Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr sér best?

Jón Már Halldórsson

Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði.

Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal annars á hinum miklu sléttum í suðurhluta Rússlands, Mongólíu og í Bandaríkjunum og þurfa að skima úr mikilli hæð eftir smáum spendýrum. Talið er að þeir geti greint 45 cm langan héra við góðar aðstæður í 3 km fjarlægð. Förufálki (Falco peregrinus) er talinn geta greint dúfu í 8 km fjarlægð.

Rannsóknir á næmni sjónar náttuglunnar (Strix aluco) við Háskólann í Birmingham á Englandi leiddi ljós að auga hennar er um 2,5 sinnum næmara en mannsaugað. Sjónnæmni þessarar uglutegundar er að öllum líkindum mjög áþekk næmni stóru arnartegundanna og annarra ránfugla.

Heimild:

Heimsmetabók Guinness. Ritstjórn íslensku útgáfu: Helgi Magnússon. Örn og Örlygur: 1989.

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd af gullerni: Birds of Prey

Mynd af náttuglu: Birds of Russia in photos

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.7.2001

Spyrjandi

Brynjar Bergsteinsson, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr sér best?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1764.

Jón Már Halldórsson. (2001, 3. júlí). Hvaða dýr sér best? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1764

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr sér best?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1764>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr sér best?
Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði.

Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal annars á hinum miklu sléttum í suðurhluta Rússlands, Mongólíu og í Bandaríkjunum og þurfa að skima úr mikilli hæð eftir smáum spendýrum. Talið er að þeir geti greint 45 cm langan héra við góðar aðstæður í 3 km fjarlægð. Förufálki (Falco peregrinus) er talinn geta greint dúfu í 8 km fjarlægð.

Rannsóknir á næmni sjónar náttuglunnar (Strix aluco) við Háskólann í Birmingham á Englandi leiddi ljós að auga hennar er um 2,5 sinnum næmara en mannsaugað. Sjónnæmni þessarar uglutegundar er að öllum líkindum mjög áþekk næmni stóru arnartegundanna og annarra ránfugla.

Heimild:

Heimsmetabók Guinness. Ritstjórn íslensku útgáfu: Helgi Magnússon. Örn og Örlygur: 1989.

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd af gullerni: Birds of Prey

Mynd af náttuglu: Birds of Russia in photos...