Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en annað fæðuofnæmi getur haldist ævilangt, eins og ofnæmi fyrir skelfiski og hnetum. Ofnæmi fyrir fiski og skelfiski kemur gjarnan fram seinna á ævinni og fólk vex sjaldan upp úr því. Soja er enn annar algengur ofnæmisvaldur í fæðu og er algengari meðal ungbarna en eldri barna. Mörg börn sem hafa kúamjólkurofnæmi eru líka með ofnæmi fyrir soja.

Fæðuofnæmi stafar af því að ónæmiskerfi líkamans bregst of sterkt við tilteknu prótíni í fæðutegundunum. Fæðuóþol er annar möguleiki sem getur verið til staðar ef börn virðist þola illa tilteknar fæðutegundir. Þar kemur ónæmiskerfið aftur á móti ekki við sögu, heldur stafar óþolið af meltingarvandamálum, eins og þegar ensímið laktasa vantar til að melta mjólkursykur (laktósa) og fram kemur mjólkuróþol. Í glútenóþoli (glúten er prótín í korntegundum) verður slímhúð meltingarvegar óeðlileg og frásog næringarefna úr honum verður lélegt. Einkenni fæðuofnæmis og fæðuóþols geta verið svipuð og þarf að gera læknisfræðilegar prófanir til að greina hvað er um að ræða.

Börn vaxa oft upp úr ofnæmi.

Loftbornir ofnæmisvaldar eru af ýmsum gerðum og geta valdið svokölluðu ofnæmiskvefi og kemur það oftast fram fyrir tíu ára aldur, nær hámarki á þrítugsaldri og hverfur oft milli fertugs og sextugs. Sumir sem fá ofnæmiskvef þróa með sér astma. Rykmaurar eru með algengari loftbornum ofnæmisvöldum en þeir nærast á dauðum húðfrumum sem flagna af okkur á hverjum degi. Frjókorn eru annar algengur loftborinn ofnæmisvaldur. Frjókornaofnæmi er oftast bundið vissum árstíðum þegar plöntur losa frjókornin og fer það eftir staðsetningu á jörðinni hvenær og hve langur þessi tími er. Með hlýnun jarðar hefur tími frjókornaofnæmis víða breyst og lengst. Fleiri tegundir koma nú við sögu á norðurslóðum en áður, þar sem þær vaxa nú þar sem þær þrifust ekki áður. Enn annað dæmi um loftborna ofnæmisvalda er mygla, sveppategundir sem þrífast bæði innan- og utandyra í hlýjum, rökum aðstæðum. Sum mygla er árstíðabundin en önnur er til staðar allan ársins hring. Gæludýr geta líka gefið frá sér ofnæmisvalda. Kakkalakkar í híbýlum manna eru einnig þekktir ofnæmisvaldar, einkum í borgum og gæti það verið ein helsta ástæðan fyrir því að astmi er miklu algengari meðal barna í borgum en dreibýli. Aðrir algengir ofnæmisvaldar eru skordýrastungur sem haldast stundum fram á fullorðinsár, sýklalyf, snyrtivörur og hreinlætisvörur.

Vísindamönnum hefur ekki tekist að svara því fullkomlega hvers vegna fólk fær ofnæmi en talið er að um sé að ræða samspil ýmissa þátta sem trufla ónæmiskerfi okkar, allt frá erfðaþáttum til umhverfisþátta.

Skipta má áhættuþáttum sem geta haft áhrif á þróun ofnæmis í tvo flokka - þá sem ekki er hægt að breyta og þá sem er hægt að breyta. Þar sem ekki er hægt að ráða því hvort maður þróar ofnæmi eða ekki er þunn lína milli þátta sem hægt er að hafa áhrif á og þeirra sem ekki er hægt að hafa áhrif á. Margt af því sem gæti komið í veg fyrir ofnæmi þarf að gerast mjög snemma á ævinni.

Æskilegt er að þekkja þá áhættuþætti sem við getum ekki haft áhrif á til að vita hvort við erum í áhættu. Þar má fyrst nefna ættarsögu. Næmi fyrir ýmsum ofnæmisvöldum erfist ekki beint en tilhneiging til að þróa ofnæmi fyrir þeim gerir það. Ef annað foreldri er til dæmis með rykmauraofnæmi eru líkurnar einn á móti þremur (25%) að barn þeirra þrói slíkt ofnæmi. Ef báðir foreldrarnir eru með ofnæmi aukast líkurnar á að barn fái ofnæmi í 75%. Þar sem endurtekin útsetning fyrir efnum getur vakið ofnæmisviðbrögð ætti hætta á ofnæmi að aukast með aldri. Ekki er hægt að stjórna viðbrögðum ónæmiskerfisins. Þegar ónæmiskerfið er orðið næmt fyrir tilteknu efni myndar það mótefni gegn því.

Almennt virðist vera meira um ofnæmi í þróuðum löndum en þróunarlöndum. Vísindamenn telja að vel þrifin, jafnvel dauðhreinsuð, heimili í iðnríkjum hafi eyðileggjandi áhrif á ónæmiskerfið og að það sé nauðsynlegt fyrir heilbrigði þess að verða útsett fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum og öðrum mótefnavökum. Þegar ónæmiskerfinu er ekki viðhaldið af náttúrulegum óvinum starfar það ekki rétt og verður ofurnæmt fyrir efnum sem eru skaðlaus að því er virðist.

Fullorðnir geta ekki stjórnað neinum áhættuþáttum til að draga úr hættu á ofnæmi því að þróun ofnæmis er ekki háð lífsstíl. Inngrip þarf að eiga sér stað snemma, á fyrstu árum ævinnar.

Eftirfarandi þættir gera fullorðnum lítið gagn en vert er að hafa þá í huga til að vernda börnin sín og draga úr hættu á að þau fái ofnæmi. Að næra ungbörn á móðurmjólk eingöngu á fyrsta hálfa ári ævinnar dregur úr hættu á að þau fái fæðuofnæmi seinna. Útsetning í æsku fyrir algengum heimilisörverum, bakteríum í umhverfinu og í fæðu, til dæmis jógúrtgerlum, er talin draga úr líkum á að börn fái ofnæmi þegar þau eldast. Notkun sýklalyfja snemma á ævinni virðist trufla jafnvægið á milli skaðlegra og gagnlegra baktería í líkamanum, sem getur ruglað ónæmiskerfið og þar með aukið líkur á ofnæmi síðar á ævinni. Lágmörkun sýklalyfjanotkunar er einnig talin draga úr hættu á fæðuofnæmi. Ef barn kemst ekki í snertingu við algenga ofnæmisvaka, eins og rykmaura og myglu, snemma á ævinni, er meiri hætta á að það fái ofnæmi fyrir þeim seinna á ævinni, þar sem ónæmiskerfið lítur á þá sem framandi. Gæludýr á heimilum, einkum á fyrsta æviári barns þegar ónæmiskerfið er að þroskast, hafa verið sett í samband við minni hættu á ofnæmi fyrir dýraflösu auk annarra ofnæmisvaka eins og myglusveppum og rykmaurum. Evrópskar rannsóknir sýna að ungbörn sem bjuggu með gæludýrum voru með helming þess ofnæmis sem börn á gæludýralausum heimilum voru með. Börn eru í mikilli hættu á að verða fyrir lungnaskaða og sjúkdómum af völdum óbeinna reykinga. Börn reykingafólks eru enn fremur í meiri hætti á að fá aðra öndunarfærasjúkdóma, eins og astma.

Þótt við getum haft áhrif á fæsta áhættuþætti ofnæmis er hægt að draga úr einkennum með því að forðast að komast í snertingu við þekkta ofnæmisvalda. Hollar fæðuvenjur og hreyfing geta líka styrkt ónæmiskerfið og hjálpað að koma í veg fyrir óæskileg viðbrögð.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.5.2014

Spyrjandi

Margrét Kristín Theodóra Leifsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64525.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 20. maí). Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64525

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64525>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er algengara að fá ofnæmi þegar maður eldist?
Ofnæmi getur komið fram hvenær sem er á ævinni, jafnvel á fósturskeiði. Það fer eftir ofnæminu sem um ræðir hvort það er algengara á unga aldri eða seinna á ævinni. Sumt fæðuofnæmi kemur fram á fyrsta æviárinu, til dæmis mjólkurofnæmi, eggjaofnæmi og hnetuofnæmi. Oft vaxa börn upp úr fæðuofnæmi eftir nokkur ár en annað fæðuofnæmi getur haldist ævilangt, eins og ofnæmi fyrir skelfiski og hnetum. Ofnæmi fyrir fiski og skelfiski kemur gjarnan fram seinna á ævinni og fólk vex sjaldan upp úr því. Soja er enn annar algengur ofnæmisvaldur í fæðu og er algengari meðal ungbarna en eldri barna. Mörg börn sem hafa kúamjólkurofnæmi eru líka með ofnæmi fyrir soja.

Fæðuofnæmi stafar af því að ónæmiskerfi líkamans bregst of sterkt við tilteknu prótíni í fæðutegundunum. Fæðuóþol er annar möguleiki sem getur verið til staðar ef börn virðist þola illa tilteknar fæðutegundir. Þar kemur ónæmiskerfið aftur á móti ekki við sögu, heldur stafar óþolið af meltingarvandamálum, eins og þegar ensímið laktasa vantar til að melta mjólkursykur (laktósa) og fram kemur mjólkuróþol. Í glútenóþoli (glúten er prótín í korntegundum) verður slímhúð meltingarvegar óeðlileg og frásog næringarefna úr honum verður lélegt. Einkenni fæðuofnæmis og fæðuóþols geta verið svipuð og þarf að gera læknisfræðilegar prófanir til að greina hvað er um að ræða.

Börn vaxa oft upp úr ofnæmi.

Loftbornir ofnæmisvaldar eru af ýmsum gerðum og geta valdið svokölluðu ofnæmiskvefi og kemur það oftast fram fyrir tíu ára aldur, nær hámarki á þrítugsaldri og hverfur oft milli fertugs og sextugs. Sumir sem fá ofnæmiskvef þróa með sér astma. Rykmaurar eru með algengari loftbornum ofnæmisvöldum en þeir nærast á dauðum húðfrumum sem flagna af okkur á hverjum degi. Frjókorn eru annar algengur loftborinn ofnæmisvaldur. Frjókornaofnæmi er oftast bundið vissum árstíðum þegar plöntur losa frjókornin og fer það eftir staðsetningu á jörðinni hvenær og hve langur þessi tími er. Með hlýnun jarðar hefur tími frjókornaofnæmis víða breyst og lengst. Fleiri tegundir koma nú við sögu á norðurslóðum en áður, þar sem þær vaxa nú þar sem þær þrifust ekki áður. Enn annað dæmi um loftborna ofnæmisvalda er mygla, sveppategundir sem þrífast bæði innan- og utandyra í hlýjum, rökum aðstæðum. Sum mygla er árstíðabundin en önnur er til staðar allan ársins hring. Gæludýr geta líka gefið frá sér ofnæmisvalda. Kakkalakkar í híbýlum manna eru einnig þekktir ofnæmisvaldar, einkum í borgum og gæti það verið ein helsta ástæðan fyrir því að astmi er miklu algengari meðal barna í borgum en dreibýli. Aðrir algengir ofnæmisvaldar eru skordýrastungur sem haldast stundum fram á fullorðinsár, sýklalyf, snyrtivörur og hreinlætisvörur.

Vísindamönnum hefur ekki tekist að svara því fullkomlega hvers vegna fólk fær ofnæmi en talið er að um sé að ræða samspil ýmissa þátta sem trufla ónæmiskerfi okkar, allt frá erfðaþáttum til umhverfisþátta.

Skipta má áhættuþáttum sem geta haft áhrif á þróun ofnæmis í tvo flokka - þá sem ekki er hægt að breyta og þá sem er hægt að breyta. Þar sem ekki er hægt að ráða því hvort maður þróar ofnæmi eða ekki er þunn lína milli þátta sem hægt er að hafa áhrif á og þeirra sem ekki er hægt að hafa áhrif á. Margt af því sem gæti komið í veg fyrir ofnæmi þarf að gerast mjög snemma á ævinni.

Æskilegt er að þekkja þá áhættuþætti sem við getum ekki haft áhrif á til að vita hvort við erum í áhættu. Þar má fyrst nefna ættarsögu. Næmi fyrir ýmsum ofnæmisvöldum erfist ekki beint en tilhneiging til að þróa ofnæmi fyrir þeim gerir það. Ef annað foreldri er til dæmis með rykmauraofnæmi eru líkurnar einn á móti þremur (25%) að barn þeirra þrói slíkt ofnæmi. Ef báðir foreldrarnir eru með ofnæmi aukast líkurnar á að barn fái ofnæmi í 75%. Þar sem endurtekin útsetning fyrir efnum getur vakið ofnæmisviðbrögð ætti hætta á ofnæmi að aukast með aldri. Ekki er hægt að stjórna viðbrögðum ónæmiskerfisins. Þegar ónæmiskerfið er orðið næmt fyrir tilteknu efni myndar það mótefni gegn því.

Almennt virðist vera meira um ofnæmi í þróuðum löndum en þróunarlöndum. Vísindamenn telja að vel þrifin, jafnvel dauðhreinsuð, heimili í iðnríkjum hafi eyðileggjandi áhrif á ónæmiskerfið og að það sé nauðsynlegt fyrir heilbrigði þess að verða útsett fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum og öðrum mótefnavökum. Þegar ónæmiskerfinu er ekki viðhaldið af náttúrulegum óvinum starfar það ekki rétt og verður ofurnæmt fyrir efnum sem eru skaðlaus að því er virðist.

Fullorðnir geta ekki stjórnað neinum áhættuþáttum til að draga úr hættu á ofnæmi því að þróun ofnæmis er ekki háð lífsstíl. Inngrip þarf að eiga sér stað snemma, á fyrstu árum ævinnar.

Eftirfarandi þættir gera fullorðnum lítið gagn en vert er að hafa þá í huga til að vernda börnin sín og draga úr hættu á að þau fái ofnæmi. Að næra ungbörn á móðurmjólk eingöngu á fyrsta hálfa ári ævinnar dregur úr hættu á að þau fái fæðuofnæmi seinna. Útsetning í æsku fyrir algengum heimilisörverum, bakteríum í umhverfinu og í fæðu, til dæmis jógúrtgerlum, er talin draga úr líkum á að börn fái ofnæmi þegar þau eldast. Notkun sýklalyfja snemma á ævinni virðist trufla jafnvægið á milli skaðlegra og gagnlegra baktería í líkamanum, sem getur ruglað ónæmiskerfið og þar með aukið líkur á ofnæmi síðar á ævinni. Lágmörkun sýklalyfjanotkunar er einnig talin draga úr hættu á fæðuofnæmi. Ef barn kemst ekki í snertingu við algenga ofnæmisvaka, eins og rykmaura og myglu, snemma á ævinni, er meiri hætta á að það fái ofnæmi fyrir þeim seinna á ævinni, þar sem ónæmiskerfið lítur á þá sem framandi. Gæludýr á heimilum, einkum á fyrsta æviári barns þegar ónæmiskerfið er að þroskast, hafa verið sett í samband við minni hættu á ofnæmi fyrir dýraflösu auk annarra ofnæmisvaka eins og myglusveppum og rykmaurum. Evrópskar rannsóknir sýna að ungbörn sem bjuggu með gæludýrum voru með helming þess ofnæmis sem börn á gæludýralausum heimilum voru með. Börn eru í mikilli hættu á að verða fyrir lungnaskaða og sjúkdómum af völdum óbeinna reykinga. Börn reykingafólks eru enn fremur í meiri hætti á að fá aðra öndunarfærasjúkdóma, eins og astma.

Þótt við getum haft áhrif á fæsta áhættuþætti ofnæmis er hægt að draga úr einkennum með því að forðast að komast í snertingu við þekkta ofnæmisvalda. Hollar fæðuvenjur og hreyfing geta líka styrkt ónæmiskerfið og hjálpað að koma í veg fyrir óæskileg viðbrögð.

Heimildir og mynd:

...