Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getið þið sagt mér allt um förufálka?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...
Af hverju fær maður bauga undir augun?
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir baugum undir augum. Húðin undir augunum er mjög þunn og með aldrinum þynnist hún. Hún virðist þá dekkri en ella vegna smárra æða sem verða þá greinilegri og gefa húðinni dökkan blæ. Einnig getur litarefnið melanín sem meðal annars veldur því að við verðum sólbrún valdið því ...
Hvað er megineldstöð?
Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Hversu gamlir geta froskar orðið?
Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...
Er Keilir virkt eldfjall?
Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili: Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og...
Hvernig sjá iguana-eðlur?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...
Hvernig tímasetja palolo-ormar hrygningu?
Palolo-ormar eru tegundir burstaorma (polychete) innan ættarinnar Eunicidae. Fullorðnir palolo-ormar eru allt að 40 cm á lengd. Þeir eru með liðskiptan líkama og á hverjum lið er útlimur eða bursti eins og áberandi greinótt tálkn. Á höfði dýranna eru áberandi skynangar. Karldýrin eru yfirleitt rauðbrún að lit en k...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?
Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til. Um helmingur lands í Kanada er s...
Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?
Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...
Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?
Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni. Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og...
Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?
Grænn litur laufblaða stafar af litarefninu blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum laufblaðanna. Í grænukornunum fer ljóstillífun fram, en blaðgrænan gegnir þar lykilhlutverki. Önnur litarefni, svokölluð karótín, eru einnig til staðar í grænukornum og taka þátt í ljóstillífun. Plöntur eru mjög...
Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?
Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en ...
Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?
Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...