Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Jón Már Halldórsson

Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar .

Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er græneðlan (Iguana iguana) sem á sér náttúruleg heimkynni í Mexíkó suður til Brasilíu. Græneðlan er ekki rándýr heldur étur hún lauf, ávexti, sérstaklega fíkjur og blóm.

Iguana-eðlur eru ekki eitraðar en engu að síður er bit þeirra hættulegt. Reyndar eru bit allra dýra hættuleg vegna sýkingarhættu en ýmsar bakteríur geta borist þannig í menn og helsta hættan er að verða fyrir salmonellusýkingu. Græneðlan bítur fast og eru dæmi um að börn hafi misst fingur eftir bit hennar. Græneðlan er stór, karldýrin geta orðið allt að 2 metrar á lengd með halanum og vegið 6 kg, því er ekki að furða að bit slíkrar skepnu geti verið kröftugt.

Ólíkt spendýrum, sem höfð eru sem gæludýr, er engin leið að temja eðlur og hegðun þeirra getur verið óútreiknanleg. Fyrir fáeinum árum blés kona nokkur í Suðurríkjum Bandaríkjanna óvart framan í græneðlu sem stökk þá að konunni og beit hana tvívegis í nefið!

Yfirvöld í Bandaríkunum hafa miklar áhyggjur af vaxandi fjölda iguana-eðlna inn á heimilum landsmanna. Rannsóknir á saur iguana-eðlna hafa staðfest tilvist salmonellu í 80% tilvika!

Hægt er að lesa meira um iguana-eðlur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig sjá iguana-eðlur?

Heimildir og mynd:
  • Mermin J, Hoar B, Angulo, FJ. „Iguanas and Salmonella marina infection in children: a reflection of the increasing incidence of reptile-associated salmonellosis in the United States.“ Pediatrics 1997;99:399-402
  • Kelsey J, Ehrlich M, Henderson, SO. Exotic reptile bites. Am J Emerg Med 1997;15:536-7
  • Animais do Rio Grande do Norte

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.4.2003

Spyrjandi

Jakob Svavarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3324.

Jón Már Halldórsson. (2003, 9. apríl). Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3324

Jón Már Halldórsson. „Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3324>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?
Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar .

Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er græneðlan (Iguana iguana) sem á sér náttúruleg heimkynni í Mexíkó suður til Brasilíu. Græneðlan er ekki rándýr heldur étur hún lauf, ávexti, sérstaklega fíkjur og blóm.

Iguana-eðlur eru ekki eitraðar en engu að síður er bit þeirra hættulegt. Reyndar eru bit allra dýra hættuleg vegna sýkingarhættu en ýmsar bakteríur geta borist þannig í menn og helsta hættan er að verða fyrir salmonellusýkingu. Græneðlan bítur fast og eru dæmi um að börn hafi misst fingur eftir bit hennar. Græneðlan er stór, karldýrin geta orðið allt að 2 metrar á lengd með halanum og vegið 6 kg, því er ekki að furða að bit slíkrar skepnu geti verið kröftugt.

Ólíkt spendýrum, sem höfð eru sem gæludýr, er engin leið að temja eðlur og hegðun þeirra getur verið óútreiknanleg. Fyrir fáeinum árum blés kona nokkur í Suðurríkjum Bandaríkjanna óvart framan í græneðlu sem stökk þá að konunni og beit hana tvívegis í nefið!

Yfirvöld í Bandaríkunum hafa miklar áhyggjur af vaxandi fjölda iguana-eðlna inn á heimilum landsmanna. Rannsóknir á saur iguana-eðlna hafa staðfest tilvist salmonellu í 80% tilvika!

Hægt er að lesa meira um iguana-eðlur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig sjá iguana-eðlur?

Heimildir og mynd:
  • Mermin J, Hoar B, Angulo, FJ. „Iguanas and Salmonella marina infection in children: a reflection of the increasing incidence of reptile-associated salmonellosis in the United States.“ Pediatrics 1997;99:399-402
  • Kelsey J, Ehrlich M, Henderson, SO. Exotic reptile bites. Am J Emerg Med 1997;15:536-7
  • Animais do Rio Grande do Norte
...