Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er maður með astma?

Unnur Steina Björnsdóttir

Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar finna til dæmis bara fyrir hósta en fá aldrei dæmigert “astmakast”.

Þrengslin í öndunarveginum stafa af flóknu samspili frumna og boðefna sem leiðir til bólgu, bjúgs og slímmyndunar. Bólgan veldur berkjuteppu og astmasjúklingurinn verður næmari fyrir ýmsum ofnæmisvökum og áreiti. Áreitið getur til dæmis verið kuldi, áreynsla, mengun, tóbaksreykur, ilmefni, breytingar á hitastigi og geðshræring. Astmi versnar auk þess við að fá veiru- og bakteríusýkingar í öndunarfæri. Því meira sem bólgusvarið og þekjurofið er þeim mun minni ertingu þarf til að valda samdrætti í öndunarvegi og þar með astmaeinkennum.

Langvarandi astmameðferð, til dæmis í formi innúðastera, dregur úr ertingu í öndunarvegi með því að draga úr bólgum og græða yfirborð berkjunnar. Afleiðingin er að sjúklingur þolir meira áreiti án þess að fá astmaeinkenni.

Orsakir astma

Sjúklingar sem hafa tilhneigingu til að fá ofnæmi mynda sérstakt ofnæmismótefni (IgE) á yfirborði svokallaðra mastfrumna. Þegar astmasjúklingur kemst í snertingu við ofnæmisvaka, til dæmis rykmaur, kattahár eða frjókorn, ræsir vakinn ofnæmisfrumur. Við þetta losa frumurnar boðefni frá sér sem valda á svipstundu þeim einkennum sem við sjáum við bráða ofnæmissvörun, til dæmis eins og astma og einkenna frá nefi svo sem kláða, hnerra og nefstíflu. Histamín og önnur efni kalla að fleiri tegundir bólgufrumna og smám saman fyllist berkjuveggurinn af bólgufrumum, slími og bjúg.

Tíðni astma á Íslandi

4-5% Íslendinga eru með astma. Astmi er mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Í könnun sem gerð var hérlendis fyrir nokkrum árum, reyndust 18% barna yngri en 20 mánaða vera með astma, 28% fjögurra ára barna og 13% 8 ára barna. Tíðnin hjá 20 til 44 ára einstaklingum er um 5%.

Meðferð

Þrálátar bólgubreytingar í lungum við astma virðast geta valdið langtímabreytingum á lungnavef með óafturkræfum berkjuþrengingum. Bólgufrumur í berkjuveggnum geta losað boðefni sem valda brjóskmyndun í berkju. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt er að fyrirbyggja þessa örvefsmyndun með réttri meðferð snemma í sjúkdómsferlinu. Þannig virðast innúðasterar geta hindrað þessar óafturkræfu breytingar.

Bornir voru saman hópar sjúklinga sem fengu innúðastera og aðrir sem fengu einungis berkjuvíkkandi lyf. Þeir sem ekki fengu innúðastera voru með verri lungnapróf og meiri einkenni þegar á leið. Eftir þriggja ára meðferð fékk svo hópurinn sem var einungis á berkjuvíkkandi meðferð innúðastera. Það sem vakti athygli við þessar niðurstöður var að þrátt fyrir að lungnapróf þeirra yrðu betri, urðu þau aldrei jafn góð og hjá hópnum sem fékk innúðastera strax.

Astmi er þrálátur sjúkdómur þótt einkennin séu misjöfn frá degi til dags. Sjúkdómurinn getur horfið, en algengara er að hann hörfi um skeið og skjóti svo af og til upp kollinum, til dæmis samfara sýkingum í efri öndunarvegi. Það skiptir því miklu máli að þeir sem þjást af astma þekki sjúkdóminn til hlítar og læri hvenær og hvernig eigi að bregðast við hverju sinni, hvað eigi að forðast og hvenær leita þurfi til læknis.

Val og notkun á réttri astmameðferð byggist á því að læknir og sjúklingur hafi innsæi í sjúkdóminn og þekki hvaða þættir valda auknum einkennum. Þetta getur verið mjög breytilegt frá einum einstaklingi til annars. Takmark meðferðar er að halda sjúklingi einkennalausum á lágmarks lyfjameðferð.

Tveir meginflokkar lyfja eru notaðir við meðferð á astma. Annars vegar er um berkjuvíkkandi lyf að ræða og hins vegar bólgueyðandi lyf. Við val á lyfjameðferð þarf að taka mið af aldri sjúklings og því hversu slæmur astminn er. Stefnt skal að því að nota minnstu mögulegu lyfjaskammta sem halda sjúklingi einkennalausum. Oft þarf samspil nokkurra lyfja til að þetta náist.

Berkjuvíkkandi lyf: Þrjár tegundir berkjuvíkkandi lyfja eru notaðar hérlendis. Beta2-agonistar, methylxantín og andkólínerg lyf.

Bólgueyðandi lyf: Barksterar og dínatríum krómóglýkat eru lyf gegn bólgum í öndunarvegi.

Meðferð sem beinist gegn ofnæmismótefninu (IgE) er væntanleg. Þetta lyf er einstofna mótefni sem hindrar bindingu IgE við ofnæmisfrumuna (mastfrumu). Meðferðin mun koma sjúklingum með astma og ofnæmi til góða.

Aðrir þættir sem hafa áhrif á astma

Ef sjúklingur svarar ekki meðferð er hugsanlegt að sjúkdómsgreiningin sé röng. Þó geta aðrir þættir komið til. Sjúkdómar í vélinda og magaopi, til dæmis vélindabakflæði og brjóstsviði, geta magnað astmaeinkenni og bólgu í öndunarvegi. Þessi vandamál geta tafið bata og eru oft erfið í greiningu þar sem sjúklingur hefur jafnvel lítil eða engin einkenni frá meltingarfærum.

Þrálát sýking í nefholum eða ofnæmiskvef er algengt hjá astmasjúklingum. Sé ekki tekið á þessum þáttum næst ekki tilskilinn árangur með notkun astmalyfjanna.

Astmi og ofnæmi

Mikilvægt er að ganga úr skugga um hvort astmasjúklingar séu með ofnæmi. 25-85% astmasjúklinga eru með jákvæð húðpróf fyrir einhverjum loftbornum ofnæmisvökum og fer það helst eftir aldri sjúklinga og búsetu. Aðgerðir til að draga úr ofnæmisvöldum í umhverfi sjúklings ættu alltaf að hafa forgang í meðferð astmasjúklinga, þar sem þær eru alltaf án aukaverkana og yfirleitt ódýr og rökrétt leið til að draga úr bólgusvari í öndunarvegi.

Í samræmi við útkomu ofnæmisprófs er einnig hægt að taka afstöðu til hugsanlegrar afnæmismeðferðar (e. allergen immunotherapy). Afnæmismeðferð má líkja við bólusetningu, þar sem sjúklingurinn er sprautaður reglulega með síaukni magni af mótefnavakanum sem veldur ofnæminu. Þannig er reynt að auka þol sjúklingsins gegn ofnæmisvaldinum. Meðferðin getur verið gagnleg hjá sjúklingum með frjónæmi og vægan astma. Meðferðin er að vísu tímafrek og henni geta fylgt aukaverkanir. Hún getur hins vegar dregið úr einkennum frá augum, nefi og lungum, jafnvel svo að einstaklingurinn verður einkennalaus í allt að 50-80% tilfella og það án lyfjameðferðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Svar þetta er unnið upp úr grein af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

sérfræðingur í klínískri ónæmisfræði

Útgáfudagur

19.9.2007

Spyrjandi

Steinunn Brynja Óðinsdóttir

Tilvísun

Unnur Steina Björnsdóttir. „Af hverju er maður með astma?“ Vísindavefurinn, 19. september 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6809.

Unnur Steina Björnsdóttir. (2007, 19. september). Af hverju er maður með astma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6809

Unnur Steina Björnsdóttir. „Af hverju er maður með astma?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er maður með astma?
Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar finna til dæmis bara fyrir hósta en fá aldrei dæmigert “astmakast”.

Þrengslin í öndunarveginum stafa af flóknu samspili frumna og boðefna sem leiðir til bólgu, bjúgs og slímmyndunar. Bólgan veldur berkjuteppu og astmasjúklingurinn verður næmari fyrir ýmsum ofnæmisvökum og áreiti. Áreitið getur til dæmis verið kuldi, áreynsla, mengun, tóbaksreykur, ilmefni, breytingar á hitastigi og geðshræring. Astmi versnar auk þess við að fá veiru- og bakteríusýkingar í öndunarfæri. Því meira sem bólgusvarið og þekjurofið er þeim mun minni ertingu þarf til að valda samdrætti í öndunarvegi og þar með astmaeinkennum.

Langvarandi astmameðferð, til dæmis í formi innúðastera, dregur úr ertingu í öndunarvegi með því að draga úr bólgum og græða yfirborð berkjunnar. Afleiðingin er að sjúklingur þolir meira áreiti án þess að fá astmaeinkenni.

Orsakir astma

Sjúklingar sem hafa tilhneigingu til að fá ofnæmi mynda sérstakt ofnæmismótefni (IgE) á yfirborði svokallaðra mastfrumna. Þegar astmasjúklingur kemst í snertingu við ofnæmisvaka, til dæmis rykmaur, kattahár eða frjókorn, ræsir vakinn ofnæmisfrumur. Við þetta losa frumurnar boðefni frá sér sem valda á svipstundu þeim einkennum sem við sjáum við bráða ofnæmissvörun, til dæmis eins og astma og einkenna frá nefi svo sem kláða, hnerra og nefstíflu. Histamín og önnur efni kalla að fleiri tegundir bólgufrumna og smám saman fyllist berkjuveggurinn af bólgufrumum, slími og bjúg.

Tíðni astma á Íslandi

4-5% Íslendinga eru með astma. Astmi er mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Í könnun sem gerð var hérlendis fyrir nokkrum árum, reyndust 18% barna yngri en 20 mánaða vera með astma, 28% fjögurra ára barna og 13% 8 ára barna. Tíðnin hjá 20 til 44 ára einstaklingum er um 5%.

Meðferð

Þrálátar bólgubreytingar í lungum við astma virðast geta valdið langtímabreytingum á lungnavef með óafturkræfum berkjuþrengingum. Bólgufrumur í berkjuveggnum geta losað boðefni sem valda brjóskmyndun í berkju. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt er að fyrirbyggja þessa örvefsmyndun með réttri meðferð snemma í sjúkdómsferlinu. Þannig virðast innúðasterar geta hindrað þessar óafturkræfu breytingar.

Bornir voru saman hópar sjúklinga sem fengu innúðastera og aðrir sem fengu einungis berkjuvíkkandi lyf. Þeir sem ekki fengu innúðastera voru með verri lungnapróf og meiri einkenni þegar á leið. Eftir þriggja ára meðferð fékk svo hópurinn sem var einungis á berkjuvíkkandi meðferð innúðastera. Það sem vakti athygli við þessar niðurstöður var að þrátt fyrir að lungnapróf þeirra yrðu betri, urðu þau aldrei jafn góð og hjá hópnum sem fékk innúðastera strax.

Astmi er þrálátur sjúkdómur þótt einkennin séu misjöfn frá degi til dags. Sjúkdómurinn getur horfið, en algengara er að hann hörfi um skeið og skjóti svo af og til upp kollinum, til dæmis samfara sýkingum í efri öndunarvegi. Það skiptir því miklu máli að þeir sem þjást af astma þekki sjúkdóminn til hlítar og læri hvenær og hvernig eigi að bregðast við hverju sinni, hvað eigi að forðast og hvenær leita þurfi til læknis.

Val og notkun á réttri astmameðferð byggist á því að læknir og sjúklingur hafi innsæi í sjúkdóminn og þekki hvaða þættir valda auknum einkennum. Þetta getur verið mjög breytilegt frá einum einstaklingi til annars. Takmark meðferðar er að halda sjúklingi einkennalausum á lágmarks lyfjameðferð.

Tveir meginflokkar lyfja eru notaðir við meðferð á astma. Annars vegar er um berkjuvíkkandi lyf að ræða og hins vegar bólgueyðandi lyf. Við val á lyfjameðferð þarf að taka mið af aldri sjúklings og því hversu slæmur astminn er. Stefnt skal að því að nota minnstu mögulegu lyfjaskammta sem halda sjúklingi einkennalausum. Oft þarf samspil nokkurra lyfja til að þetta náist.

Berkjuvíkkandi lyf: Þrjár tegundir berkjuvíkkandi lyfja eru notaðar hérlendis. Beta2-agonistar, methylxantín og andkólínerg lyf.

Bólgueyðandi lyf: Barksterar og dínatríum krómóglýkat eru lyf gegn bólgum í öndunarvegi.

Meðferð sem beinist gegn ofnæmismótefninu (IgE) er væntanleg. Þetta lyf er einstofna mótefni sem hindrar bindingu IgE við ofnæmisfrumuna (mastfrumu). Meðferðin mun koma sjúklingum með astma og ofnæmi til góða.

Aðrir þættir sem hafa áhrif á astma

Ef sjúklingur svarar ekki meðferð er hugsanlegt að sjúkdómsgreiningin sé röng. Þó geta aðrir þættir komið til. Sjúkdómar í vélinda og magaopi, til dæmis vélindabakflæði og brjóstsviði, geta magnað astmaeinkenni og bólgu í öndunarvegi. Þessi vandamál geta tafið bata og eru oft erfið í greiningu þar sem sjúklingur hefur jafnvel lítil eða engin einkenni frá meltingarfærum.

Þrálát sýking í nefholum eða ofnæmiskvef er algengt hjá astmasjúklingum. Sé ekki tekið á þessum þáttum næst ekki tilskilinn árangur með notkun astmalyfjanna.

Astmi og ofnæmi

Mikilvægt er að ganga úr skugga um hvort astmasjúklingar séu með ofnæmi. 25-85% astmasjúklinga eru með jákvæð húðpróf fyrir einhverjum loftbornum ofnæmisvökum og fer það helst eftir aldri sjúklinga og búsetu. Aðgerðir til að draga úr ofnæmisvöldum í umhverfi sjúklings ættu alltaf að hafa forgang í meðferð astmasjúklinga, þar sem þær eru alltaf án aukaverkana og yfirleitt ódýr og rökrétt leið til að draga úr bólgusvari í öndunarvegi.

Í samræmi við útkomu ofnæmisprófs er einnig hægt að taka afstöðu til hugsanlegrar afnæmismeðferðar (e. allergen immunotherapy). Afnæmismeðferð má líkja við bólusetningu, þar sem sjúklingurinn er sprautaður reglulega með síaukni magni af mótefnavakanum sem veldur ofnæminu. Þannig er reynt að auka þol sjúklingsins gegn ofnæmisvaldinum. Meðferðin getur verið gagnleg hjá sjúklingum með frjónæmi og vægan astma. Meðferðin er að vísu tímafrek og henni geta fylgt aukaverkanir. Hún getur hins vegar dregið úr einkennum frá augum, nefi og lungum, jafnvel svo að einstaklingurinn verður einkennalaus í allt að 50-80% tilfella og það án lyfjameðferðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Svar þetta er unnið upp úr grein af Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi....