Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var minnsti maður Íslands hár?

Árni V. Þórsson

Ekki liggja fyrir neinar öruggar upplýsingar um hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Fremur líklegt er þó að sá maður hafi þjáðst af sjúkdómnum brjóskkyrkingi (achondroplasiu) sem er arfgengur sjúkdómur og veldur dvergvexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan sjúkdóm er rúmlega 120 cm. Orsök brjóskkyrkings er ekki hormónaskortur heldur erfðagalli. Hann leiðir til þess að frumurnar í vaxtarbrjóskinu vaxa óeðlilega og veldur það óeðlilegum vexti löngu útlimabeina. Vöxtur höfuðbeina og búks getur hins vegar verið nánast innan eðlilegra marka. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur, og kemur fram hjá einum einstakling af hverjum 14000 sem fæðast.

Dvergvöxtur kemur fyrir bæði hjá mönnum og dýrum og eru orsakir margvíslegar. Skilgreiningar eru nokkuð mismunandi en hjá mörgum faghópum er talið að fullvaxnir karlmenn sem ekki ná 147 cm hæð séu dvergvaxnir.

Skortur á hormónum eins og vaxtarhormóni og skjaldkirtilshormóni getur einnig leitt til dvergvaxtar en séu börnin greind í tíma og fái þau rétta meðferð verður vöxtur oftast eðlilegur. Dvergvaxnir einstaklingar með vaxtarhormónsskort eru venjulega með eðlileg líkamshlutföll, en líkamsvöxtur er mjög hægur. Ef skjaldkirtilshormón vantar við fæðingu og börnin fá ekki meðhöndlun getur komið fram svokallaður skjaldkyrkingsdvergvöxtur (cretinismus) en börnin verða þá dvergvaxin og þroskaheft. Framfarir í læknisfræði hafa leitt til að þessar tegundir dvergvaxtar sjást nær aldrei í þróuðum löndum.

Pauline Musters var tæpir 60 sentímetrar á hæð þegar hún lést 19 ára að aldri.

Lágvaxnasti fullorðni karlmaður sem sögur fara af var Ameríkumaðurinn Calvin Philips sem fæddist í Massachusetts 14. janúar 1791. Nítján ára gamall mældist hann 67,3 cm á hæð og 27 kg. Lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um, var hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi í febrúar 1876 og var 30,5 cm á lengd við fæðingu. Fjögurra ára gömul var hún aðeins 38,1 cm á hæð. Hún dó 19 ára gömul úr lungnabólgu og heilahimnubólgu í New York borg 1. mars 1895. Þá var hún rétt tæpir 60 cm á hæð. Ítalska stúlkan Carolina Crachami fæddist í Palermo á Sikiley 1815 og við fæðingu var hún tæpir 18 cm á lengd. Hún lést 9 ára gömul og mældist þá tæplega 52 cm á hæð. Beinagrind hennar má nú sjá í Hunter safninu, Royal College of Surgeons í London. Engar upplýsingar eru til um hvað orsakaði dvergvöxtinn hjá þessum einstaklingum.

Mynd:

Höfundur

lektor í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.5.2001

Síðast uppfært

7.6.2018

Spyrjandi

Karl Bachmann Lúðvíksson

Tilvísun

Árni V. Þórsson. „Hvað var minnsti maður Íslands hár?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1626.

Árni V. Þórsson. (2001, 22. maí). Hvað var minnsti maður Íslands hár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1626

Árni V. Þórsson. „Hvað var minnsti maður Íslands hár?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var minnsti maður Íslands hár?
Ekki liggja fyrir neinar öruggar upplýsingar um hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Fremur líklegt er þó að sá maður hafi þjáðst af sjúkdómnum brjóskkyrkingi (achondroplasiu) sem er arfgengur sjúkdómur og veldur dvergvexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan sjúkdóm er rúmlega 120 cm. Orsök brjóskkyrkings er ekki hormónaskortur heldur erfðagalli. Hann leiðir til þess að frumurnar í vaxtarbrjóskinu vaxa óeðlilega og veldur það óeðlilegum vexti löngu útlimabeina. Vöxtur höfuðbeina og búks getur hins vegar verið nánast innan eðlilegra marka. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur, og kemur fram hjá einum einstakling af hverjum 14000 sem fæðast.

Dvergvöxtur kemur fyrir bæði hjá mönnum og dýrum og eru orsakir margvíslegar. Skilgreiningar eru nokkuð mismunandi en hjá mörgum faghópum er talið að fullvaxnir karlmenn sem ekki ná 147 cm hæð séu dvergvaxnir.

Skortur á hormónum eins og vaxtarhormóni og skjaldkirtilshormóni getur einnig leitt til dvergvaxtar en séu börnin greind í tíma og fái þau rétta meðferð verður vöxtur oftast eðlilegur. Dvergvaxnir einstaklingar með vaxtarhormónsskort eru venjulega með eðlileg líkamshlutföll, en líkamsvöxtur er mjög hægur. Ef skjaldkirtilshormón vantar við fæðingu og börnin fá ekki meðhöndlun getur komið fram svokallaður skjaldkyrkingsdvergvöxtur (cretinismus) en börnin verða þá dvergvaxin og þroskaheft. Framfarir í læknisfræði hafa leitt til að þessar tegundir dvergvaxtar sjást nær aldrei í þróuðum löndum.

Pauline Musters var tæpir 60 sentímetrar á hæð þegar hún lést 19 ára að aldri.

Lágvaxnasti fullorðni karlmaður sem sögur fara af var Ameríkumaðurinn Calvin Philips sem fæddist í Massachusetts 14. janúar 1791. Nítján ára gamall mældist hann 67,3 cm á hæð og 27 kg. Lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um, var hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi í febrúar 1876 og var 30,5 cm á lengd við fæðingu. Fjögurra ára gömul var hún aðeins 38,1 cm á hæð. Hún dó 19 ára gömul úr lungnabólgu og heilahimnubólgu í New York borg 1. mars 1895. Þá var hún rétt tæpir 60 cm á hæð. Ítalska stúlkan Carolina Crachami fæddist í Palermo á Sikiley 1815 og við fæðingu var hún tæpir 18 cm á lengd. Hún lést 9 ára gömul og mældist þá tæplega 52 cm á hæð. Beinagrind hennar má nú sjá í Hunter safninu, Royal College of Surgeons í London. Engar upplýsingar eru til um hvað orsakaði dvergvöxtinn hjá þessum einstaklingum.

Mynd:...