Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sjá iguana-eðlur?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur?

Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að neðan miðað við þá tegund.

Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á sjón iguana-eðlna (Iguana iguana) virðast benda til þess að þær hafi afar góða sjón og reyndar eru önnur skynfæri þeirra, svo sem heyrn og þefskyn, mjög þróuð og virðast vera jafnvel næmari en sambærileg skynfæri okkar mannfólksins.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að iguana-eðlur greina hreyfingu afar vel og mun betur en menn. Sjónin er skörp og sjónsvið þeirra mikið. Einnig greina þær liti en höfundi þessa svars er ókunnugt um hversu vel og hvers eðlis sú litgreining er. Engu að síður má gera ráð fyrir að litasjónskynjun sé vel þróuð hjá iguana-eðlum líkt og hjá öðrum skógardýrum sem þurfa að greina á milli lita blóma og ávaxta.

Iguana-eðlur eru skógareðlur og vegna útlitsins geta þær dulist vel í grænu laufþykkni regnskóganna í Mið- og Suður-Ameríku. Auk mikilla klifurhæfileika eru eðlurnar vel syndar. Kjörlendi þeirra eru hitabeltisskógar en þær finnast fyrst og fremst á láglendissvæðum nærri vötnum og ám og þær halda sig yfirleitt í háum trjám í 15-20 metra hæð yfir jörðu.

Iguana-eðlur eru dagdýr, það er að segja, þær eru vakandi yfir daginn en sofa á næturna. Þetta er regla meðal dýra með misheitt blóð þar sem þau geta ekki framkallað líkamshita sinn út frá eigin efnaskiptum heldur þurfa þau hita frá umhverfinu til að verma líkamann.

Iguana-eðlur eru svokallaðar alætur eða tækifærissinnar í fæðuvali. Fyrirferðarmest í því vali eru þó lauf og ávextir fíkjutrjáa en þær fúlsa til dæmis ekki við fuglseggjum eða skordýrum ef þau verða á vegi þeirra.

Hægt er að greina kynin í sundur á kömbunum sem þær hafa á hrygglengjunni. Bæði kynin hafa kamba en þeir eru áberandi lengri hjá karldýrunum. Hjá nyrstu stofnum tegundarinnar verða karldýrin meðal annars appelsínugul á fótleggjum.

Iguana-eðlur eru einfarar mest allt árið en á regntímabilinu í frumskógum Mið- og Suður-Ameríku, helga karldýrin sér svæði og kynin para sig saman. Eggin eru frjóvguð við lok regntímabilsins og síðan grafin í jörðu við upphaf þurrkatímabilsins, 30-50 í einu. Raunar grafa kvendýrin líka nokkrar aukaholur til að villa um fyrir rándýrum. Eftir 70-105 daga klekjast eggin út og eru ungarnir um 7,6 cm á lengd. Foreldrarnir skipta sér ekkert af ungviðinu eftir að eggin hafa verið grafin og stærsti hluti eggja og unga verður rándýrum að bráð, aðeins 3-10 ná fullorðinsaldri. Iguana-eðlur verða fullþroska um tveggja ára aldur.

Heimildir og myndir:


Nánar um iguana-eðlur á Vísindavefnum:

Að auki eru til fjölmörg svör á Vísindavefnum um sjón dýra, til dæmis:Einnig má nálgast fleiri slík svör með því að smella á efnisorðin eða slá inn orð í leitarvél Vísindavefsins.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.10.2003

Spyrjandi

Helga Reynisdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig sjá iguana-eðlur?“ Vísindavefurinn, 7. október 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3786.

Jón Már Halldórsson. (2003, 7. október). Hvernig sjá iguana-eðlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3786

Jón Már Halldórsson. „Hvernig sjá iguana-eðlur?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3786>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig sjá iguana-eðlur?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur?

Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að neðan miðað við þá tegund.

Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á sjón iguana-eðlna (Iguana iguana) virðast benda til þess að þær hafi afar góða sjón og reyndar eru önnur skynfæri þeirra, svo sem heyrn og þefskyn, mjög þróuð og virðast vera jafnvel næmari en sambærileg skynfæri okkar mannfólksins.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að iguana-eðlur greina hreyfingu afar vel og mun betur en menn. Sjónin er skörp og sjónsvið þeirra mikið. Einnig greina þær liti en höfundi þessa svars er ókunnugt um hversu vel og hvers eðlis sú litgreining er. Engu að síður má gera ráð fyrir að litasjónskynjun sé vel þróuð hjá iguana-eðlum líkt og hjá öðrum skógardýrum sem þurfa að greina á milli lita blóma og ávaxta.

Iguana-eðlur eru skógareðlur og vegna útlitsins geta þær dulist vel í grænu laufþykkni regnskóganna í Mið- og Suður-Ameríku. Auk mikilla klifurhæfileika eru eðlurnar vel syndar. Kjörlendi þeirra eru hitabeltisskógar en þær finnast fyrst og fremst á láglendissvæðum nærri vötnum og ám og þær halda sig yfirleitt í háum trjám í 15-20 metra hæð yfir jörðu.

Iguana-eðlur eru dagdýr, það er að segja, þær eru vakandi yfir daginn en sofa á næturna. Þetta er regla meðal dýra með misheitt blóð þar sem þau geta ekki framkallað líkamshita sinn út frá eigin efnaskiptum heldur þurfa þau hita frá umhverfinu til að verma líkamann.

Iguana-eðlur eru svokallaðar alætur eða tækifærissinnar í fæðuvali. Fyrirferðarmest í því vali eru þó lauf og ávextir fíkjutrjáa en þær fúlsa til dæmis ekki við fuglseggjum eða skordýrum ef þau verða á vegi þeirra.

Hægt er að greina kynin í sundur á kömbunum sem þær hafa á hrygglengjunni. Bæði kynin hafa kamba en þeir eru áberandi lengri hjá karldýrunum. Hjá nyrstu stofnum tegundarinnar verða karldýrin meðal annars appelsínugul á fótleggjum.

Iguana-eðlur eru einfarar mest allt árið en á regntímabilinu í frumskógum Mið- og Suður-Ameríku, helga karldýrin sér svæði og kynin para sig saman. Eggin eru frjóvguð við lok regntímabilsins og síðan grafin í jörðu við upphaf þurrkatímabilsins, 30-50 í einu. Raunar grafa kvendýrin líka nokkrar aukaholur til að villa um fyrir rándýrum. Eftir 70-105 daga klekjast eggin út og eru ungarnir um 7,6 cm á lengd. Foreldrarnir skipta sér ekkert af ungviðinu eftir að eggin hafa verið grafin og stærsti hluti eggja og unga verður rándýrum að bráð, aðeins 3-10 ná fullorðinsaldri. Iguana-eðlur verða fullþroska um tveggja ára aldur.

Heimildir og myndir:


Nánar um iguana-eðlur á Vísindavefnum:

Að auki eru til fjölmörg svör á Vísindavefnum um sjón dýra, til dæmis:Einnig má nálgast fleiri slík svör með því að smella á efnisorðin eða slá inn orð í leitarvél Vísindavefsins....