glúkagon, vaxtarhormón, hríðahormón og öll stýrihormón líkamans. Öll vatnsleysanlegu hormónin tengjast viðtökum á yfirborði markfrumna sinna. Þegar tenging hefur farið fram á milli vatnsleysanlegs hormóns og viðtaka markfrumu þess kveikir hún á myndun annars boðbera (e. second messenger) sem er í mörgum tilvikum efni sem kallast hringtengt AMP (cAMP). Það kemur af stað keðjuverkun sem stuðlar að virkjun ensíma og þar með breytingu á starfsemi frumunnar. Þannig er boði fyrsta boðberans (hormónsins) komið á framfæri.



Hormónum er seytt úr innkirtlunum þar sem þau myndast eftir þörfum líkamans fyrir þau. Sérstök eftirlitskerfi í líkamanum fylgjast með ýmsum þáttum, eins og salt- og sykurmagni blóðs, svo að samvægi haldist innan líkamans. Sérstakir nemar fylgjast með þessum þáttum og senda upplýsingar um þá til viðeigandi innkirtils sem ýmist eykur eða dregur úr myndun og seyti viðeigandi hormóns. Slík kerfi eru kölluð neikvæð afturverkunarferli (e. negative feedback system) og er verkun þeirra best lýst með dæmi.

Kalkkirtlar í hálsi okkar mynda kalkkirtlahormón sem tekur þátt í að stjórna kalkmagni blóðs. Kalkkirtlarnir fylgjast sjálfir með kalkmagninu og lækki það svara þeir því áreiti með því að seyta meira af kalkkirtlahormóni. Áhrif þess á markfrumurnar verða til þess að hækka kalkmagnið. Hækki kalkmagn blóðs um of bregðast kalkkirtlarnir hins vegar öfugt við, sem sagt hætta að seyta kalkkirtlahormóni og í kjölfarið lækkar kalkmagnið í blóði á ný. Af þessu dæmi sést hvernig kalkmagninu er haldið innan ákveðinna marka með neikvæðri afturverkun.

Ef eitthvert eftirlitskerfanna í líkamanum bregst verður seyti hormóna ekki í samræmi við þarfir líkamans og einkenni hormónaskorts eða -ofgnóttar koma fram. Hér er oft um mjög alvarlega efnaskiptasjúkdóma að ræða, svo sem sykursýki, skjaldkirtilsauka og dvergvöxt. Stundum er orsök slíkra sjúkdóma að finna í stökkbreyttu geni en stundum eru umhverfisþættir orsökin, eins og áverkar og næringarástand.

Heimild og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

1.3.2006

Spyrjandi

Sandra Seidenfaden

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að lifa án hormóna?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5676.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 1. mars). Er hægt að lifa án hormóna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5676

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að lifa án hormóna?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5676>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi.

Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) og seytt úr þeim í blóðrásina. Þau berast um allan líkamann með blóðinu en aðeins frumur með viðeigandi viðtaka fyrir hormóninu verða fyrir áhrifum af því. Frumurnar með réttu viðtakana eru kallaðar markfrumur (e. target cells) hormónsins. Viðtakarnir eru ýmist á yfirborði markfrumna eða inni í umfrymi þeirra. Þegar hormón hefur tengst viðtaka sínum breytist starfsemi markfrumunnar og er það svar hennar við hormóninu. Þannig eru boð þess komin á framfæri.



Helstu innkirtlar líkamans og hormón þeirra.

Helstu flokkar hormóna með tilliti til efnagerðar eru fituleysanleg og vatnsleysanleg hormón. Fituleysanlegu hormónin berast í gegnum frumuhimnu markfrumna sinna og tengjast viðtökum í umfryminu. Þessi tenging leiðir til þess að slökkt eða kveikt er á tjáningu tiltekins gens í markfrumunni, sem hefur áhrif á myndun tiltekins prótíns og á endanum á starfsemi frumunnar. Fituleysanlegu hormónin skiptast í stera (kynhormónin og barksterar) og svokölluð eikósanóíð (prostaglandín og lúkótríen).

Vatnsleysanlegu hormónin skiptast í amínósýruafleiður, til dæmis þýroxín og adrenalín, og peptíð og prótín sem eru mislangar keðjur af amínósýrum. Til seinni hópsins teljast insúlín og glúkagon, vaxtarhormón, hríðahormón og öll stýrihormón líkamans. Öll vatnsleysanlegu hormónin tengjast viðtökum á yfirborði markfrumna sinna. Þegar tenging hefur farið fram á milli vatnsleysanlegs hormóns og viðtaka markfrumu þess kveikir hún á myndun annars boðbera (e. second messenger) sem er í mörgum tilvikum efni sem kallast hringtengt AMP (cAMP). Það kemur af stað keðjuverkun sem stuðlar að virkjun ensíma og þar með breytingu á starfsemi frumunnar. Þannig er boði fyrsta boðberans (hormónsins) komið á framfæri.



Hormónum er seytt úr innkirtlunum þar sem þau myndast eftir þörfum líkamans fyrir þau. Sérstök eftirlitskerfi í líkamanum fylgjast með ýmsum þáttum, eins og salt- og sykurmagni blóðs, svo að samvægi haldist innan líkamans. Sérstakir nemar fylgjast með þessum þáttum og senda upplýsingar um þá til viðeigandi innkirtils sem ýmist eykur eða dregur úr myndun og seyti viðeigandi hormóns. Slík kerfi eru kölluð neikvæð afturverkunarferli (e. negative feedback system) og er verkun þeirra best lýst með dæmi.

Kalkkirtlar í hálsi okkar mynda kalkkirtlahormón sem tekur þátt í að stjórna kalkmagni blóðs. Kalkkirtlarnir fylgjast sjálfir með kalkmagninu og lækki það svara þeir því áreiti með því að seyta meira af kalkkirtlahormóni. Áhrif þess á markfrumurnar verða til þess að hækka kalkmagnið. Hækki kalkmagn blóðs um of bregðast kalkkirtlarnir hins vegar öfugt við, sem sagt hætta að seyta kalkkirtlahormóni og í kjölfarið lækkar kalkmagnið í blóði á ný. Af þessu dæmi sést hvernig kalkmagninu er haldið innan ákveðinna marka með neikvæðri afturverkun.

Ef eitthvert eftirlitskerfanna í líkamanum bregst verður seyti hormóna ekki í samræmi við þarfir líkamans og einkenni hormónaskorts eða -ofgnóttar koma fram. Hér er oft um mjög alvarlega efnaskiptasjúkdóma að ræða, svo sem sykursýki, skjaldkirtilsauka og dvergvöxt. Stundum er orsök slíkra sjúkdóma að finna í stökkbreyttu geni en stundum eru umhverfisþættir orsökin, eins og áverkar og næringarástand.

Heimild og myndir:

...