Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?

Doktor.is

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Hægt er að lesa nánar um orsakir ofnæmis í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni: Af hverju fær maður ofnæmi?

Einkenni

Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis, og það sem margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim.

Fyrstu einkenni frá nefi eru síendurteknir hnerrar. Önnur einkenni sem geta valdið miklum óþægindum er kláði í nefinu, sem oft veldur svokallaðri ofnæmiskveðju, nefnuddi og grettum sem geta verið býsna spaugilegar. Þá fer venjulega að renna stöðugt úr nefinu. Einnig getur nefið stíflast eða slímhúð þrútnað svo að erfitt verður að draga andann gegnum nefið.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að frjókornaofnæmi getur oft valdið astmaeinkennum.

Hvaða frjókorn valda ofnæmi?

Þau frjókorn sem algengast er að valdi ofnæmi á Íslandi eru aðallega frjókorn frá ýmsum grastegundum, en einnig frá súrum, til dæmis hundasúru (Rumex acetosella), birki (Betula pubescens) og túnfíflum (Taraxacum officinale).



Hér sjást frjókorn ýmissa plantna stækkuð 500 sinnum. Til viðmiðunar að þá er baunlaga frjókornið í neðra horninu vinstra megin raunverulega um 50 µm að stærð. (µm = míkrómetri)

Helsta tímabil frjókornaofnæmis er yfir hásumarið, það er í júní, júlí og ágúst. Magn frjókorna í andrúmsloftinu fer þó mikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókorna í lofti lítið, laus frjókorn setjast á jörðina og blautar plöntur gefa ekki frá sér ný frjókorn. Á hlýjum og þurrum dögum eykst frjókornamagnið verulega, einkum ef vindur blæs.

Veðurstofa Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands standa í sameiningu að mælingu frjókorna í andrúmslofti. Lesa má nánar um það hér.

Vert er að hafa í huga að fólk með frjókornaofnæmi getur einnig myndað ofnæmi fyrir vissum fæðutegundum.

Góð ráð gegn frjókornaofnæmi

Því miður er ekki enn hægt að lækna ofnæmi en hægt er að gera ýmislegt til að halda því í skefjun. Þannig má reyna að halda einkennum í lágmarki þó ekki sé hægt að losna alfarið við ofnæmið.

Rannsóknir benda til þess að börn fædd á frjókornatímabilum séu líklegri en önnur börn til að fá frjókornaofnæmi þegar þau vaxa úr grasi. Fólk fætt á þessu tímabili ætti því að vera vakandi fyrir því hvort ofnæmiseinkenni láti á sér kræla.

Til að draga úr þessum einkennum er meðal annars hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga. Fyrir þá sem eru með frjókornaofnæmi er til dæmis gott að fá einhvern annan til að slá blettinn og reyna að útiloka þær plöntur innandyra sem gætu verið ofnæmisvaldar.

Einnig er gott að forðast það að þurrka þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu en þau setjast í föt og lín. Af sömu ástæðu er heillaráð að geyma innandyra milli notkunar hluti sem geta safnað í sig frjókornum svo sem barnavagna og garðhúsgögn.



Frjókorn geta auðveldlega setið í þvotti sem hefur hangið úti.

Lyfjameðferð gegn frjókornaofnæmi

Margir sem eru illa hrjáðir af frjókornaofnæmi þurfa þó einnig að grípa til lyfjanotkunar. Mikilvægt er að slík lyf séu aðeins notuð í samráði við lækni.

Eitt af þeim efnum sem líkaminn myndar í ofnæmisviðbragði er histamín. Histamín veldur kláðanum í nefi og augum. Því þarf oft að meðhöndla ofnæmi með svokölluðum andhistamín-lyfjum. Andhistamín er efni sem hindrar að histamínið virki og einkenni svo sem kláði í augum og nefi hverfur.

Ef andhistamín-lyf sýna litla virkni mæla læknar stundum með fyrirbyggjandi lyfjameðferð með bólgueyðandi lyfjum eða ofnæmis-hindrandi lyfjum. Þessi lyf gera slímhúðina aftur eðlilega svo nefgöngin opnast á nýjan leik.

Bólgueyðandi lyf eru yfirleitt steralyf sem sprautað er í nefið með úðabrúsum. Athugið að skammtar þeir sem notaðir eru í meðferð ofnæmis í nefi eru afar smáir og fullkomlega skaðlausir. Önnur ofnæmishindrandi lyf þarf að taka áður en einkenna verður vart en þau hindra losun ofnæmismyndandi efna í nefinu. Ef um mikið áreiti er að ræða duga þessi lyf stundum ekki og þá þarf að grípa til bólgueyðandi lyfjanna.

Í lyfjaverslunum er hægt að kaupa án lyfseðils stíflulosandi lyf sem draga saman háræðar í nefslímhúðinni og losa þannig stíflur. Lyf þessi eru afar áhrifarík en þau má einungis nota í skamman tíma í senn eða 7-10 daga. Þessi lyf eru til dæmis Nexól, Otrivin og Nezeril.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


Þessi grein birtist upphaflega á vefsetrinu doktor.is og er birt hér í töluvert styttri útgáfu með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

6.6.2008

Spyrjandi

Eysteinn Traustason

Tilvísun

Doktor.is. „Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18764.

Doktor.is. (2008, 6. júní). Er hægt að losna við frjókornaofnæmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18764

Doktor.is. „Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18764>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?
Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Hægt er að lesa nánar um orsakir ofnæmis í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni: Af hverju fær maður ofnæmi?

Einkenni

Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis, og það sem margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim.

Fyrstu einkenni frá nefi eru síendurteknir hnerrar. Önnur einkenni sem geta valdið miklum óþægindum er kláði í nefinu, sem oft veldur svokallaðri ofnæmiskveðju, nefnuddi og grettum sem geta verið býsna spaugilegar. Þá fer venjulega að renna stöðugt úr nefinu. Einnig getur nefið stíflast eða slímhúð þrútnað svo að erfitt verður að draga andann gegnum nefið.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að frjókornaofnæmi getur oft valdið astmaeinkennum.

Hvaða frjókorn valda ofnæmi?

Þau frjókorn sem algengast er að valdi ofnæmi á Íslandi eru aðallega frjókorn frá ýmsum grastegundum, en einnig frá súrum, til dæmis hundasúru (Rumex acetosella), birki (Betula pubescens) og túnfíflum (Taraxacum officinale).



Hér sjást frjókorn ýmissa plantna stækkuð 500 sinnum. Til viðmiðunar að þá er baunlaga frjókornið í neðra horninu vinstra megin raunverulega um 50 µm að stærð. (µm = míkrómetri)

Helsta tímabil frjókornaofnæmis er yfir hásumarið, það er í júní, júlí og ágúst. Magn frjókorna í andrúmsloftinu fer þó mikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókorna í lofti lítið, laus frjókorn setjast á jörðina og blautar plöntur gefa ekki frá sér ný frjókorn. Á hlýjum og þurrum dögum eykst frjókornamagnið verulega, einkum ef vindur blæs.

Veðurstofa Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands standa í sameiningu að mælingu frjókorna í andrúmslofti. Lesa má nánar um það hér.

Vert er að hafa í huga að fólk með frjókornaofnæmi getur einnig myndað ofnæmi fyrir vissum fæðutegundum.

Góð ráð gegn frjókornaofnæmi

Því miður er ekki enn hægt að lækna ofnæmi en hægt er að gera ýmislegt til að halda því í skefjun. Þannig má reyna að halda einkennum í lágmarki þó ekki sé hægt að losna alfarið við ofnæmið.

Rannsóknir benda til þess að börn fædd á frjókornatímabilum séu líklegri en önnur börn til að fá frjókornaofnæmi þegar þau vaxa úr grasi. Fólk fætt á þessu tímabili ætti því að vera vakandi fyrir því hvort ofnæmiseinkenni láti á sér kræla.

Til að draga úr þessum einkennum er meðal annars hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga. Fyrir þá sem eru með frjókornaofnæmi er til dæmis gott að fá einhvern annan til að slá blettinn og reyna að útiloka þær plöntur innandyra sem gætu verið ofnæmisvaldar.

Einnig er gott að forðast það að þurrka þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu en þau setjast í föt og lín. Af sömu ástæðu er heillaráð að geyma innandyra milli notkunar hluti sem geta safnað í sig frjókornum svo sem barnavagna og garðhúsgögn.



Frjókorn geta auðveldlega setið í þvotti sem hefur hangið úti.

Lyfjameðferð gegn frjókornaofnæmi

Margir sem eru illa hrjáðir af frjókornaofnæmi þurfa þó einnig að grípa til lyfjanotkunar. Mikilvægt er að slík lyf séu aðeins notuð í samráði við lækni.

Eitt af þeim efnum sem líkaminn myndar í ofnæmisviðbragði er histamín. Histamín veldur kláðanum í nefi og augum. Því þarf oft að meðhöndla ofnæmi með svokölluðum andhistamín-lyfjum. Andhistamín er efni sem hindrar að histamínið virki og einkenni svo sem kláði í augum og nefi hverfur.

Ef andhistamín-lyf sýna litla virkni mæla læknar stundum með fyrirbyggjandi lyfjameðferð með bólgueyðandi lyfjum eða ofnæmis-hindrandi lyfjum. Þessi lyf gera slímhúðina aftur eðlilega svo nefgöngin opnast á nýjan leik.

Bólgueyðandi lyf eru yfirleitt steralyf sem sprautað er í nefið með úðabrúsum. Athugið að skammtar þeir sem notaðir eru í meðferð ofnæmis í nefi eru afar smáir og fullkomlega skaðlausir. Önnur ofnæmishindrandi lyf þarf að taka áður en einkenna verður vart en þau hindra losun ofnæmismyndandi efna í nefinu. Ef um mikið áreiti er að ræða duga þessi lyf stundum ekki og þá þarf að grípa til bólgueyðandi lyfjanna.

Í lyfjaverslunum er hægt að kaupa án lyfseðils stíflulosandi lyf sem draga saman háræðar í nefslímhúðinni og losa þannig stíflur. Lyf þessi eru afar áhrifarík en þau má einungis nota í skamman tíma í senn eða 7-10 daga. Þessi lyf eru til dæmis Nexól, Otrivin og Nezeril.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


Þessi grein birtist upphaflega á vefsetrinu doktor.is og er birt hér í töluvert styttri útgáfu með góðfúslegu leyfi....